Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1949, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1949, Blaðsíða 16
92 LESBÓK morgunblaðsins Þingeyraklaustur. Þá er Jón biskup Ögmundsson hafði skamma stund setið að Hólum, var það einhverju sinni að vor var ákaflega hart, svo að gróðurlaust var um vor- þing. Jón biskup fór til vorþings þess, er var að Þingeyrum, og heitir því mönnum til árs að á Þingeyr- um skyldi reisa kirkju og bæ og allir gefa þar til nokkuð. Síðan mark- aði Jón sjálfur grundvöll undir kirkj- una. Jafnframt mun þá hafa verið á- kveðið að stofna þarna klaustur því að Jón biskup gaf til klaustursins all- ar biskupstíundir milli Hrútafjarðar og Vatnsdalsár. Þetta var um 1106 en klaustrið komst þó eigi á fastan fót fyr en 1133. Það var hið fyrsta klaust- ur á íslandi og var þar Benediktsregla. Stóð það í 440 ár, ef talið er frá stofnun þess. Ábótar voru þar 24 og voru margir þeirra merkismenn og meðal munkanna iðnir fræðimenn Þeg ar klaustrið var lagt niður átti það 65 jarðir, en þær sölsaði konungur undir sig. Níðvísa um Blefken. Einhver vitlausasta bók um ísland er eftir Dithmar Blefken nokkurn. sem sagðist hafa verið hjer 1563. íslend- ingar launuðu honum því, að yrkja um hann níð. Þetta er ein vísan: Dithmar dári rjettur, Dithmar lyga pyttur, Dithmar dreggja pottur, Dithmar frjósi og svitni, Dithmar drussi sljettur, Dithmar innan slitrii, Dithmar drafni og rotni, Dithmar eigi rythmum. Feigs manns fyrirmæli. Það hafði orðið vestra, áður en ból- unni (1707) ljetti af, að maður sá lagð- ist sjúkur, er hjet Jón Tómasson, bú- andi á Dvergasteini í Álftafirði í Súða- víkurhreppi. Sagði hann konu sinni, áð ur en hann dó, hvernig hann vildi láta líkama sinn til moldar búa. Hann vildi, að hann væri alklæddur öllum sínum hátíðaklæðum og skó á fótum, með ofan brotna hettu og snúa því aft- ur, sem fram á hettunni átti að vera, með svartskeftan kníf í hægri hendi W GAMALL SEÐILL. Þessi seðill fanst á götu í Reykjavík fyrir nokkr- um árum. Mun hann vera 50—60 ára gamall og minnir á þá daga þegar fólkið flyktist burt af iandinu og fór til Ameríku. Á seðlinum stendur: „Þessi seðill gildir tuttugu og fimm krónur upp í fargjalds-borg- un með Allan-Línu“. Útgefandinn hefir sjálfsagt verið Sigfús Eymunds- son, sem þá var umboðsmaður Vesturfara, og á letrinu má sjá, að seð- illinn hefir verið prentaður í ísafoldarprentsmiðju. Líklegt er, að þeir, sem greiddu fargjald hjer alla leið hafi fengið seðla þessa sem viður- kenningu fyrir greiddu fargjaldi með Allan-línu skipi vestur um haf frá Englandi og hafi átt að afhenda þá um borð, til sannindamerkis um að þeir hafi greitt fargjadið. Á þeim árum var hæsta fargjald hieð- an vestur um haf 130 krónur fyrir fullorðna, en hálfu minna fyrir börn. En þetta fargjald varð að greiðast í tvennu lagi, fyrst með skipi hjeðan til Englands og svo með skipi þaðan vestur yfir hafið. og hvíta yetlinga á höndum, án allr- ar líkkistu. Þetta, sem hann sagði fyr- ir, var eigi alt gert. Eigi löngu eftir að Jón var dauður, sýktist kona hans, og heldu margir, að hann hefði aftur gengið og sótt að henni. Fór hún svo til sveitar sinnar og var ávalt vökt- uð. En jafnskjótt og hún kom á þann bæ í sinni sveit, á hvern hann hafði bannað henni að koma, hengdi hún sig sjálf í fjárhúsi (Magnús Ketilsson). Gróðrarstöðin. Aldamótaárið var efnt til allmikillar garðræktar suðvestan undir Skóla- vörðuholtinu, þar sem enn eru kartöflu garðar bæarmanna og gengu lengi í einu lagi undir nafninu „Aldamótagarð ur“. Þar fyrir norðan fekk Búnaðar- fjelag íslands 8 dagsláttur af landi leigulaust hjá bænum til þess að koma þar upp gróðrarstöð undir forsjá Einars Helgasonar garðyrkjumanns. Voru þegar fyrsta árið gróðursettar þar nokkrar trjáplöntur. Fyrstu plöntuna gróðursetti Halldór Kr. Friðriksson yf- irkennari, sem þá var formaður Bún- aðarfjelagsins. Fyrir 50 árum var mælt fyrir fyrstu húsum við Grettisgötu, en gatan þó enn „ólögð“. Á sama tíma var samþykt að fram- lengja Lindargötu niður á Kalkofns- veg, en það hefir ekki komist í fram- kvæmd enn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.