Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1949, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1949, Blaðsíða 8
28 LESBÓK MORGUNBLADSINS Eggert Brandsson fisksali í Reykjavik var á yngri ár- nm sjómaður á skútu. Einu sinni sem oftar voru þeir að veiðum suður á Sel- vogsbanka. Varð Eggert þá fy: ir því óhappi að missa tóbaksbaukinn sinn út- byrðis. Eitthvað tveimur eða þremur árum seinna var Eggert gangandi á ferð milli Hafnarfjarðar og Reykjavík- ur. Mætti hann þá ókunnugum manni og tóku þeir tal með sjer. Þá spurði hinn ókunni maður hvort hann inætti ekki bjóða Eggert í nefið og dró upp tóbaksbauk. Þekti Eggert gripinn þeg- ar. Þetta var baukurinn, sem hann hafði mist í sjóinn á Selvogsbanka íorð um. Spurði hann nú manninn hvar hann hefði fcngið gripinn, en hann kvað hann kominn úr maga á fiski, sem dreginn var norður á Húnaflóa. Munu hafa liðið nær tvö ár frá því að Eggert misti baukinn og þangað til hann fanst á þennan hátt. Þuriður Hákonardóttir Nokkru eftir miðja 19. öld bjó An- drjes Hákonarson fræðimaður á Hóli í Önundarfirði. Hjá honum var systir hans, er Þuríður hjet og hifði komið til hans á 18. ári, en fram að því hafði hún verið alin upp hjá vandalausu fólki í Arnarfirði. Átti hún þar illa ævi að eigin sögn, og kvaðst engan þann fjandmann ciga, að hún vildi óska honum svipaðrar ævi og sín hafði verið. — Eitt sumar er hún var lítið eitt innan við fermingu, sagðist hún hafa verið höfð fyrir hund. Svo stóð á, að hundapest geisaði veturinn áður, og drápust flestir hundar í sveitinni. — Tóku húsbændur hennar þá það ráð að láta hana fylgja smalanum og var hún send fyrir hverja kind. Þótti henni liundsævin ill, sem vonlegt var. Ein- hverju sinni var það í smalaferðum þessum, að hún hrapaði í íjalii. Braut hún þá i sjer þrjú rif og meiddist citt- hvað meira. (Frá ystu nesjum). Husrað Áður en læknar kojnu þóttist fólk kunna fjölda ráða við ótal meinum. Voru það kölluð „húsráð" á máli sveit- armanna. Mörg þessi húsráð voru bæði handhæg og kostnaðarlítil, svo sem munnvatn áf fastandi maga, sem ótæpt í VESTURÍILUTA írlands heíir nýsköpunin ckki haldið innreið sína cnn. Þeir eru í mörgu á eftir límanuni, bændurnir þar, cn ima þó g!að- ir við sitt. Iljcr á myndinni sjest gamaíl írskur bóndi með reiðskjóta sinn, lítinn asna. Þessir asnar cru seigir, og eru notaðir jöínum hiind- um til rciðar, áburðar og dráttar. En tæplcga mundi bændum hjer a landi falla vcl við þá. I’cir kjósa heldur „jeppana“. vai notað við sinadrætti, æxlum og æða hnúturn. Við hálsbólgu, sem þá var kölluð kverkaskítur, var lugður illcpp- ur úr skó þess sjúka. Þá voru sumir að brugga lyf og smyrsl úr jurtum sam- kvæmt kenningum Eggerts Ólafsson- ar í Búnaðarbálki, og enn aðrir höfðu dálítið hús-apotek. Voru þar uppsölu- meðtil, laxeroJia, grassia, verk og vind- eyðandi dropai , lífsins balsam og plástr ar uf ýmsum legundum. Fyrsta kastiö eftir að hjeraðslæknir var kominn hjer til sögunnar, hcldu menn við sitt gamia lækningakák, svo lengi sem ekki var beinn voði á ferðum. Þá fyrst var lækn is vitjað. (Úr bygðum Borgarfj.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.