Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1949, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1949, Blaðsíða 3
LESBÓK MOliG UJN BLAÐSIN S okki síður en grammóíónarnir, þeg- ar þeir komu fyrst. Stiftsbókasafn- inu gaf hann nokkrar bækur. Lest- armönnum úr Geysisferðinni gaf hann 30 franka hverjum, en Geir Zoega 50 franka. Þess má og jafn- framt geta, að þegar hann heim sótti prentsmiðjuna, gaf hann prent urunum 60 franka í gulli. Bókmentafjelagið hafði kosið hann heiðursforseta sinn, en hann bauð forseta deildarinnar að panta hjá sjer frá Parísarborg hverjar þær bsökur, franskar, breskar eða þýskar, sem fjelagið langaði til að eignast, og hlífast ekki við. En um það hvernig þetta fór, segir Bene- dikt Gröndal svo: „Þá hefðum við getað eignast „Description de l’Egyple“ eftir Napoleonsförina til Egyptalands, heimsfrægt verk (26 binda texti og 12 málverkabindi í l'olio, kostnaðurinn við útgáfuna varð 3 miljónir franka), sem ávalt er álitið eitt besta og merkasta verk, sem gert hefur verið En þeir báðu um tómt rusl, rómana og þess- konar. Jón Sigurðsson varð hissa.“ Þá má og minnast þess, að áður en hann lagði á stað í Geysisferð- ina, skrapp hann til Viðeyjar að sækja heini Ólaf sekretera Step- hensen. Ævarvarpið í Viðey var þá í sínum besta blóma og voru kellurnar svo gæíar, að þær urpu undir húsveggjunum. Þar sá prins- inn eina kollu, sem lionum leist mjög vel á, en Ólafur Stephensen gaf honum kolluna með hreiðrinu. Þótti prinsinum svo vænt um þessa einkennilegu gjöf, að hann bauð Ólafi um borð með sjer og leysti hann þar út með gjöfum, en Magn ■ úsi syni hans sendi hann íorláta byssu með skotfærum. PKINSINN íor heðan 8. júlí og var sagt að icrir.ni væri heitið til Jan Maj'on og Grænlar.ds En a leiðinni kom hann þó við í Dýrsfirði til þess að skoða fjorðmn og þann stað, Napoleon prins var sonor Jerome Bonaparte, yngsta bróður Napoleons mikla. Homim er svo lýst í Þjóðólfi: Prins Napoleon er hár maóur vexti og þrekinn 'vel ad því skapi og hinn kavlmannlegasti og hófðinglegasti mað- ur, Ijóslcitur í andliti, en dökkur á hár og dökkeygður og snareygður og mjög fagureygður, ennið mikið og írítt, þykkleitur nokkuð hið neðra um andlitið og mikill um kjálka, sem keis- arinn mikli var, föðurbróðir hans. sem Frakkar ágirntust til þess að koma þar upp fiskverkunarstöð. Var það á Þingeyri. Prinsinn kom þar ljúímannlega fram eins og ann- ars staðar og gaf ýmsum gjafir, en Ijet síðan í haf. Ilafði hann gert ráð fyrir því að koma aftur til Reykjavíkur úr þeirri för eftir 25 daga. Segir nú ekki aí ferðuin lians, enda írjetlist ekkert af þeim, því að þá voru engin loftskeytatæki til. En Reykvíkingar bjuggu sig undir að fagna prinsinum þegar hann kæmi aftur. Var lalað um að hafa samsæti og dansleik, íara með prins inn eina dagstund upp um ná- grannasveitirnar og hata leiksýn- ingu í gildaskalar.um.. Haííi verið san’.ir.n. sjór.leikur í eir.urr. þætti cg ráðnir leikarar. Var í raði að þessi J5 leiksýning færi fram 15 ágúst á afmæli Napoleons mikla Ymsir bæarbúar höfðu lofað að leggja fram fje til þess að greiða kostnað við þetta. Sumum þótti þó í nokkuð mikið lagt og vildu helst sleppa veislunni, því að hjer skorti föng, „einkum boðieg vínföng“ til þess að prinsinn þættist ekki vansæmd- ur af. En nú skeður það, að hinn 10. ágúst kemur hingað breska gufu- skipið „Tasmania", sem fylgt hafði prinsinum til Grænlands Sögðu skipverjar þær frjettir, að prinsinn væri hættur við að koma hingað, en ætlaði beint til Færeyja. Væri skipið komið til að sækja kol og fara með þau Færeyja í veg fyrir hann. Þetta þóttu leið tíðindi og fellu nú auðvitað niður allar fyrirætlanir um Veisluhald og annað. En hvað skeður? Tveimur dögum seinna siglir „la Reine Hortenze“ hjer inn á höfn með prinsinn. Kom þetta mjög ílatt upp á alla og urðu Iteyk- víkingar að naga sig í handarbökr fyrir það, að geta ekki tekið sóma samlega á móti prinsinum. Ei Napoleon gerði gott úr þessu, þ\ í að á afmælisdegi Napoleons mikla hafði hann boð inni á skipi sínu. Þrumuðu þá fallbyssurnar og flug- eldum var skotið til mikils augna- yndis fyrir alla bæarbúa. Benedikt Gröndal orkti kvæðidi! Napoleons prins og segist hafa gert það íyrir tilmæli Bjarna rektors. Var kvæðið bæði á íslensku og latínu, en Bjarni rektor sneri því á frakknesku „i prosa“. Síðan skrautritaði Gröndal kvæðið „og hafði prinsinn orðið glaður af og lá þetta síðan undir gleri í París; þess er getió i Figuier Alinanae Seientifique; prinsmn sæmdi mig engu í ■ nr. en gaí oniexíulegum strakum. cg korium storgjaíu', raum ar ætlaðist jeg ekki til nei3s,.en jeg hefði ejis vel verðskuldað það eins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.