Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1949, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1949, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLA.ÐSINS 25 Jóhann Kristmundsson í sjúkrarúmi í Landspítalanum (Ljósm. Ól. K. Magnússon). nafngreindi tegundina fyrir Berg- þór. Og formaður Náttúrufræði- fjelagsins, Sigurður Þórarinsson, var svo almennilegur við dreng- inn, að senda honum nýju Flóruna þegar hún kom út í haust. Þá rann upp fyrir mjer ljós. Þarna er bóndinn kominn sem þeir voru hrifnastir af Ingólfur Davíðs- son og danski grasafræðingurinn Johannes Gröntved, er þeir voru á ferð um Strandasýslu í hitteð- fyrra sumar og sögðu frá í ferða- lýsingu sinni. Er feðgarnir brír fóru i'rá verkum sínum um slátt- inn til þess að fylgja þeim Ingólfi og Gröntved á grasagöngu þeirra um sveitina, benda þeim á merka staði og fræðast af þeim um sjald- gæfar plöntur. Þannig skjddi fund- um okkar bera saman. Jeg hafði heyrt að tveir synir Jóhanns væru nemendur í Reykja- skóla í vetur og spurði hvort Berg- þór væri þar og hve gamall hann væri. — Hann er nú 15 ára. En broðir hans Haukur er 13 ára. Þeir eru báðir í 2. bekk í Reykjaskóla í vet- ur. Þeir hafa altaf fylgst að við nám. Jarðabótamaður. — En við vorum að tala um Ból- balann, segir þá Jóhann. Það er jarðhiti í hólnum og því er gróður fjölskrúðugri en ella myndi vera. En helgin, ef um nokkuð slíkt er að ræða, sem var á mýrafitinni á milli lækjanna, hefir yfirfærst á Bólbalann. Væri þar um fornhelgi að ræða, þá hefðu þar naumast verið settar kvíar með því umróti, sem þeim fylgja. En hitt var það, að þegar við systkinin vorum ung, þá reittum við ekki blóm á Ból- balanum. Það þótti viðkunnanlegra að sneiða hjá því. Þegar jeg kom heim af Hóla- skóla, var jeg ráðinn hjá Búnað- arfjelaginu eitt sumar, til að kenna bændum kartöflurækt og leiðbeina þeim um það, hvar og hvernig beir ættu að koma sjer upp kartöílu- görðum. Seinna setti jeg garða á Bólbalann. Því þar var tilvalinn gróðurbeður fyrir jarðeplin. En jeg hefi sljett yfir þessa garða aft- ur, og gert þá að túni. Árið 1933. — Það var árið 1938 að jeg bygði fyrst bæjar’nús á Bólbalanum. Húsplássið sem við hjónin höfðum í gamla bænum var alls ekki nema 3 sinnum 4 metrar að flatarmáli. Jeg bygði steinhús með (orfþaki, sem var 8 sinnum 8 metrar, en bætti við það í fyrra 6 sinnum 6 metrum. Þá um vorið 1938, kom jeg hingað til Reykjavíkur, vegna þess að jeg var slæmur í maga. Lækn- irinn fy^rir norðan hafði sagt mjer, að jeg hefði blæðandi magasár og þyrfti því nauðsynlega Iækningar við. Jeg kom hingað á sunndegi. IJugsaði sem svo, að ekki mvndi þýða, að leita uppi lækni á helgum degi. Enda lægi ekki svo mikið á. Svo jeg fæ mjer gistingu hjá kunn- ingjafólki mínu. En viti menn. Um nóttina springur sundur í mjer maginn. Svo jeg er fluttur hingað á skurðarborðið til Guðmundar Thoroddsen. IJann tekur úr mjer tvo þriðju hluta af maganum. Og síðan varð jeg alheill. Þegar jeg kom heim tók jeg til við húsbygg- inguna. Fornminjar. Það kemur í rauninni ekki þessu máli við, að skamt fyrir neðan túnið í Goðdal er hóll, sem kallað- ur er Goði, og var friðlýstur af þjóðminjaverði skömmu eftir 1930. Munnmæli eru um að þar hafi ein- hver goði verið . heygður. En jeg tel ólíklegt, að nokkur hæfa sje fyrir því. Hóllinn er bersýnilega framburður úr ánni. Jeg tel merkilegustu fornleifar í Goðdal vera tóft eina, sem köll- uð er hoftóft, og er um 60 metra austan við bæinn. Tóftin sjálf er 40 metra löng, en jeg man ekki hve breið hún er. Greinilega mótar fyr- ir hring í kringum hana. Forn- minjar þessar hafa aldrei verið rannsakaðar, segir Jóhann. TJr því sem komið er, býst jeg ekki við. að jeg leggi þar nokkuð til mála, eða jeg sjái framar hoftóftina, eða ann- að í Goðdal. V. St.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.