Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1949, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1949, Blaðsíða 1
10. tölublaö. Sunnudagur 13. mars 1949. u ndóóon práfeóóor: HVERNIG IVIENN AF IVIÆNLVEIIÍI SUNNUDAGINN 27. febrúar síðastl. flutti Jóhann Sæmundsson pró- fessor, háskólafyrirlestur um mænusótt. Þessi sjúkdómur og útbreiðsla hans hefir verið alment umræðuefni hjer á landi undanfarna mánuði. Greip ritstj. Lesbókar því tæk'færið, til að afla sjer upplýsinga hjá Jó- hanni prófessor, um það, sem aimenning skiftir mestu máli úr fyrirlestri hans, ei var langur og ýtarlegur, m. a. greinargerð um helstu rannsóknir. sem gerðar hafa verið, á eðli þessa sjúkdóms. Birtist hjer stutt viðtal við prófessorinn, þar sem hann getur nokkuria átriða úr frásögn sinni. Mænusótt er smitandi virus- sjúkdómur, segir Jóhann í upp- hafi. Það er að segja, sjúkdómurinn orsakast af ,.virus“, sem kallað er, en jeg kýs heldur að kalla „smit- efni“. Því að menn greinir á um hvort virus sje lifandi eða dautt. Þetta er örsmáar agnir, miklu minni en t. d. bakteríur, sem oft eru nokkrir þúsundustu hlutar úr millimetra að stærð. Aftur á móti eru „virus“-agnirnar, sem orsaka mænusótt, ekki nema 10—15 milj- ónustu hlutar úr millimetra. Stærðina á smitögnum þessum hefir verið hægt að finna með því að sía smitefnamengaða blöndu gegnum sýklasíur, er halda venju- legum sýklum eftir. Þar sem hægt er að sýkja apa með þeirri blöndu. er fer gegnum fmgerðustu siur, er það sönnun þess, að virus hafi smogið í gegn. Líkur benda til þess, að mænu- sótt sje gamall sjúkdómur. Ef til vill hefur hún verið kunn í Egypta- landi í fornöld. En sjúkdómnum var fyrst lýst nákvæmlega á 18. öld. Þó að mænusótt hafi verið tiT í fornöld, virðist sem hún hafi færst mikið í aukana á þessari öld. En ekki er hægt að gera sjer grein fyrir ástæðum þess. — Hvenær varð fyrst vart við mænuveikifaraldur hjer á landi? —Það var fyrst á árunum 1904 og ’05 sem mænusóttarfaraldri va” lýst hjer á landi. Veikin gerði vart við sig hjer í Reykjavík árið 1904. SMITAST Jóhann Sæmundsson. í Dalasýslu og Austur Skaftafells- Sýslu árið eftir. — Hvernig hefir rannsóknum á veikinni aðallega verið hagað? — Faraldrar hafa verið rannsak- aðir eftir mætti, en tilraunir hafa verið gerðar mikið á öpum, sem hægt er að sýkja með mænusótt- arvirus. En það er kostnaðarsöm og erfið aðferð. Árið 1909 tókst fyrst að sýkja apa af mænusótt. Síðan hefur slík-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.