Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1949, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1949, Blaðsíða 8
U6 LEÖBÓK MORGUNBLAÐSINS liaíði náðst loítskeytasamband við togarana „Ingólf Arnarson1* og „Skúla Magnússon". Heldu þeir þá allir til strandstaðarins að veita bjálp, ef hægt væri. „Ingólfur Amarson“ kom fyrstur auga a skipið í radarsjá sinni. Sigldi hann þá eins nærri og hann þorðþ en svo var veðrið dimt, að hann sá ekki bálið nema við og við. Slysavarnasveitinni á Flateyri hafði verið gert aðvart og sendi hún vjelbátinn „Garðar“ á vett- vang. Veðrið var þá svo vont og óíærð svo mikil, að engin tiltök voru að komast landleiðina út með firðinum. „Garðar'* náði sambandi við „Ingólf Arnarson“ og varð það að ráði, að annar bátur togarans var mannaður, og dró „Garðar“ hann eins nærri „Júní“ og tök voru á. Var tilætlunin sú, að slaka á drátt- artauginni og láta björgunarbátinn reka upp að „Júní“. Þetta hefði ef til vill tekist, ef bjartur dagur hefði verið, en þai' sem nú var stórhríð og náttmyrkur var það ekki liægt, og þvi afráðið að bíða birtu. Skipverjar flýa upp á hvalbak. Það er nú af skipverjum á „Júní“ að segja, að kl. 3 um nóttina höfðu þeir allir hörfað fram á skipið og heldust við í hásetaklefa. Þar var eldur í ofni og leið mönnum sæmi- lega. En þegar fór að falla að seinm Iiluta nætur, gengu brotsjóav á þil- íð undir Jivalbaknum og kom sjór mður um ofnpipuna. svo að eld- urinn dó í ofninum. Nú var ekki hættulaust að hafast við 1 klefan- um, því að hann hlaut að fyllast af sjó, ef þilið brotnaði. Skipstjóri gaf þvi skipun um að allir skyldu fara upp á hvalbak. Hver maður hafði band um sig miðjan og svo bundu memi sig við handriðið á hvalbakn- um bakborðsmegin. Mundi hafa reynst crðugt fyrir cbur.dir.n mann að halda sjer þar, og ^alt hefð: mönnum orðið. En með því að binda sig gátu menn barið sjer til hita. Klukkan var um 6 að morgm þegar aflir voru komnir upp a hvalbak, og þar höfðust þeir við síðan. Nokkru áður hafði hríðinni slot- aö ofurlitið og tókst loftskeyta- manni þá að ná tali af „Ingólíi Arnarsyni“ með ljósmerkjum. Höfðu þeir á Ingólfi þá afráðið að draga korkfleka milli björgunar- bátsins og „Júní“, en ekki var hægt að byrja á þeim björgunartilraun- um fyr en kl. 9 um morguninn, þeg ar iór að birla. Björgunarstarfið hefst. „Júní“ sneri framstafni skphalt að landi. Úthafsaldan, sem koin fyrir Sauðanesið, skall því aftan á lionum og brotnaði stöðugt milli bakborða og lands, en i lögunum braut ekki stjórnborðsmegin Var nú með ráðum að farið. Björgun- arbátur „Ingólfs“ kom með flek- ann eins nærri „Júní“ og þorandi yar, en báturinn var bund- inn við Ingólf með vír, svo að hann lenti ekki of nærri „Júni“ þegar íarið var að draga flekann á milli, og kom í ljós að það liafði verið nauðsynleg varúðarráðstöfun Þessir menn voru á björgunar- bátnum: Loflur Júlíusson I. stýri- maður, Pjetur Guðmundsson 2. stýrimaður, Ólaíur Sigurðsson bátsmaður, Páll Danielsson. Ey- ólfur Þorgilsson, Bjarni Jólianns- son, Ragnar Fransson, Guðmundur Helgason og Guðmundur Pálsson hásetar. Björgunarbatunnn skaut nú lmu að „Júní“, en stormurinn bar lín- una svo langt af leið, að hún fell i sjóinn fyrir framan stefnið. Næsta skot gekk betur. Þá lenti línan ó loftnetinu inilli siglutrjánna. Lifsháski var að na i hana, eu þó gerðust ir.enn til þess, cg bað tokst slysalaust. Nú var flekinn dreginn að skip: inu og gekk það vel, því að marg- ir voru um að draga hann. Skip- stjóri ákvað að ekki skyldu fleiri en tveir fara í fyrstu ferð. Gæti fleiri farið seinna ef það kæmi í ljós að flekinn bæri þá. Hann á- kvað og hverjir skyldu fara fyrst. Var það yngsti maðurinn um borð, Sveinn Ingvarsson háseti, og heilsu tæpasti maðurinn, Ásgeir Kristj- ánsson háseti. Þeir fóru báðir sam- tímis niður á flekann og gekk vel. Var nú flekinn dreginn að björg- unarbátnum sem hraðast og sást þá að hann mundi geta borið fleiri menn. Skamt var milli ólaga og þurfti mikla aðgæslu að sæta rjettu lagi. Næst þegar flekinn kom að skip- inu fór Sigurður Eiríksson 1. vjel- stjóri fyrstur niður á hann. En rjett á eftir kom ólag og hvolfdi flekanum, en Sigurður komst upp á hann aftur og svo var flekinn dreginn að björgunarbátnum. Eitm fer í sjóimi, en nær landi, í þriðja skifti fóru þrir menn a flekann og gekk þá alt vel. í næstu ferðum fóru 4 í hverri og höfðu þá 6 ferðir gengið að ósk- um. í sjöundu ferðinni voru þeir Kristján Þórðarson loftskeytamaö- ur, Ingvar Ingimundarson báls- maður og Kristján Helgason liá- seti. Var þá brim að aukast, en samt gekk þeim vel. 1 áttunda sRifti var aðeins eimi maður kominn nið- ur a flekann, Þórhallur Halldórs- son, en i þvi kom ólag og skolaði honum af flekanum. Þórhallur var vel syndur og fyrir það synti hann að landi og náði landgöngu ómeidd ui', þótt óskiljanlegt sje, í þvilíku brimi sem þar var á grýttri ströhd. Nú voru aðeins fjórir menn eít- u* um borð í „Júní“ og fóru tveir beirra a flekanr. næst, Biörn Jóns- sor. háset: og Agúst ö. Jónsscr. 2. *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.