Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1949, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1949, Blaðsíða 9
LESBÓK MORG UNBLAÐSINS j 85 Fimleikastúlkur Ármanns (Ljósm. Ó. K. M.) Ef vjer rennum svo huganum til frumstæðari þjóða fyr og síðar, sjá- um vjer að þær þarfnast engra sjerstakra íþróttaiðkana, því dag- legt líf þeirra er að heita má ein samfeld iþrótt, við þeirra hæfi Líkamleg vinna — ef ekki er um beint strit eða þrælkun að ræða, — er þá einnig íþróttaígildi, en jafnþroskar sjaldnast líkamann eins og æskilegt væri. Það sem því sjerilagi vekur i- þrótta þörfina þjóða á meðal, á síð- ari tímum, er hin sívaxandi hóp- ur manna, er taka verður að sjer störf, sem heita má að enga líkam- lega áreynslu hafi í för með sjer, en krefjast innisetu eða innistöðu. Slíku fólki eru íþróttirnar blátt á- fram lífsnauðsyn jafnt konum sem körlum. í smáerindi er jeg flutti i til- efni af 25 ára afmæli í. S. í , tal- aði jeg um íþróttirnar og heilsuna, Jeg sleppi því hjer að minnast á þá hlið málsins sjerstaklega, en get undirstrikað það aftur, að íþróttir eru mjög mikilvægur þáttur í heilsuvernd þjóðanna sjeu þær rjett iðkaðar cg -valdar við hvers eins hafi. Jeg sný mjer þá að því að minn- ast lítið eitt á aðahnarkmið íþrótt- anna, — almennt á litið — og má líta á það frá tveim hliðum, snýr önnur að líkamanum en hin að sál- inni. Hið hkamiega (eða physiska) markmið íþróttanna er í því fóig- ið að leitast við að jafnþroska alla liluta líkamans svo að hann verði ekki einasta sterkur, endingargóð- ur og hraustur, heldur og sem feg- urstur, mýkstur í hreyfingum og að öllu leyti sem hæfast starffæri mannverunnar. Hið sálræna markmið íþróttanna er svo vitanlega hitt að stefna að því, að í slíkum líkama búi sál er honum hæfir. Vjer skulum nú athuga báðar þessar hliðar á markmiði íþrótt- anna ofurlítið nánar. Fyrra takmai'kinu verður helst náð með stöðugri og alhliða þjálf- un líkamans. Æskiiegt er að iðka sem flestar íþróttir — að vera það sem Englendingar kalla ,all- round“-íþróttamaður — en ekki ber því að neita að líkaminn fær einn- ig mjög alhliða þjálfun við stöð- uga iðkun ýmsra aðalgreina íþrótt- anna svo sem í leikíimi, sundi, glímum, róðri, skíða- og skauta- hlaupi, frjálsum útiíþróttum, ýms- uin knattleikum o. s. frv., ágalijnn er þó sá að ekki er unt að iðka allar þessar íþróttir alt árið eins og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.