Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1949, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1949, Blaðsíða 2
46 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. Hvenær fór sjórinn að brjóta Álftanes, og yfirleitt suður- og suð vesturströnd landsins? Um það ma gera skynsamlegar getgátur, en þaö er of fjarri því sem þessari grein er ætlað, sem er eingöngu um Álfta nes, og því sleppt að sinni. Af jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, er þeir tóku sam- an fyrir nær hálfri þriðju öld. ma sjá, að sjór brýtur þá margar jarð- ir á Álftanesi. Hafa sumir viljað ætla, að landbrot, sem þar er talað um, af völdum sjávar, væri aðal- lega barlómur fátæks almennings, sem óttaðist að þessi nýbreytni, að skrifa upp kosti bújarða, væri fyr- irboði nýrra skatta eða álagna. En að svo er ekki, má meðal annars sjá á því, að í lýsingu Gullbringu- og Kjósarsýslu, er Skúli Magnús- son fógeti ritaði um 80 árum síðar (1784), segir svo, að tún á Álfta- nesi hafi þá á undanförnum árum minkað verulega af sjávargangi. Ennfremur segir sjera Árni Helga- son í sóknarlýsingu sinni, um 60 árum á eftir Skúla, að á Álftanesi sje sjórinn smátt og smátt og þoka sjer á landið, og nuddi af túnum og bökkum meira eða minna á hverju ári, og að allar jarðir, sem tún eigi að sjó, verði að kalla árlega fvrir skemdum á þeim, af sjávaigangi. Loks er að geta þess, að enn á vor- um dögum er sjórinn allaf að þoka sjer nær nesinu, sumpart á sömu stöðum og getið er um í Jarðabók, en að öðru leyti á næstu grösuni. En snúum okkur nú að því. et- Jarðabók segír utn Álftanes 1703. Mölshús: sjávargangur grandar tún inu á tvo vegu. Skógtjörn: sjórinn brýtur engi, og fer það ár eftir ár í vöxt. Brekka: sjór spillir túninu og gerir usla á hjáleigunni Sval- barðt Deild: sjávargangur þar svo líiikill, að v&tíh ér óhaett iiióunum t í C-Vi ^ f-TÍr* - fonfl rjC ftyfi þrisvar orðiö aö "flýja bæitin (er síðar mun hafa verið fluttur). Kasthús: sjórinn skemmir. Breiða- bólsstaður: sjórinn brýtur af land- inu. Akrakot: túnskemdir af sjó. Bessastaðir: Lambhúsatjörn, sem gengur úr Skerjafirði, brýtur land- ið að sunnanverðu, en flæðiskurðir úr Bessastaðatjörn brjóta hag- lendið að norðan. 3. Til útsuðurs frá Álftanesl geng- ur lítill skagi, og er það alt sem eftir er af jörðinni Hlið, sem áð- ur var víðlend og blómleg. En nu er hún ekki nema 4 til 5 hundruð stikur á lengd, og 2—3 hundruð stikur þar sem hún er breiðust. Um Hlið segir Jarðabók að tún brjóti þar sífelt meir af sjávar- gangi, og að hið sama sje að segja um hjáleigur jarðarinnar. En þeg- ar Jarðabók er rituð (1703), gekk nes eitt til vesturs eða suðvéstur frá Hliði, og hjet það Melshöfði. Voru þar þrjú hús og áttu þrenn lijón þar heima, alls 11 manns. Þarna voru líka sjóbúðir Bessa- staðamanna, og höfðust við þarna stundum 30 vermenn er rjeru á kon ungsútvegi, því of langt þótti aö 'róa frá Bessastöðum, (innan úr Skerjafirði og kringum Álftanes). Melshöfði er nú gersamlega horf- inn í sæ, en á herforingjaráðs-landa brjeíinu, er gerl var eftir mæling- um er gerðar voru 1908, er sýndur mjór tangi, er gekk til suðurs, og framundan lionuni, nokkuð til vest ms, liólmi. Voru tanginn og liólm- inn að samanlögðu mihst 300 stik- ur, og liafa ef lil vill veriö siðustu leifar af austurbrún Melshöfða. Tanginn og hólnrinn eru nú horí- in, en eru þó sýnd enn á nýjustu landabrjeíum. Björn í Grafarholti (sjá Náttúru fræðinginn 1947 bls. 68), íiefur eft- n Ólafi i Gestliúsum, sem nú er 11 jz-r f-ri v r»se.> t’htrti mannsoldrum hafi langafi hans, Jörundur á Hliði, gefið hreppnum landsskika, er var tveggja kúa gras. Mikill hluti þessa lands er nú brot- inn af og horfinn í sæ. Laug var í fjörunni austur af Hliði, og lýsir sjera Árni Hclgason henni þannig, fyrir hundrað árum, að hún sje í skeri, er verði þurt um stórstraumsfjöru og sjáist þá reykurinn úr henni. Kunnugir menn á Álftanesi segja, að ekki hafi fjarað svo langt út í 30 til 40 ár, því ekki hafi reykur sjest úr lauginni í meira en mannsaldur, og muni hún komin undir sjó fyrir Jullt og allt. Jörðin Bakkakot, er upprunalega var sjóbúð, en fyrst bygð nálægt 1660, var farin að skemmast af sjáv argangi 1703. Um 1890 var Bakka- kotsbærinn ekki nema 6—8 stikur frá sjávarbakkanum, (Björn í Graf- arholti), en 25—30 árum síðar var túnið, er hafði gefið af sjer 25—30 hesta alt komið í sand og möl, er sjórinn liafði kastað upp. Og sama var um mikinn hluta af engjun- um að segja. Tvær djúpar tjarnir, cr þarna voru, hafði einnig fylt, og voi'u horfnar undir möl og sand. Kálgarður var ofan við bæinn. en nú fellur sjór í hverju stórstraums- flóði yfir þar, sem bærinn og kál- garðurinn voru. Á síðastliðnum þrem árum liefur tekið þarna frutn an af ströndinni 20 lil 30 stika breiða ræmú og mcst þar, sém Bakkakot var áður. Önnur jörð, sem hörfin er, er Báruseyri, sem \ ar norðan á nés- rnu, nálægt Akrakoti Segir Jarða- bók (1703), að tún brjóti sjór þar á tvp vegu. En sjera Árni Heíga- son segir (1840) að bæjarhúsin hafi tvjvegis verið færð frá sjó. og fóðri jörð þessi (Báruseyri) nú aö- eins eina kú, en hafi áður verið 24 hundraða jörð. Geta má þess hjer, að bæjarhus margra jarða á Alf+arttioí tiaf a r criA flnff oio, sym oft, en sum langt, t. d. Svið-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.