Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1949, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1949, Blaðsíða 1
T^ Mh 7. tölublað. JMirogniiMatotft Sunnudaginn 20. febrúar 1949. XXIV. árgangur. Frönsk kynni á fyrri öld. L FRAKKAR VILJA STOFNA FISKI- MANNANÝLENDUR I DÝRAFIRDI MEÐAN einokunarverslun var hjer á landi, fylgdi danska stiórnin ávalt þeirri reglu, að láta þá. sem verslunina höfðu tekið á leigu, hvort sem það voru einstaklingar eða verslunarfjelög, hafa fiskveið- arnar við ísland í sínum höndum. Þegar verslunin var gefin frjáls við alla þegna Danakonungs 1786, var þeim einnig áskilinn rjettur til fiskveiðanna, en öllum útlending- um bannað að fiska í landhelgi. Þessi ákvæði voru ítrekuð í til- skipun 13. júní árið eftir og er þar meðal annars komist svo að orði að „það skuli harðlega vera bannað skipum allra útlendra þjóða, nema í nauðsyn, að sigla inn á firði, víkur og hafnir landsins, þar eð þau ella verði gerð upptæk, og megi engir utanríkismenn dirfast að fiska und ir landinu, eða verka fisk sinn, ann að hvort á landi eða á þeim eyum og skerjum, sem hjá landinu liggja". Með tilskipun 11. september 1816, sem leyfði utanríkismönnum með vissum skilyrðum að versla hjer a landi, var engin breyting gerð á þeim ákvörðunum, og eigi heldur í lögunum 1854 um verslun á ís- ÞETTA mun hafa verið ástæðan til þess, að B. Demas, skipherra á franska herskipinu „la Bayonn- aise" og „yfirmaður hinna frönsku skipa er liggja undir íslandi" sendi Alþingi 1855 erindi um það, að Frakkar fengi leyfi til þess að stofna nokkurs konar nýlendu í Dýrafirði, fiskverkunarstöð, þar landi, sem þó heimiluðu útlendum fiskimönnum að fara inn á sjerstak- ar hafnir og kaupa þar nauðsynjar sínar, en bönnuðu að utanríkis- menn mætti reisa skúra, tjöld eða byggingar á landi. En með þeim Iögum var útlend- ingum leyft að setjast hjer að og reka verslun og fiskveiðar og vinna sjer borgararjett hjer á landi. að giska 400—500 sem yrðu manns, í þessari umsókn segir fyrst frá því að Iangt sje síðan að kaupmenn í Dunkerque í Frakklandi hafi farið að hugsa um að koma á fót þ-ess konar stofnun á íslandi. „En með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.