Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1949, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1949, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 105 JÖRÐIN GETUR FRAMFLEYTT LANGTUM FLEIRA FÓLKI ENSKUR prestur, Thomas Robert Malthus, sem andaðist 1834, hafði spáð því að mannkyninu mundi fjölga svo, að jörðin gæti ekki framfleytt því. Síðan hefir mannkyninu fjölgað um helming og nú heyrast hvaðanæva raddir um það, að Malthus hafi haft rjett fyrir sjer. í „Harpers Magazine“ og ..Saturday Evenir.g Post“ birtust nýlega greinar um þetta. Og nýlega hafa komið út vestan haís tvær bækur um sama efni. Þær heita „One Plundered Planet“ (Rányrktur hnöttur) og „Road to Survival" (Leiðin til bjargar). Báðar benda þær á að eina leiðin til bjargar sje sú, að takmarka viðkomuna — sjá til þess að færri börn fæðist, svo að ekki verði of margir munnarnir um matinn. Þá hefir og fyrverandi forstjóri matvælastofnunar S. Þ., John Boyd Orr, haldið hinu sama fram, og margir fleiri. En í þessari grein er reýnt að kveða niður þá svartsýni. Höfundurinn heitir Louis Bromfield, kunnur rithöfundur. Hann fekk Pulitzer verðlaunin fyrir skáldsögu sína , Early Autumn“. ið hans blessunar aðnjótandi — því að það fer saman. Hjer má engin hálfvelgja lengur ráða lofum og lögum, ef vel á að geta farið. Að öðrum kosti eru ís- lendingar, sem þjóð, ekki kristnir. Jeg er ekki að dæma nokkurn mann með þessu, heldur aðeins að benda á það sem er, og jeg sje að líkindum skírar en þeir, sem altaf voru heima. Jeg er ekki heldur að bera vopn að neinum vissum „flokki“ eða aldursskeiði, og síst af öllu er jeg að beina þessu að æskunni, því svo stendur skrifað: „Kenn þeim unga þann veg, sem hann á að ganga, og þegar hann eldist, þá mun hann ekki af honum víkja“. En þegar þeim unga er ekki kent að ganga rjetta veginn, hvernig á hann þá að geta fundið hann? Það sem fyrir mjer vakir með þessari grein er, að benda á nauð- syn á þekkingu þessarar kenning- ar og hvetja latínulærða menn til að þýða verk Em. Swedenborgs, því þau eiga, með afbrigðum, mikið er indi inn í líf hvers einstaklings einmitt nú. Að lokum bið jeg afsökunar ef einhverjum finst jeg vera óþarf- lega berorð, en þannig var nú tal- að hjer fyrir 40 árum, þegai þörf þóttí, eða við þótti eiga. L. Fr. Oberman. ^ Kennarastaðan er ekki eins og aðr- ar stöður. Tökum t. d. byggingameist- ara. Þegar hús er bygt þá skiftir það auðvitað miklu máli hvernig farið. er að því, en það skiftir engu máli hver byggir það, ef farið er eftir teikning- unni. Við kenslu skiftir það h'ka að vísu nokkru máli hvað kent er og hvernig kent er, en það veltur alt á því hver kennir. Sennilega er það einna þýðingarmest fyrir menningu þjóða og einstaklinga, hvaða kennarar eru valdir. Kennarinn setur fangamark sitt á það sem hann gerir, alveg eins og málarinn setur fangamark sitt á myndir sínar. (Ernest O. Melbye há- skólakennari). NÝLEGA hafa verið ritaðar margar greinar og bækur, sem skjóta mönnum skelk í bringu. Þær gefa ófagra lýsingu af því hvernig fara muni um matvælaöflun ef mannkyninu fjölgi svona jafnt og þjett, en jarðargróður fari jafnhliða þverrandi, vegna þess hvað jörðin sje útpínd. Það er að vísu satt, að ískyggi- lega horfir vegna þess hvað mann- kyninu fjölgar óðfluga. En á hinn bóginn er það alveg víst, að menn gera sjer enga hugmynd um það. hvað jörðin getur gefið af sjer. Vjer getum ræktað mörgum sinnum meira en nú er gert á ræktuðu landi, og vjer getum gert fram- leiðsluna mörgum sinnum betri og ríkari að næringarefnum en nú. Samkvæmt minni eigin reynslu og þekkingu þá hygg jeg að hjerna í Bandaríkjunum sje hægt að fram- leiða á því landi sem nú er undir ræktun, fimm sinnum meira held- ur en þjóðin þarfnast með núver- andi mataræði. Og til þess þarf ekki annað en haga ræktuninni L. Bromfield. skynsamlega. Meira að segja þori jeg að fullyrða að þetta á einnig við önnur lönd. ; j ■ Jeg fullyrði þetta vegna beirrar reynslu sem við höfum fengið^ af tilraunabúinu Malabar Farm, sem við stofnuðum í Ohio fyrir tíu ár- um. Þar sem jeg segi ,,.við“, þá a það við sjálfan mig og nokkta vana jarðræktarmenn. Við stofn.u.ðurn til þessa fyrirtækis og-rekum jaað sem sameignarbú. Við keyptum þarna nokkrar jarj

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.