Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1949, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1949, Blaðsíða 6
M LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. Hver maður á rjett til þess að krefjast og fá vernd í öðru landi, gegn ofsóknum. Þetta nær þó ekki til þeirra, sem ekki eru ofsóttir fyr- ir skoðanir sínar, heldur leitað vegna afbrota eða verknaðar. sem fer í bág við stefnu og grundvall- aratriði Sameinuðu þjóðanna. 15. Hver maður er borinn til borg ararjettar. Eigi má svifta mann borgararjetti eftir geðþótta. nje neita manni, um rjett til að skifta um þjóðerni. 16. Allir karlar og konur. sem eru fullveðja, hafa rjett á að gift- ast og auka kyn sitt, án tillits til kynstofns, þjóðernis eða trúar- bragða. Þeir hafa jafnan rjett til að ganga í hjónaband, í hiónaband inu og við slit þess. Hjónaband má ekki stofna nema með friálsum vilja beggja. Fjölskylda er hinn eðlilegi hyrningarsteinn þjóðf je- lagsins og á því heimtingu á vernd þjóðar og stjórnar. 17. Hver maður hefir rjett til að safna eignum einn, eða í fjelagi við aðra. Eigi má eftir geðþótta svifta neinn mann eignum sínum. 18. Hver maður hefír hugsana- frelsi, samviskufrelsi og trúar- bragðafrelsi. Þessi rjettur nær til þess að mega skifta um trú og mega óhindrað, einn eða ásamt öðr- um, opinberlega eða manna á milli, birta trú sína með kenslu, guðs- dýrkun og helgihöldum. 19. Hver maður hefir hugsana- frelsi og málfrelsi. Þessi rjettur nær til þoss ao mega óhindrað láta í l.jós skoðanir sínar, leita 'annara skoðana og birta skoðanir sínar á hvern þann hátt sem hann vill, í hvaða landi sem ei. 20. Allir hafa rjett til friðssm- legra fundahalda og fjelagsstofn- unar. En engan má neyða til bess að vera í einhverju fjelagi. 21. Hver maður hefir rptt til að taka þátt í stjórn lands síns, annað hvort beinlínis eða með þvi að kjósa fulltrúa af frjálsum vilja. Allir hafa jafnan rjett til opin- berra embætta í sínu landi. Vilji þjóðarinnar er hornsteinn ríkis- valdsins. Þessi vilji skal koma í Ijós með almennum kosningarjetti og leynilegum kosningum eða sam- svarandi frjálsri kosningaaðferð. 22. Hver maður á kröfu til fje- lagslegs öryggis, sem borgari í þjóð fjelaginu, og á heimtingu á að hin fjárhagslegu, fjelagsmálalegu og menningarlegu rjettindi, sem virð ingu hvers manns og sjálfsþroska eru nauðsynleg, sje trygð af rík- isvaldinu og alþjóða samvinnu í samræmi við skipulag og getu hvers ríkis. 23. Allir eiga rjett á að vinna, að velja sjer starf, njóta sanngjarnra og hagkvæmra vinnuskilyrða, og vera verndaðir gegn atvinnuleysi. Allir hafa, án undantekningar, rjett til jafnra launa fyrir sömu störf. Hver sem vinnur, á heimtingu á því að honum sje goldið svo rjett- látlega að hann og fjölskylda hans geti lifað mannsæmandi lífi, og ef þess gerist þörf, að þá sje honum þetta tryggt með alþjóðar trvgg- ingarráðstöfunum. Hver maður heí ir rjett til að stofna eða gan^a í fjelagsskap til verndar ha^smun- um sínum. 24. Hver maður á heimtingu a hvíld og frítíma, þar á meðal að vinnutími sje skynsamlega tak- markaður, og rec;lubundin frí með fullu kaupi. 25. Hver maður á kröfu 1 í 1 þess að lifa svo sómasamlega að hon- um og fjölskyldu hans líði vel og heilbrigði þeirra sje trygt. Þar til telst að þau hafi föt og fæði, hús- næði og læknishjálp, rjett til styrks í atvinnuleysi, veikindum, örorku, elli, eða svift fyrirvinnu, cða ef menn geta ekki sjálfir sjeð sjer farborða af öðrum ást.æðum, sem þeir eiga ekki sök á. Mæður og börn eiga sjerstaka heimtingu á umhyggjusemi og hjálp. ÖIl börn, hvort það eru hjónabandsbörn eða laungetin, eiga jafnan rjett á vernd þjóðfjelagsins. 26. Hver maður hefir rjett á að auka þekkingu sína. Kensla skal vera ókeypis, að minsta kosti 'í lægri skólum. Öll börn skulu vera skólaskyld. Greitt skal fyrir öllum að stunda sjernám eða tækninám, og allir skulu hafa jafnan rjett til æðri mentunar eftir hæfileikum sínum. Kensla skal miðast við það að meðfæddar gáfur geti notið sín og nemöndum aukist virðing fvrir mannrjettindum, undirstöðuatrið- um frjálsræðis. Kenslan á að stuðla að skilningi, umburðarlyndi og vin fengi meðal allra þjóða og þjóð- flokka og trúarflokka, og hiin á að styðja viðleitni Sameinuðu þjóð- anna að vernda friðinn. — For- eldrar hafa forrjettindi til að á- kveða hvað nám börn þeirm skulu stunda. 27. Hver maður er frjáls að taka þátt í menningarlífi, listiðkunum og kynnast framþróun og gagnscmi vís indanna. Hverjum manni sje trygð ir þeir hagsmunir, sem hann getur haft af þeim afrekum í vísindum. bókmentum og listum. sem hann er höfundur að. 28. Hver maður á heimtingu á þjóðfjelagslegu og alþjóðlegu ör- yggi svo að til fulls fái notið sín það frelsi og þau rjettindi, sem talin eru í þessari skrá. 29. Hver maður hefir skyldur viö þjóðfjelagið, sem eitt getur vernd- að frelsi og framtak einstaklings- ins. Til þess að njóta fulls frelsis og rjettinda undirgengst einstak- lingurinn ekki aðrar skyldur en þær, sem lögin ákveða með tilliti þess, að virt sje rjettindi og frelsi annara, og með tilliti þess að gætt sje siðgæðis, almannafriðar og al- menningsheillar eftir því sem kraf- ist er í lýðfrjálsu þjóðfjelagi. — Þau rjettindi sem hjer er talað um,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.