Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1949, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1949, Blaðsíða 5
LESBÓK MORG U M BLAÐSIN S 33 rjettar ,árið 1945 -lýsti þáv.erandi dómsmálaráðherra, Finnur Jóns- son, yfir því, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að nota heimild í lögum til að fjölga dómendum Hæstarjett- ar úr þremur í fimm. Jafnframt myndi stjórnin taka til athugunar, á hvern hátt mundi skjótlega hægt að bæta úr húsnæðisleysi Hæsta- rjettar, þannig að viðunandi vrði, og til frambúðar. Þegar til kom, treystist ríkisstjórnin þó ekki til að láta reisa sjerstaka framtíðarbvgg- ingu fyrir dóminn, en aftur á móti var það ráð tekið — og samþykktu dómendur Hæstarjettar þá lausn eftir atvikum — að ætla Hæsta- rjetti „hæfilegt húsnæði fyrst um sinn“ í byggingu þeirri fyrir skrif- stofur ríkisins, sem ákveðið var að reisa við Arnarhvál samkvæmt lögum nr. 59 frá 12. mars 1915. Þeg- ar til framkvæmda kom, var Hæstarjetti þó reist hjer sjerstakt hús miðað við þarfir dómsins, og það hið vandaðasta. — Það eru all- ar líkur til að Hæstirjettur hafi hjer aðsetur um langt árabil, og þótti því rjett að minnast þess sjer- staklega, er liæstirjettur fluttist 1 þetta fyrsta dómhús sitt, enda er það dómendum Hæstarjettar og öll- um þeim, er við hann starfa, fagn- aðarefni, að dóminum hafa nú ver- ið búin viðunandi starfsskilyrði að þessu leyti. Þetta dómhús Hæstarjettar hei- ur nú verið vígt, og næstu daga liefjast hjer venjuleg dómsstörf. Staðir, þar sem dómþing eru háð, hafa löngum verið helgistaðir þjóð anna. Það er viðurkennt, að sjálf- stætt, ohlutdrægt dómsvald er eitt af frmnskilyrðum fyrir heilbrigðu þjóðlífi, til verndar persónulegu og andlegu frelsi einstaklinganna, til þroskunar á manngildi þeirra í skjóli almemis rjettaröryggis. Og virðing fyrir þessu valdi er tví- ir.ælalaust eitt af fremstu ar.dlegu verðmætum hverrar menuingar- Árni Tryggvason dómsforseti. þjóðar. Sú þjóð, sem ber verðskuld- aða virðing fyrir dómstólum sín- um, er vel á vegi stödd, þingstað- ir hennar eru henni helgistaðir. En til þess að svo verði, þurfa þeir, sem hafa hin vandasömu dómsstörf með höndum, i'yrst og fremst að líta á störf sín sem unnin á helgi- stað — gera rnestar kröfur lil sjálfra sin í starfinu. Þetta þarf oss, dómendum Hæsta rjettar og lögmönnum, ávalt að vera Ijóst, og þá ekki síður, er oss hafa, með hinu nýja dómhúsi, verið búin betri starfsskilyrði en áður. Vjer verðum í hverju máli að leggja oss alla fram til að tryggja rjetta úrlausn þess sam- kvæmt landslögum og rjetti En oft er það svo að lögin íylgja ekki nægilega eftir breyttum þjóðarhög- um. Nýjar rjettarhugmyndir skap- ast með nýjum rjettarþörfum. Vjer dómendm' megum aldrei verða steinrunnir þrælar lagabókstafsins. Vjer verðum að gefa anda laganna líf eftir rjettarþörfum tímanna. Vjer verðum því ekki aðeins að fylgjast sem best með í fræðigrein vorri, lögfræðinni, heldur og al- mennt vera vökulir gagnvart öllu því, er gerist í bjóSlífir.u. Vjer þurfum að kynnast því, sem aðrar vísindagreinir, er snerta starf vort, leiða í ljós, og þá ekki síst öllu því, er stuðlar að aukinni mannþekk- ingu vorri, því vjcr verðum oft — eins og segir í fornum ritum, að „dæma örlög manna“. Af þjóðfje- lagslegri nauðsyn verður oft eklvi hjá því komist að beita sverði rjett- lætisins af nokkurri harðneskju, en oftar mættum vjer dómendur þó vera minnugir hinna fögru og spak- legu orða, sem standa í dómakapí- tula Jónsbókar, að í dómsstörfun- ufn er „allmjótt mundangs hófit, cn því mjóra sem þat er, þá cru þeir því sælli sem svá fá hæít þeira fjögurra systra hófi, sem í öllum rjettum dómum eigu at vera, at guði líki en mönnum hæfi. En þat er miskunn ok sannendi, rjett- vísi ok friðsemi“. Það er von mín og ósk, að vjcr sem eigum að starfa í þessu nýja dómhúsi, megum ávallt vera nxinn- ugir þess, hve hlutverk vort er mikilvægt og aö oss auðnist að rækja það svo, að æðsli dómstóll þjóðarinnar njóti ætíð trausts henxrar að verðleikum. Þá mun vel farnast. (Ljósrn. tók Ó. K. M.) Foriu voru eftir. Þegar jeg var drengur var jeg ákaí- lega uppstökkur og bráður og gerði öðrum raivgt til L>æði í orðum og gerð um. Faðir mimi sagði þá, að hann ætlaði að reka nagla ,í dyrastafinn i hvert skifti, sem mjer vrði eitthvað en í hvert skifti, sem jeg bréytti rjett, skyldi liaiui svo draga út eiim xiagla. Naglarnir urðu nokkuð margir og begar jeg sá það koni upp í nijer metnaður að láta þá hverfa. Og þar koiu að lokum, að seinásti naglinn var út dreginn Þá sagði jeg hróðugur við pabbd: „Nu eru atlir naglahsir farn- i ‘( SagOl p-lból Jy6H fóíin eru eftir**. (Hazel Farris).,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.