Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1949, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1949, Blaðsíða 6
26 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS OLÍUNÁMUR Á SJÁVARBOTNI Furðulcgt kupplilaup, sem kostar meira íjc cn dæmi cru til áður uni Icit að námuin. HINAR MIKLU oliulindir í Bandaríkjunum eru að ganga til þurðar. Og verð á jarðolíu hefir hækkað nær þrefalt. En eftii spurn- in eykst stöðugt, því að olíuevðsla fer í vöxt með hverju ári. Það er því ekki að furða þótt olíu- fjelögin sje farin að líta í kring um sig og leita að nýum námum. Samkvæmt Wall Street Journal er nú hafið kapphlaup milh 20 olíu- fjelaga um að finna olíulindir und- ir sjó, á hinu mikla grunni út af Louisana og Florida, sem nefnt er Tidelands. Það er land, sem hefir sokkið í sjó einhvern tíma á fvrri öldum, og þetta grunn nær um 100 mílur út frá ströndinni. Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinni, sem leitað hefir verið að olíu úti í hafi, en aldrei hefir það verið gert í jafn stórum stíl og nú, og aldrei hefir verið leitað jafn fjarri landi nje þar sem rjór er jafn djúpur. Nú er sums staðar verið að bora eftir olíu 45 sjómíl- ur frá landi og þar sem sjávardýpi er alt að 65 fetum. Hjer er rjett að geta þess, að mjög eru skiftar skoðanir um það hver eigi þetta grunn, ríkin, sem liggja að sjó, eða sambandsríkið. Úr því hefir enn eigi fengist skor- ið. Meðan kafbátahættan var sem mest á striðsárunum, samþykti Bandaríkjastjórn að færa út land- helgina þannig, að hún næði jafn langt út til hafs og landgrunnið. Þar með var horfið frá hinni við- urkendu þriggja sjómílna land- helgi, og eftir þetta nær landhelg- in nú sums staðar alt að 100 sjó- mílum frá landi. En þar sem það var sambands- stjórnin, sem tók þetta í lög. þá þótti engin ástæða til þess að færa út landhelgi hinna einstöku ríkja. Nú, þegar líkur benda til þess, að auðæfi sje fólgin á mararbotni inn- an hinnar víðu landhelgi, þá krefj- ast hin einstöku ríki þess að þau eigi alla landhelgina út frá strönd- um sínum. Nýlega fell dómur um þetta í liæstarjetti Bandaríkjanna og var hann á þá leið, að eignar- rjettur hinna einstöku ríkja næði ekki lengra en til þriggja sjómílna landhelginnar. En í dómnum var ekkert um það sagt að sambands- ríkið ætti landhelgina þar fyrir utan. Þannig stendur það mál nú. Ekki hefir þetta þó staðið rann- sóknum fyrir þrifum. Olíufjelög- in hafa samið við hin einstöku riki um námarjettindin og árið sem leið vörðu þau um 100 miljónum dollara til framkvæmda. Þetta skiftist þannig, að ríkin fá um 26 miljónir dollara í leigu. Leitin að heppilegum stöðum til þess að bora eftir olíu, hefir kostað um 25 milj. dollara. Og boranirnar sjálfar hafa kostað 40—50 miljónir dollara, þar með taldar pípulagningar í Iand frá borholunum. Olíufjelögin viðurkenna sjálf að þetta sje mjög áhættusamt fyrir- tæki. Fyrir fimm árum var mikill hörgull á olíu, en þá kom einu þeirra til hugar að leita út á hafið eftir nýum olíulindum. En nú er kostnaður þó orðinn miklu meiri heldur en hann var þá og kostar nú um 2 miljónir dollara að grafa einn brunn. Sum fjelögin hafa þegar látið grafa fimm slíka brunna og ekki fengið neina olíu. Og af öllum þeim brunnum, sem graínir voru í sumar, kom olía aðeins upp í einum. Hvernig stendur þá á því að fje- lögin eru að þessu? Ástæðan er sú, að menn halda að auðugustu olíulindir Bandaríkjanna sje undir sjó. I öðru lagi ræður samkeppnin hjer miklu um. Þegar fyrsta fje- lagið byrjaði að leita að olíu þarna, sáu hin sig tilneydd að fylgja dæmi þess. Þau kusu heldur að leggja í hinn mikla kostnað, en eiga á hættu að kcppinautarnir fengi þarna uppgrip olíu. Jarðfræðingar giska á að um billjón dollara virði af olíu sje skamt frá landi og þeir rökstyðja það á þenna hátt: Auðugustu olíulindir heimsins hafa fundist þar sem áður var sjávarbotn. Þar eru saltbyngir mikl ir og ná upp að yfirborði jarðar. Hjá slíkum saltbyngjum hafa fund ist 400 olíulindir. Byrjað er þess vegna á því að leita að slíkum saltbyngjum á mar- arbotni. Það er gert á þann hátt að sprengju er sökt niður á sjáv- arbotn og springur hún eftir á-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.