Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1949, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1949, Side 4
43 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS upp, og gerðu að öskrandi vatns- falli. Lækur, sem vex svo, að hraði hans vex um helming, eykst 64 falt máttur, og sá sem þrefaldast hraði, eykur mátt til þess að flytja með sjer grjót 729 sinnum eða þetta segja þeir, sem bækurnar rita. En þessa er getið hjer, svo menn renni frekar grun í hvað afl bárunnar margfaldast við stærðina, og aó það eru stórviðrin, sem brjóta (en skýrslur um afl öldunnar eru ekki viðlátnar, þegar þessi grein er rit- uð). En að öllu þessu athuguðu verð- ur að álykta, að sjór sje «nnað- hvort, svona alment, að hækka, eða Suðurland að síga. Væri sjór hins- vegar að hækka hjer, myndi hann gera það líka við Norðurland, nema það hækkaði örar. Nú er Norður- land reyndar að hækka, en ef sjór- inn væri að hækka, yrði það að vera mjög ört, og hlytu menn fyr- ir löngu að hafa orðið varir við bað erlendis, í löndum sem að sjo liggja. Ekki þekkja menn aðra or- sök til þess að sjórinn geti uukist, en að jöklar bráðnuðu. Nú er reyndar vitað, að þeir eru að bráðna og gert ráð fyrir því að sjórinn sje heldur að aukast. en það hlýtur að vera afskaplega litið á ári. Því þó jöklarnir hylji stór svæði, er það ekki stórt miðað við allan flöt sjávarins. Talið er að helstu jökulsvæði jarðarinnar sjeu sem hjer segir: Grænland 18 íslandsstærðir. Suðurheimsskautslandið 135 fs- landsstærðir. En allir aðrir jöklar samtals ó íslandsstærðir. Það sýnist nokkuð mikið að allir jöklar jarðarinnar skuli vera 158 sinnum stærri að flatarmáli en ís- land, en þegar athugað er að þacv þarf 3610 íslandsstærðir til þess að þekja allan sjóinn, sjáum við að jökulssvæðin eru ekki stór miðuð við hanrveða aðeins 1/23 hluti hans. Það getur því ekki verið mikið, sem sjórinn hækkar á ári og hafa ýmsir jarðfræðingar spreitt sig á að gera áætlun um það. Ekki ber þeim öllum saman, en hinsvegar munar ekki miklu. Einn þessara jarðfræðinga er íslenskur, dr. Sig- urður Þórarinsson, og gerir hann ráð fyrir að jöklabráðnunin á allri jörðinni valdi sjávarhækkun er nemi 0.3 til 0.5 millimetra á ári, þ. e. 5 em. s öld, ef hærri talan er tekin. En sjávarmálsbreytingin hjer við Álftanes (og Reykjavík) nemur varla minna 100 til 150 cm. á öld, með sama hraða og nú. eftir því sem sá er þetta ritar þvkist mega álykta af athugunum, sínum, (sem reyndar eru hvorki nógu full komnar, nje ná yfir nógu mörg ár). En áður en við ljúkum grein- inni, skulum við snúa okkur sem snöggvast aftur að Álftanesi Þar vestanvert, ekki langt frá landi. eru tvö sker, sem nú eru venjulega nefnd Hrakhólmar, en hjetu áður Sviðholtshólmi og Eyvindaistaða- hólmi, eftir bæjunum, sem áttu nytjar þessara skerja, þegar þetta voru grasi grónir hólmar. En eftir sögu kunnugra manna eru 2 til 3 mannsaldrar síðan gras hvarf það- an með öllu. Saga þessara hólma er hin sama og margra annara hjer við Faxaflóa, þar á meðal Hólm- anna svonefndu vestan við Örfiris- ey. Þeir hafa verið grasi grónir þegar þeir fengu hólma nafnið, en eru nú orðnir að skerjum, af því þeir hafa sigið, eins og landið Eft- irtektarvert er, að hjer við Faxa- flóa, þar sem landið er að síga, er þó nokkuð af þessum skerjum, sem heita hólmar. En við Breiða- fjörð norðanverðan, þar sem land er að rísa, eru þeir ekki til; en þar eru hinsvegar til boðar, sem koma upp úr um fjöru. Á nokkrum stöðum á Álítanesi flæðir upp á gras. Er það í sam- ræmi við, að það flæðir á tveim stöðum í stórstreymi upp á túnið á Gróttu — sígur gegnuni malar- kambinn, og er þetta farið að skemma gróðurinn. En ekki hefði verið hægt að rækta tún þarna, ef sjór hefði flætt þarna upp þegar það var gert. Er þetta einn óræki votturinn þess, að landið hefur sígið. Að öllu þessu athuguðu verður að álykta: Álftanes er að síga, Reykjavík er að síga, og alt suð- ur- og suð-vesturland sígur, en ekki alt jafn hratt. Hinsvegar er norð- vesturhluti landsins, Norðurland og Austfirðir yfirleitt að hækka. ^ ^ ^ ^ ÞEGAR brynreiðaher Pattons hers höfðingja ruddist inn í Þýskaland vorið 1945, fann hann í saltnámu skamt frá Merkers stórt listaverka- safn. Það hafði verið flutt þangað frá Berlín til þess að bjarga þvi. í þessu listaverkasafni voru meðal annars 200 málverk úr Keiser Friedrich Museum og úr National- galeri. Máttu þau heita óskemd. Listaverk þessi voru flutt vestur um haf til geymslu í National Gallery of Art í Washington, þang- að til hægt væri að skila þeim aftur. í fyrravor var haldin sýning a þessum listaverkum og streymdi fólk þangað hrönnum saman. — Komu þá upp óskir um, að inynd- irnar yrði sýndar í fleiri borgum, og er nú verið að því. Það sem inn kemur í aðgangseyri, er sent til Þýskalands, til þess að hjálpa börn um á hernámssvæði Bandaríkj- anna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.