Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1949, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1949, Blaðsíða 6
82 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Samskonar fornar malarmvndan- ir hefi jeg fundið á Melrakka- sljettu, við Hornafjörð og víðar og alstaðar nema á Húnaflóasvæðinu, sem áður getur, hafa þær sömu hæð og nútímamyndanir. Þar skakkar í hæsta lagi 1 metra eða svo, því að það liggur í eðli máls- ins að nákvæmari hæðarsaman- burð er ekki með neinni vissu hægt að gera. Nú skal jeg geta annars sem segir til um stöðu sjávarins. en bað eru sljettir stallar, sem frostspreng ing við bárulitla voga mótar í fast berg strandarinnar. Einhvern tíma eftir ísöld en fyr- ir landnámstíð rann Gálgahraun í sjó fram við botn Skerjafjarðar. í hraunið hefur mótast mjög skýr og breiður stallur af þessu lagi. En yngri sem eldri hlutar hans mega heita jafnháir og í heild hef- ur stallurinn sem næst þá hæð yfir sjó, sem ætla má að sje eðlileg hæð, þegar athugað er hvernig hann verður til. Þykkur jarðvegur hvílir á hlut- um stallsins. Nákvæmlega verður ekki sagt um aldur jarðvegsins, en ætla verður að hann sje nokkrar þúsundir ára. Þetta ber því enn að sama brunni or» malarmyndanirn- ar: Landið st idur jafnhátt yfir sjó og fyrir þúsundum ára. Samskonar stallar á Molrakka- sljettu leiða til sömu ályktunar Nú eru hinar fornu myndanir trauðla allar jafn gamlar og virð- ist því mega álykta, að á vissu fornu tímabili eftir ísöld hafi land- ið staðið jafnhátt og í dag. Þeir sem halda fram landsigi á vorum dögum gætu sagt, að hugs- anlegt væri, að eftir þetta forna tímabil hefði landið fyrst risið og síðan sigið aftur og nú standi ein- mitt þannig á, að sömu stellingu sje náð og í byrjun. Já, það mætti meira að segja halda því fram, að þessi hreyfing upp og niður hefði endurtekið sig 1000 sinnum. En mjer er ekki kunn ugt um neitt, er gefi hina veikustu bendingu um, að slíkar sveiflur hafi átt sjer stað. Eins og þekk- ingu okkar er nú varið er ekki hægt að leggja eðlilegri skilning í niðurstöðurnar en þann, að land'ð hafi yfirleitt, og sjer í lagi Álfta- nes og Seltjarnarnes, staðið óhagg að síðari áraþúsundir. En á sama hátt og Húnaflói hafði nokkra sjerstöðu í þessu efni, væri hugsanlegt, að nákvæm rannsókn yngri malarkamba í sem ílesfum landshlutum leiddi til fleiri undan- tekninga. Sjerstaklega dettur mjer í hug hið unga byltineasvæði Reykjanesskaginn og vil því ekki fortaka, að það kunni að vera rjett, sem haldið hefur verið fram, að við Grindavík sje um nýlegt land- sig að ræða. Verulegra nýunga í þessu máli virðist helst að vænta,. af ítarlegri rannsókn malarmynd- ana frá síðustu áraþúsundum, ekki síst ef takast mætti með jarðvegs- rannsóknum að ákveða allnákvæm- lega aldur þeirra. Það er náttúrlega mjög freist- andi að leita að sögulegum heim- ildum er gefið geti upplýsingar um gang málanna frá því land bygðist og jeg hefi athugað margt af þ\í sem vænlegast þótti í þessu sam- bandi. En jafnan hefi jeg komist að þeirri niðurstöðu, að sögulegu gögnin sjeu of ónákvæm til þess að af þeim verði dregnar öruggar ályktanir og sjerstaklega á það við um heimildir frá síðari öldum vegna þess að þá er tímabilið fram til nútímans orðið of stutt. Öruggustu heimildirnar er vafa- laust að finna í strandmyndunum síðari tíma. V CU ^ ^ GUÐ MUN EKKI líta á það hvað þú hefir fengið mörg heiðursmerki, nafnbætur eða frama, heldur hvað þú hefir gert. ♦—----------------------------- Barnahjal Sigga var ekki nema fjögurra ára. Þetta var um sumar og hún heimtaði að fá að ganga herfætt úti. Pabbi aftók það. „Hún Stína fær að ganga ber- fætt“, sagði Sigga. „Heldurðu að þú þuríir að herma allt eftir henni Stinu?“ sagði pabbi. „Ef Stína steypti sjer í tjörnina — mundir þú þá gera það líka?“ „Nei“. „Og ef Stína berði sig í framan, heldurðu að þú mundir gera'það líka?“ „Nei“. „Hvers vegna viltu þá herma það eftir henni að ganga berfætt?“ 1 þessu kom Stína berfætt og Sigga rauk í hana og sagðr „Stína, langar þig ekki til þess að steypa þjer í tjörnina?“ „Nei“. „En langar þig til þess að berja þig í framan?“ „Nei". „Hvers vegna gengurðu þá ber- fætt?“ ★ Þrjú systkin og kenslukona þeirra fóru einu sinni skemtiferð á hjólum. En kenslukonan var ó- vön' á hjóli og í brekku nokkurri missti hún vald á hjólinu, steypt- ist af því og rotaðist. Nú vildi svo vel til að bíl bar þar að og hann tók kenslukonuna og fór með hana til spítalans. Þegar börnin komu heim, voru þau spurð hvað þau myndi hafa gert, ef bíllinn hefði ekki komið. Það elsta kvaðst myndi hafa hjól- að þegar í stað til læknis. Það næst elsta kvaðst mundu hafa hjólað heim til að segja frá slys- inu. Hið yngsta vildi ekki vera minna en hin og sagði: — Jeg hefði setið kyrr hjá skrokknum. ★ Það er oft erfitt að svara spurn- ingum barna, eins og t. d. þegar Jóna spurði: — Mamma, hvar er myrkrið á daginn?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.