Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1949, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1949, Blaðsíða 10
54 LESBÖK MORGUNBLADSINS förum okki að fá lungnakrabba cins og aðrar menningarþjóðir, sem reykja mikið af sígarettum og get- um við búist við að lungnakrabbi fari miög að aukast þegar kemur fram vfir 1960. Jpg nefni þetta sem dæmi þess, að vi ð getum e. t. v. lagt til ein- hvQT-"i skerf um vandamál sem enn er óleyst, eins og hin gífur- lega aukning á lungnakrabba víðs- vegur um heim, en lungnakrabbi var áður með sjaldgæfustu sjúk- dómum, en er nú bæði í Englandi og Ameríku orðinn svo algengur, að hann gengur næst á eftir maga- krabba. Hjer hjá okkur er magakrabbinn langsamlega algengastur. Af 298 krabbameinum, sem fundist hafa við krufningar, voru 109 í maga, eða rúmur þriðjungur. Næst á eftir kóma aðrir hlutar meltingarfær- anna, garnir með 34 og yjelinda með 21, svo að segja má að helm- ingur allra krabbameina hjer á landi sje í meltingarfærunum. En einmitt á þessum stöðum er erfiðast að þekkja krabbameinið og hættast við að sjúklingarnir komi seint til læknis. Ef aftur á móti næst til æxlisins í tíma er í flestum tilfellum hægt að nema það í burtu með góðum árangri. Verkefni fjelagsins. Þetta á að vera höfuðverkefrii þessa fjelagsskapar, að brýna fyrir almenningi að krabbamein sje ekki ólæknandi sjúkdómur, heldur oft- ast nær læknanlegt, ef til þess næst í tíma, og breiða út þá þekk- ingu, sem nauðsynleg er almenn- ingi til þess að átta sig á að um byrjandi krabbamein geti verið að ræða. Sú fræðsla þarf að framkvremast einarðlega og þó með gát, án þess að valda óþarfri hræðslu, sem rek- ur fjölda heilbrigðra manna og kvenna til læknanna að ástæðu- lausu. Óþarfi er að fjölyrða um hve æskilegt er að bjarga fólkinu fra krabbameininu. Þótt sjúkdómur- inn sje oft sársaukalaus í byrjun vill hann verða kvalafullur með tímanum og líða margir sjúkling- ar mikið áður en þeir deyja Þótt krabbamein sje ekki sjúk- dómur hinna ungu, heldur full- orðna fólksins, er ekki síður ástæða til að berjast gegn honum vegna þess. Svo mikill tími fer nú hjá mörgum til að afla sjer þekking- ar og reynslu á ýmsum sviðum, að margir menn eru fyrst farnir að neyta sín til fulls fyrir þjóðfjelag- ið þegar þeir eru um fertugt. Fimmtugs- og sextugsaldurinn eru verðmætustu ár margra verðmæt- ustu mannanna og það er mikill skaði að missa góða menn og kon- ur einmitt á þeim aldri, sem þjóð- fjelagið þarf reynslu þeirra mest með. Undirbúningsnefndin hefir aflað sjer gagna um fyrirkomulag sams- konar fjelagsskapar í Bar.daríkj- unum, og von er á samskonar gögn- um frá Danmörku, og er hægara að skipuleggja fjelagsskapinn með hliðsjón af þeim upplýsingum Það verður verk hins endanlega stofn- fundar að sníða fjelaginu stakkinn og skal ekki farið út í nein fyrir- komulagsatriði að sinni, heldur að- eins bent á hvernig slíkt fjelag gæti látið gott af sjer leiðe í bar- áttunni við þann sjúkdóm, sem nú má telja skæðastan fullorðnum mönnum og konum. Jeg vil taka það fram, að við væntum okkur mikils af konun- um í þessari baráttu. Þær hafa sýnt hve mikils virði atfylgi þeirra er í líknar- og mannúðarmálum, verið frumkvöðlar þess ai'; Lands- spítalinn komst upp og átt megin- þátt í því að gera Slysavarnafje- lagið að öflugum fjelagsskap. Fer vel á því að konurnar sjeu vernd- arar lífsins þegar mennirnir ber- ast á banaspjótum og nota hug- vit sitt til tortímingar sjálfum sjer. Þessi fyrirhugaði fjelagsskapur á ekki að bjóða meðlimum sínum nein hlunnindi, heldur aðeins að gefa mönnum kost á að leggja nokk uð af mörkum til að vernda líf og heilsu meðborgara sinna, hvort sem þeir eru meðlimir fjelagsins eða ekki. ^ 4/ ^ Ci/ ^ - Molar - Fyrir nokkrum árum fekk einhver stærsti kaupmaðurinn í New York leikhússtjórann Jay B. Iden til þess að kenna afgreiðslufólki sínu að brosa. Fólkinu þótti þetta hart, það þóttist svo sem kunna að brosa. En Mr. Iden gat sanníaert það um hið gagnstæða. Þegar maður brosir, þá brosir maður ekki aðeins með vörunum, heldur einn ig með augunum, sagði hann. Þið skrumskælið munninn, en augun eru ísköld. — Og svo fór hann að kenna þeim og sú kensla stóð í hálfan mán- uð. En á eftir brá svo vð að salan i versluninni jókst um 15%. -----o----- Margar verksmiðjur hafa tekið upp þann sið að hafa útvarpstæki í vinnu- stofum. Þykir það gefast vel. Menn eyða ekki tíma og tefja hver fyrir öðrum á meðan þeir hlusta á útvarp. Og það er sagt að þeir vinni betur en ella þegar útvarpið er í gangi. En í vindlaverksmiðjunum í Havana er hafður annar háttur á. Þar. eru haldn- ir fyrirlestrar í vinnutímanum. Það eru verkamenn sjálfir, sem hafa fund- ið upp á þessu og þeir borga fyrir- lcsurunum kaup. í þessum verksmiðj- um er ákvæðisvinna, kaupið miðast við það hvað menn vefja marga vindla á dag. Og menn hafa orðið iðnari og af- kastameiri síðan farið var að halda fyrirlestrana, og jafnframt fræðast þeir um hitt og annað. Skyldi sá siður, að lesa upphátt á kvöldin í sveitum hjer á landi, eigi hafa stafað að nokkru leyti af því, að bændur fundu að fólk- ið vann betur þegar lesið var?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.