Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1949, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1949, Blaðsíða 6
114 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS KJARNASPRENGJUM VERÐ UR EKKI VARPAÐ Á SMÁBORGIR En þegar jeg sá stelpudyrgju, sem gengur í gauðrifnum kjól og með gölótta skó, monta sig í minkapels, þá finnst mjer ekki til um fín- indin. Þau hæfa ekki, nema annar klæðnaður sje í sæmræmi. Annars eru þau vottur fordildar, uppskafn- ingsháttar og menntunarleysis. Jeg hef heldur ekki á móti því, að byggðir sjeu góðir og mvndar- legir skólar. Jeg get mjög vel unnt stórum og góðum sveitarhjeruðum, eins og Suðurlandsundirlendinu, að eiga slíkar stofnanir. En það verð- ur að vera eitthvert skynsamlegt samræmi milli þeirra fjárupphæða, sem varið er til þeirra og til ann- ara nauðsynlegra menningarstofn- ana. Þekkingin er að vísu gull og góðir skólar eins og dýrir baug- ar, en innan um sóðaskap, eymd og hirðuleysi í heilbrigðismálum verða þær eins og gullhringar í svínstrýni, svo að notað sje orða- tiltæki hins vitra Salómons. Það var eitt af fyrstu verkum hins endurreista alþingis að sam- þykkja lög um læknaskóla og koma hjer upp sjúkrahúsi, sem enn er notað sem farsóttarhús fyrir Reykjavík. Fyrir hálfri öld, þegar alþingi hafði ekki nema 7—800 þús- undum kr. árlega úr að spila var ráðist í að reyna að tryggja öllum landslýð læknishjálp með því að koma á þeirri læknishjeraðaskip- un, sem við búum við enn, þótt fáeinum hjeruðum hafi síðan ver- ið bætt við á pappírnum. Fyrir hvern einseyring, sem al- þingi fjekk til umráða þá, fær það þrjá krónupeninga nú, svo að ís- lendingar byggju nú sennilegt. við tiltölulega fullkomnast heilbrigðis- málakerfi allra þjóða, ef alþingi hefði haldið áfram á þeirri braut, sem mörkuð var í þeim málum af Jóni Sigurðssyni og þingskör- ungum næstu áratuga eftir hans dag. Því miður er nú öfugþróun að ýmsu leyti í þessu efni og heil- HENRY FORD, bílakongurinn alkunni, gerði byltingu í öllum iðnaðarframkvæmdum með fjölda- framleiðslu sinni. Á seinni árum sínum fekk hann nýa hugmynd, sem nú er aftur að gera gjörbylt- ingu í iðnaðinum. Árið 1922 bvrj- aði hann á því að byggja sveitar- verksmiðjur. Hann sagði að það væri hið æskilegasta fyrir hvern brigðismálin látin sitja á hakanum fyrir öðrum. Með skipulagslausu skólabyggingaræði hefur alþingi bundið sjer og þjóðinni bagga, sem flestir menn með fullu viti sjá fram á, að muni slitna úr reipun- um. Fámennir hreppar eru æstir upp í að reisa heimavistarskóla fyrir 10—12 krakka með því að greiða úr ríkissjóði 67% byggingarkostn- áðar en hjeruð, sem vilja brjótast í að koma sjer upp viðunandi sjúkrahúsi, fá ekki nema 40% stofnkostnaðar. Ríkið kostar nú orð ið að öllu leyti byggingu á em- bættisbústöðum sýslumanna, presta og kennara, og er það að vísu ekki nema sjálfsagt, en það styrkir ekki byggingu læknisbústaða nema að 2/5. Undarlegast er þó, að kýr og kálfar á prestsetrum eru að þessu leyti metin það meir en hjeraðs- læknarnir, að ríkið kostar fjósin handa þeim að öllu leyti. Það er táknræn mynd af skilningi lög- gjafans á þörfum hjeraðanna, að því er heilbrigðismálin snertir. P. G. Kolka, verkamann að „vera með annan fót inn í verksmiðju, en hinn á jörð- inni“. Sjö slíkar sveitarverksmiðj- ur stofnaði hann í grend við Dear- born í Michigan, þar sem hægt var að ná til vatnsorku. Verkamenn voru mjög ánægðir með þetta. Nú gátu þeir átt sitt eig- ið heimili og jarðarskika til þess að rækta í tómstundum sínum. Og fyrirtækið græddi á þessu, því að nú var betur unnið og ekki fór jafn mikill vinnutími forgörðum eins og í stóru verksmiðjunum. Nú eru þessar verksmiðjur orðn- ar tíu og verkamenn 5000. J þess- um verksmiðjum eru smíðaðir ýmsir hinir smærri hlutir, sem þarf í bílana, svo sem ræsir, Ijósa- útbúnaður, ljósker, mælitæki, kveikjur, fjaðrir, hjól o. s. frv. — Margir verkamannanna hafa jafn- framt vinnu sinni drjúgar tekjur af ræktun. Getið er um einn verka- mann, sem hefir í frístundum sín- um komið sjer upp búgarði, sem metinnn er á 22.000 dollara og keypt sjer landbúnaðarvjelar fyr- ir 15.000 dollara. Af þessu búi hefir hann um 2500 dollara hreinan á- góða á ári. Og hann fullyrðir að kona sín og börn lifi þarna miklu heilbrigðara og betra lífi heldur en í stórborg. Henry Ford var framsýnn mað- ur. Hann sá að verkamönnum sín- um mundi líða betur þarna, og að hann mundi sjálfur græða á því. Nú eru ýmis stór iðjuver að taka upp hugmynd hans. En tilgangur- inn er í rauninni ekki hinn samí.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.