Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1949, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1949, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 101 ið um alt nágrennið hjer og næstu fjölí, svo sem Hengil, Súlur, Skjald breið, Skarðsheiði og Esju mörg- um sinnum, gengið yfir hálendi Vestfjarða, yfir Breðadalsheiði, Getnlufallsheiði og Drangajökul, á Tröllakirkju og Snjófjöll (þar er skemtilegt skiðaland), á Okið, Lang jökul, Vatnajökul, Eiríksjökul, Tindfjallajökul, Eyafjallajökul og Snæfellsjökul mörgum sinnum. Og einu sinni var jeg 3 daga á skíð- um á Heklu. Skemtilegasta brekka, sem jeg hefi farið, var af Okinu og' niður í Brunna, 20 kílómetra löng var hún og mátti segja að við færum alla leið á fleygiferð, þótt hallinn sje ekki mikill. Okið er 1198 inetra liátt en i Brunnum er hæðin 300 inetrar. — Þú munt hafa uppgotvað það, að hægt er að fara á skíðum hjer á landi á sumardegi, Hvernig vildi það til? — Það var i miðjuin ágúst 1927, að við Ágúst Ólason bóndi í Máva- hlíð gengum á Snæfellsjökul Það var í alla staði mjög skemtilegt ferðalag. En þá saknaði jeg skíð- anna, því að besta skíSafæri var á jöklinum. Jeg hjet því þá, að jeg skyldi aldrei framar ganga á Snæfellsjökul án þess að liafa skíði með mjer. Þetta hefi jeg efnt og hefi nú gengið 12 sinnum á hann. Það er orðin föst venja að Ferða- fjelag íslands fer þangað um hverja Hvítasunnu, og þá er auðvitað alt af gengið upp á hájökul. Fjelagið á nú nýlegan skiðaskála þar. Gamli skáhnn fauk í ofviðri, en þessi er grafinn svo í jörð að aðeins þak- ið er upp úr og við vonum að hann fari ekki sömu leiðina. Þegar jeg hafði nú uppgötvað það, að hægt er að fá skíðafæri á sumrin, þá fór jeg að leggja leiðir mínar víðar, og sum árin hefir enginn mánuður liðið svo, að jeg hafi ekki komið á skíði. En fyrst í stað gerðu margir gys að mjer þegar jeg kom á bílstöð eða um borð í skip með skíði um öxl um hásumarið. Menn hjeldu að jeg væri orðinn vitlaus. En það fór af, því að fleiri og fleiri fara nú í skíðaferðir um hásumarið, og iðr- ast ekki eftir þótt langt sje sótt, því að þá verður auðvitað að leita til jöklanna. — Hefir þig aldrei hent neitt óhapp á skíðaíerðum? — Nei, aldrei, en það er vegna þess að jeg bý mig vel í slíkar ferðir. Aldrei er að vita hvaða veð- ur maður hreppir. Það er fyrsta boðorð skíðamanna að kunna að búa sig að heiman, sjerstaklega ef farið á fjöll að vetrarlagi. Jegiiefi altaf með mjer tjald. Ef maður lendir í stórhríð, eða verður þreytt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.