Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1949, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1949, Blaðsíða 1
¥ * ¥ 9. tölublað. Sunmidaginn fi. mars 1949. XXIV. árgangur. J°dii K G Kolka. læknir: HISPURSBRAUT OG HELVEGUR SKÓLINN í ETON skammt ut- an við London er frægasti mennta- skóli Englands. Þar hafa fengið undirbúning sinn undir lífið ýms- ir þeir menn, sem síðar urðu for- ustumenn lands síns og bygðu upp heimsveldið breska, — menn, sem sköruðu fram úr í vísindum, stjórn málum og hermennsku. Tignustu og auðugustu ættir landsins hafa og löngum keppt eftir því að koma sonum sínum til náms í þenn- an skóla. Þó eru flest húsin þar gamaldags, sum orðin nær 500 ára gömul, skólaborðin eru orðin krot- uð eftir margar kynslóðir nem- enda og skólasveinarnir verða ?.ð sitja þar á baklausum bekkjum. En flestir góðir Englendingar myndu líta á það sem nokkurs kon- ar helgispjöll að stækka gluggana á gömlu kennslustofunum eða setja í þær ný og þægileg skóla- borð. Þeir vita sem er, að virð- ingin fyrir fortíð landsins, sem andar þarna úr hverjum krók og kima, er stúdentunum hollara veganesti heldur en minningin um hægan sess. Þeir íslenskir menntamenn, sem síðar gerðu garðinn frægan, höfðu Páll V. G. Kolka. fæstir af miklum þægindum nð segja á skólaárunum. í Hólavalla- skólanum gamla og í Bessastaða- skóla voru húsakynnin þannig, að leki var í kennslustofunum og þvottavatnið gaddfraus í svefnloft- unum. Þannig var aðbúnaðurinn, sem þeir fengu Jónas Hallgrímsson, Tómas Sæmundsson og Grímur Thomsen, þegar þeir voru að hefja göngu sína út í lífið, íklæddir vað- málsfötum og sauðskinnsskóm. Þó hefur enginn flokku'r íslenskra námsmanna farið með betra vega- nesti út í veröldina en einmitt þessir menn. Mannkostir Sveinbjarnar Egils- sonar og samkennara hans, ætt- jarðarást þeirra og snild þeirra í meðferð móðurmálsins, fengu veg- ið upp alla ágallana á húsakosti skólans. Nemendur þeirra urðu ekki aðeins nýtir starfsmenn og vel að sjer í fræðtgreinum sínum. Þeir urðu máttarstólpar, sem ís- lendingar byggja nú á tilveru sína sem sjálfstæð menningarþjóð Á liðnum öldum örbirgðar og umkomuleysis fóru þúsundir nám- fúsra unglinga á mis við allan skólalærdóm annan en þann, sem fólst í munnlegri frásögn eldra fólks, — í þjóðsögum, sálmum og rímum, sem gamlar konur þuldu yfir þeim af rúmstokki sínum. Þeir sem fengu tilsögn í skrift, lærðu að draga til stafs með fjaðurpenna og kálfsblóði eða sóti, eða æfðu sig á því að krota stafi á svellglæru með broddstaf. Þó kunni allur borri almennings að lesa og skiifa. átti nærtækan og handhægan mik-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.