Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1949, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1949, Blaðsíða 1
Mh 8. tölublað. HUrgtmfrfafr»w Sunnudaginn 27. febrúar 1949. XXIV. círgangur. Frönsk kynni á fyrri öld II NAPOLEON PRINS KEMUR TIL REYKJAVÍKUR VORIÐ 1856 frjettist það að Reykja vík ætti von á merkilegri heimsókn þá um sumarið. Jerome Napoleon prins, bræðrungur Loðvíks Napo- leons III. Frakkakeisara væri vænt- anlegur um Jónsmessuleytið ásamt fríðu föruneyti, og mundi dveljast hjer um skeið. Hafði Danastjórn mælt svo fyrir að prinsinum yrði sýndur hjer allur sómi og tekið svo vel á móti honum sem kostur væri á. Þetta þóttu ekki lítil tíðindi, að konungleg heimsókn væri í vænd- um. Menn urðu þegar kengbognir af aðdáun á því lítillæti hins franska prins, að hann skyldi vilja sýna höfuðstaðnum og landinu þann óverðskuldaða sóma að líta á það. Varð uppi fjöður og fit í bæn- um og var öllum höfðingjum ljúft að verða við þeim fyrirmælum dönsku stjórnarinnar að búa alt sem best undir, svo að móttökurnar gæti orðið svo göfugum gesti sam- boðnar. Fyrsti forboði heimsóknarinnar var sá, að 2. júní kom til Reykja- víkur þrísiglt franskt skip, mikið Herksipið „la Reine Hortenze". bákn og fallbyssum búið. Var það drekkhlaðið af kolum og vistum handa leiðangri prinsins. Tók nú eftirvænting manna mjög að auk- ast, og enn jókst hún þegar hingað komu nokkru síðar tvö ensk gufu- skip, hlaðin kolum og vistum handa leiðangrinum. Mátti á þessum mikla viðbúnaði sjá hve mikils hátt ar viðburður var í vændum. OG SVO rann upp hin mikla stund. Hinn 30. júní brunuðu tvö frönsk herskip hjer inn á höfnina. Voru það gufuskip og hjetu „la Reine Hortenze" og „la Carco", en þriðja franska herskipið, „Artemise", sem hjer var fyrir, fagnaði þeim með 21 fallbyssuskoti, svo undir tók í Esjunni og fellunum í Mosfells- sveit. Helstu menn Reykjavíkur brugðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.