Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1949, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1949, Blaðsíða 4
32 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS og með logum nr. 22., 6. okt. 1919 var hæstirjettur stofnaður og sýndi það sig þá fljótt, að uggur 'á. sem jeg minntist á, var ástæðulaus. í fyrstu var starf hæstarjettar ekki ýkja mikið. En málum hefur fjölgað ár frá ári og nú er svo komið, að oft þarf að setja fleiri mál en eitt á hvern rjettardag. Kjör þau, sem rjetturinn hefur átt við að búa hafa ekki verið eins góð og æskilegt hefði verið. Úr húsnæðisskilyrðunum hefur nú verið bætt til langframa. Aðbún- aður dómaranna hefur einnig verið bættur með nýju launalögunum. og lögin um embættisbústað hæsta- rjettardómara eru spor í rjetta átt. En betur má, ef duga skal til þess, að ætíð sje trygging fyrir því, að fjárhagsástæður komi ekki í veg fyrir, að hægt sje að fá bestu menn í hvert sinn í dómarasætin. Jeg nefni þetta ekki vegna þeirra ágætismanna, sem nú skipa rjett- inn, heldur vegna þjóðarinnar sjálfrar, sem er nú að komast til fulls skilnings á því, að æðsta dóms vald ríkisins er öryggisventill þjóð fjelagsins, ef svo mætti að . orði komast. Ef hann bilar — þá er úti um allt frelsi og jafnrjetti í þessu landi. Samstarf rjettarins og mái- færslumanna hefur, að því er jeg best veit, verið ágætt allan þann tíma, sem rjetturinn hefur starfað. Það er þó aðgætandi að hjer á landi geta málfærslumenn ekki fengið þá æfingu í málflutningi, sem starfsbræður þeirra erlendis fá,~ einkum við æðstu rjettina. Þar geta málflutningsmenn snúið sjer eingöngu eða aðallega að flutningi mála og jafnvel einungis vissri teg- und mála. Hjer vill oftast verða, að málflutningsstörfin sjálf verða nokkuð út undan vegna annara starfa málflutningsmannanna, sem krefjæ mést af tíma þeirra og færa mest í' aðra hönd. Það er þó fullur vilji okkar mál- flutningsmannanna, að leggja eins mikla alúð við málflutningsstörf- in sjálf eins og okkur er frekast auðið og þetta nýja hús ætti að geta orðið okkur góð stoð í því efni, því að nú höfum við fengið húsnæði til okkar nota, þar sem við getum haft afdrep til að vinna að málum og haft aðgang að eða komið okkur upp sameiginlegri vinnustofu og bókasafni, sem er ekki á færi neins einstaks mál- færslumanns að eiga. Gæti það orð- ið til þess að við gætum undirbúið málflutning okkar enn betur en áður hefur verið og á þann hátt ljett meira undir með störfum riett arins. Jeg skal nú ekki lengja mál mitt meira. Mjer er ánægja af því að lýsa því yfir sem ákveðinni sann- færingu minni, að hæsti rjettur nýtur fulls trausts, ekki aðeins okkar málfærslumannanna, held- ur og allra þeirra, sem dómbærir eru um verk hans. Auðvitað eru skiftar skoðanir um úrslit ein- stakra mála. Sá, sem tapar hefur venjulega trúað einlæglega á mál- stað sinn. En nær því undantekn- ingarlaust hefur það farið svo fyr- ir mjer, er jeg hef tapað máli, að jeg hef ekki einasta sætt mig við það, heldur sjeð síðar — stundum löngu síðar — að skoðun mín hef- ur verið skökk, en niðurstaða rjettarins rjett. Og það er okkur málfærslu- mönnunum sjerstakt gleðiefni, að rjetturinn hefur fengið þennan bætta aðbúnað nú, því enginn vafi er á því, að hann hefur aldiei ver- ið sterkari hvort sem litið er á lagakunnáttu dómaranna og þekk- ingu þeirra eða mannkosti þeirra. Jeg lýk svo máli mínu með því að óska rjettinum allra heilla í starfi sínu í þessu nýja og veglega húsi og þakka fyrir hönd mál- færslumannanna þeim, sem unnið hafa að því að hrinda þessti bygg- ingarmáli í framkvæmd. Sfaðir, bar sem dómbinq eru háð hafa löng* um verið helgisfaðir bjóðanna Árni Tryggvason dómsforseti: ÞEGAR Hæstirjettur íslands tók til starfa hinn 16. febr. 1920, var honum fengið — örlítið breytt — húsnæði það í hegningarhúsinu hjer í bæ, sem landyfirrjetturinn hafði haft til afnota frá þvi á ár inu 1873. í þeim húsakynnutn, sem best er að hafa sem fæst orð um. hefur dómurinn síðan starfað til þessa. Það húsnæði var þó í upp- hafi aðeins hugsað sem bráðabirgða samastaður handa dóminum, en árin liðu þó hvert af öðru, án þess að fært væri talið að bæta hag Hæstarjettar í þessu efni. Öllum, sem til þekktu var þó ljós nauð- syn þessa, og málinu var hreyft hvað eftir annað, svo sem á Al- þingi árið 1941, er Jónas Jónsson alþingismaður flutti þingsályktun- artillögu um að Hæstarjetti vrði fengið húsnæði í hinni nýju Há- skólabyggingu. Sú tillaga gekk ekki fram og sama er að segja um til- lögu ríkisstjórnar Björns Þórðar- sonar í frumvarpi um dýrtíðarráð- stafanir árið 1943, þar sem ætlast var til, að tekjum af eignaauka- skatti yrði m. a. varið til að reisa hús yfir Hæstarjett. Ekki fekk heldur afgreiðslu þingsályktunar- tillaga Jónasar Jónssonar um þetta efni í byrjun árs 1945, þar sem því var hreyft í fyrsta sinn, að Hæsta- rjetti yrði fengið húsnæði í bygg- ingu við Arnarhvol. . Á 25 ára starfsafmæli Hæsta-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.