Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1949, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1949, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS M,*4 55 SAN MARINO EINU sinni var fátækur steinhöggv ari í Dalmatiu. Hann hjet Marinus. Hann var með þeim fyrstu þar sem tóku kristna trú. En honum nægði það ekki að vera kristinn. Hann vildi útbreiða fagnaðarerindið meðal landa sinna. En Dalmatíu- búar kærðu sig ekkert um það. Ofsóknir hófust gegn hinum kristnu mönnum, og Marinus'varð að flýa land. Hann fór yfir Adriahafið og gekk á land í Rimini. Þar var verið að gera höfn og hann fekk þegar at- vinnu. En samviska hans bauð honum að kunngera fagnaðarboð- skapinn meðal samverkamanna sinna. Það líkaði yfirvöldunum ekki. Hann var ákærður fyrir að eggja til uppreistar. Þá flýði hann þaðan og upp í snarbratt fjall. Það var kallað Jötunheimar. Einn af vinum hans, sem Leo hjet, vildi ekki skilja við hann. Og þeir bygðu sjer kofa hátt uppi í fjallinu þar sem enginn gat komið þeim að óvörum og þar sem þannig hagaði til að þeir gátu forðað sjer á flótta eftir hættulegum einstíg- um, ef ófrið bar að höndum. En niðri í Rimini hafði hin nýa trú, er Marinus boðaði, gagntekið hug og hjarta ýmissa manna og kvenna. Þau söknuðu kenniföður síns og þau tóku það ráð að fara á eftir honum. Safnaðist þarna brátt saman allálitlegur hópur. Þeir bygðu sjer kofa í grend við kofa Marinusar og þeir hlýddu á kenn- ingar hans um það, að allir væru jafnir fyrir guði og ætti að breyta við aðra eins og þeir vildu að aðrir breyttu við sig. Þarna uppi á fjallinu myndaðist brátt dálítill kristinn söfnuður. — Hann varð ekki fyrir neinum of- sóknum, því að höfðingjarnir litu svo á, að þarna gæti hann engum mein gert og af honum stafaði eng- in hætta. Landið þarna umhverfis og fjall- ið átti kona nokkur. Hún var hlynt hinni kristnu trú, og hún gaf Mar- inusi og söfnuði hans fjallið og sagði að söfnuðurinn mætti eiga það um aldur og ævi. Þar með var hið frjálsa ríki San Marino, stofnað, og það er frjálst enn í dag. Það er svo lítið, að á venjulegum landabrjefum er ekki hægt að sýna það. En á góðu landa- brjefi af Ítalíu má sjá örlítinn blett með öðrum lit, skamt frá strönd Adríahafsins. Það er lýðveldið San Marino. Þegar Marinus lá banaleguna gaf hann söfnuði sínum þetta heilræði: „Gerið engum órjett, en þolið held- ur ekki að aðrir beiti yður órjetti. Ágirnist ekki meira land, en varð- veitið frelsið.“ Löngu seinna fór kristin. trú sig- urför um alla Ítalíu. Páfinn settist á veldisstól í Rómaborg. Og þá var minst afreks steinhöggvarans frá Dalmatíu, og páfinn veitti honum látnum þá æðstu viðurkenningu, sem hann getur veitt. Hann tók Marinus í helgra manna tölu, og upp frá þeim degi hefur ríki hans verið nefnt San Marino. íbúarnir í San Marino reistu sjer kirkju upp á fjallinu. Og þeir reistu þrjá kastala, sinn á hverjum fjalls- tindi til þess að verjast óvinum. En til þess kom ekki. Enginn hafði ágirnd á þessu hrjóstuga og litla fjallsríki. íbúarnir gerðu engum mein. Þeir lifðu við fátækt og ljetu hverjum degi nægja sína þjáningu. Þeir settu sjer stjórnarskrá þrjú hundruð árum áður en ísland bygð ist og hún er að miklu leyti í gildi enn. Og um sama leyti og kristnin kom til íslands hlóðu þeir háan $< * M * ItK O Fjallið mcð borginni og vígturnunum þrcmur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.