Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1949, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1949, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 'j 1 i 119 Frönsk kynni á fyrri öld III: DJÚNKI KEMUR TIL SOGUNNAR ALLIR, sem lesið hafa Heljar- slóðarorustu, kannast við Djunka. En einkennilegt mun þeim líklega virðast að nafn hans skuli dregið inn í þessa frásögn um viðskifti Frakka og íslendinga á öldinni sem leið, því að ekki var Djunki fransk- ur. Hann hlýtur nú samt sem áð- ur að koma við þá sögu, vegna þess hve nafn hans var á sínum tíma mjög bendlað við tilraunir Frakka um að ná fótfestu hjer á landi. Rjettu nafni hjet hann Djun- kowsky, en Gröndal nefndi hann jafnan Djúnka og það nafn hefir fest við hann. Hann var rússnesk- ur að kyni og af góðum ættum og vellauðugur. Hann var meðalmað- ur vexti, gulur í andliti og skakk- eygur, ófríður og svipaður Mongól- um. Gröndal segir að hann hafi áformað var að byggja eina hæð ofan á Austurbæjarskólann, hafði bæarstjórn ætlað okkur samastað þar. En því miður varð ekkert úr þeirri byggingu. Læt jeg svo útrætt um þetta, en hefi þá trú, að bæar- stjórn muni við fyrstu hentugleika bæta úr þesSbri brýnu þörf okk- ar. Eitt atriði hlýt jeg þó að minn- ast á að lokum, en það er hin sjer- staka prúðmenska, sem einkent hefir framkomu námsflokkafólks- ins bæði við kensluna og á sam- komum námsflokkanna. Og jeg hefi þá trú að reykvískt æskufólk muni vanda alla framkomu sína því meir sem betur er búið að fielags- lífi þess. verið gáfaður og víða heima, en ekki rist djúpt í neinu. Hann var upp fræddur í hlnum grísk-kaþólska trúarlærdómi, eins og flestir Rússar á þeim dögum, en kastaði þessari trú feðra sinna og tók í staðinn hina evangelisk- lútersku trú. Ekki stóð það samt lengi og kastaði hann einnig þeirri trú og gerðist nú rómversk-kaþólsk ur. Var hann þá skírður um og kall aði sig eftir það „föður Etienne“. Djúnki dvaldist stundum lang- dvölum í Kaupmannahöfn, því að hann taldi sig yfirpostula Norður- landa og hugðist mundu snúa þeim aftur til kaþólskrar trúar. Ljet hann gera sjer innsigli, er sýndi postullegt vald hans og er því þann ig lýst: „Það er á stærð við inn- sigli Reykjavíkur. í ysta hring er þetta: Præfectura apostolica missí- oiium poli artic (Hin postullega iorstöðustjórn trúboðenda á Norð- urlöndum). Þar fyrir innan er mikill geislabaugur, en krossmark í miðju og eru , kringum það með smáu letri þessi orð: Jesús, guð minn, jeg unni þjer yfir alla hluti“. MEÐAN Djúnki var í Kaup- mannahöfn komst hann í kynni við marga ísleridinga, heimsótti þá og þeir hann, því að Djúnki veitti óspart og drakk mikið sjálfur, en „var aldrei út úr fullur“. • Meðal þeirra landa sem komust í kynni við ha:m, var Ólafur Gunnlögsen, sonur Stefáns landfógeta Gunn- laugssonar. Ólafur útskrifaðist úr Reykjavíkurskóla 1848 og sigldi þá til Hafnar um haustið. Þá var Gröndal frændi hans þar fyrir og settist Ólafur að hjá honum. Grön- dal lýsir honum svo: „Ólafur var nokkuð langvaxinn, en bar sig hálf illa og vaggaði í gangi; hann var fríður sýnum og líkur í móðurætt, bláeygur og brúnn blettur á regn- bogahimnunni á öðru auga. Hann var fluggáfaður á mál og minni, en ekki skarpur nje djúpsær, óstöð- ugur og hafði ekki lyst til neins í rauninni. Hann var pólitískur, eins og faðir hans, en ekki þjóðlegur, því hann var kosmopolit og vildi ekki heyra um annað en evropæ- iska stórpolitík, sem hann gaf sig við seinna“. (Varð ritstjóri í París). Það mun hafa verið um 1854 að Ólafur komst í kynni við Djúnka, eða föður Etienne. Varð sá kunn- ingsskapur til þess, að Ólafur kast- aði trú sinni og gerðist kaþólskur. Mun Djúnka hafa þótt það fengur, því að hann ráðgerði þegar að senda Ólaf til íslands í trúboðs- erindum sumarið 1856, en ekkert varð nú samt úr þeirri för að sinni. ÞEGAR þessar fregnir bárust til íslands, sló óhug á marga og grun- aði þá að hjer væri un að ræða framhald af þeirri viðleitni Frakka að ná hjer fótfestu. Það væri jafn- an siður að senda trúboða á und- an til að undirbúa jarðveginn, og af öllum trúboðum væri Jesúítar haiiSskeyttastir og „í stjórnarmál- efnum hafa þeir þótt bæði slægir og ráðríkir og til beinnar fyrir- stöðu hverskyns þjóðfrelsi og þjóð- legum framförum". Var talið að faðir Etienne væri Jesúíti og þess vegna ekki neins góðs að vænta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.