Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1949, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1949, Blaðsíða 11
103 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Á Langjökli. — Það væri helst þegar jeg fór einn míns liðs „fyrir Ok“ á föstu- daginn langa 1934. Jeg lagði á stað frá Giljum í Reykholtsdal og kom til Brúsastaða í Þingvallasveit eftir 14 klukkustunda göngu. Ferðin gekk ágætlega í alla staði, en það er hálf glæfralegt að ferðast einn síns liðs um öræfin, og það ættu menn ekki að gera. Hefi jeg og ekki gert það oftar, heldur altaf haft einhvern með mjer og er Jó- hannes Kolbeinsson trjesmiður einn af þrautreyndustu ferðafjelög- um mínum. Skíðafjelag Reykjavíkur var stofnað 1914 fyrir áhuga og dugn- að L. H. Múller kaupmanns, sem altaf hefir verið lífið og sálin í þeim fjelagsskap. Áhugi var þó lítill er frá leið og árið 1924 var svo komið að ekki voru í fjelag- inu nema 7 menn, 5 stjórnarmenn og 2 meðstjórnendur. Árið 1927 kom fjörkippur í fjelagið, enda var talsverður snjór þann vetur. En þegar eftir að fjelagið reisti skála sinn í Hveradölum fór það að efl- ast og nú eru fjelagsmenn um 700 Kristján Skagfjörð var formað- ur þess 1940—1947. Hefir hann sjeð um allar skíðaferðir á þess- um árum og oftast verið með sjálf- ur. Auk þess hefir hann aukið mjög áhuga Ferðafjelags íslands fvrir skíðaíþróttinni. Áhugi fyrir skíðaferðum hefir aukist mjög á seinni árum og ým- is fjelög hafa reist skíðaskála. Mun. ekki ofmælt að þúsundir manna sje stundum á skíðum hjer nær- lendis þegar gott er veður og skíða- færi. Ut frá Reykjavík hefir áhug- inn á þessari íþrótt breiðst til ann- ara hjeraða og seinustu árin hafa skíðahlaup mikið verið stunduð á ísafirði, Siglufirði og á Akureyri og víðar. Og nú á ísland marga góða skíðamenn. En að öllum öðrum ólöstuðum er óhætt að fullyrða að enginn ís- lendingur hefir farið meira á skíð- um heldur en Kristján Skagfjörð og fáir sýnt jafn mikinn áhuga og hann. Jeg skal aðeins nefna eitt dæmi. Það var um jólin 1936 að hann fór að athuga að gamni sínu hvað hann hefði gengið langan veg á skíðum það árið. Kom þá í ljós að það voru um 470 km. Þetta fanst honum ekki nóg. Og milli jóla og nýárs lagði hann. land undir fót og gekk á skíðum svo langt að hann var viss um að hafa gengið 500 km. á skíðum á árinu! Kristján hefir aldrei æft skíða- stökk, en hann hefir fundið hve heilsusamlegt og gaman er að ferð ast langar leiðir á skíðum. Hann veit að þetta er bæði göfug og nyt- söm íþrótt, sem allir ætti að kunn*. Og rneð fordæmi sínu hefir hann stuð’að mjög að því, að íslendin^- ar hafa nú tileinkað sjer h&as CL?' • ur, cg sannarlega er það íþrótt, s^íí öllum getur að haldi komið á hörð- um vetrum þegar öll önnur sam- göngutæki bregðast. Á. Ó. ^ ^ ^ ^ - Swedenborg Frh. af bls. 99 sje til, en þannig „umsnúnir" menn. Þeirra ásigkomulag er Víti (vansæla) og annað Víti er heldur ekki til og hefir aldrei verið til. Áhrif og kraftur slíkrá „demona“ sje nú að verða meir áberandi af því að endalok þessarar menning- ar sje að nálgast, að kraftur hins illa magnist í þeim illu og nei- kvæðu af því að „dauðateygjurn- ar“ sje byrjaðar, því að hið illa lýt- ur í lægra hald, hið góða sigrar. „Það er fullkomnað!“ Þessu þarf mannkynið að treysta og halda sig að því. Þá er því borgið. Enginn veit hve oft hafa komið upp menningarkerfi (eða stig) meðal þjóðanna og aftur liðið und- ir lok, hvert með sínum einkenn- um og ágætum og göllum, svo þetta er hvorki óhugsanlegt nje ómögu- legt, hvernig sem það skeður eða kann að ske. En að mannkynið líði undir lok eða hætti að vera til, nær ekki neinni átt, af því að lífið, sem hver maður lifir, er óendanlegt, þar eð eðli þess og kjarni er líf og að lifa. 7. Hiniinn. „Unun alls á himnum er í því fólgin að breyta vel við með- bróður sinn og lofa guð í sannleika og af öllu hjarta og fúsum vilja,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.