Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1949, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1949, Blaðsíða 6
130 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ur um það svæði, er þeir þyrftu af fjöru og landi til fiskverkunar- innar og hún sje útmæld af við- komandi sýslumanni. 4. Að þeim verði uppálagt að vera íslenskum lögum háðir, eink- um veiðilagatilskipun 20. júní 1849. 5. Að bann sje við lagt allar ó- þarfa umferðir þeirra, skot eða nokkurs konar veiðiskap fyrir eða í annara landi. 6. Að hverjum þessara skilmála rofnum skuli vera þeirra hjer upp hafin. Þá bárust þinginu og þrjár sam- hljóða bænarskrár úr Suður-Múla- sýslu um að Frökkum verði ekki leyft fiskverkunarpláss af þessum ástæ 'him: 1. Að þjóðerni voru geti verið af því hætta búin. 2. Að fiskveiðar Frakka yfir höf- uð spilli atvinnuvegum ís- lendinga. 3. Að Frakkar hafi að undan- förnu oft gert ýmsan óskunda sem engar bætur hafa feng- ist fyrir, þó menn hafi borið sig upp vjð stjórnina o. s. frv. "W' ÞINGNEFNDIN skilaði tillögum og ýtarlegu áliti og urðu um það miklar umræður, enda þótt þing- menn væri yfirleitt sammála. Kom þar margt fram og fleira en hægt er að rekja hjer. Nefndin taldi það auðsætt, að eftir gildandi lögum væri útlendum þjóðum gjörsam- lega bönnuð öll fiskverkun á ís- ienskri lóð, hver aðferð sem til þess kynni að vera höfð. Hún benti á þá hættu sem íslenskum fiskveiðum og fiskverslun stafaði af slíkri fiskverkunarstöð; lands- menn væri nú að koma sjer upp þiljubátum til hákarlaveiða og þorskveiða, og væri þar um fram- för að ræða. En þeir mundu þó ekki geta kept við Frakka um með- ferð á fiskinum, því að ólíkt bet- ri væri aðstaða á hinum stóru skút- Þingnefndin: Jón Guðmundsson, Jón Hávarðsson, dr. Pjetur Pjetursson (í miðju), Ólafur Sívertsen, Stefán Jóns- son. — um þeirra. Lægi þá ekki annað fyrir hinum íslensku útgerðarmönn um en að gerast verkamenn hjá Frökkum, en það mundi ekki holt fyrir þá að hverfa frá eigin at- vinnu og frelsi og gerast þrælar útlendinga. Hún benti og á það að ekki væri sýnilegt hvernig ætti að reisa rönd við ofbeldi og ójöfn- uði hinna frönsku verkamanna, nje hvernig hægt væri að koma ís- lenskum lögum yfir þá. Enn benti hún á það, að Þingeyri væri kirkju- eign og ekki víst með hverjum hætti landið fengist leigt eða selt. Kaupstaður stæði nú einmitt á þessum stað og „yrði líklega að eyðileggjast ef hin franska ný- lenda kæmi“. ÞINGMENN urðu vel sammála og samþyktu þessa ályktun: 1. Að þingið ráði frá því, að þeim núgildandi lögum, opnu brjefi 18. ág. 1786, tilskipun 13. júní 1787 (sbr. lögin 15. apríl 1854) er leggja bann á fiskveiðar útlendra þjóða á íslenskum miðum og fisk- verkun á íslenskri lóð, sje brevtt. 2. Að þingið í álitsskjali sínu til konungs um þetta mál láti það traust sitt í ljós, að engri útlendri þjóð verði veitt undanþágu frá lög- unum eða sjerstakt leyfi til þess að verka fisk á íslenskri lóð, án þess að það verði borið undir álit þingsins. 3. Að þingið ekki sjái sjer fært að aðhyllast áskorun hinnar keis- aralegu frönsku stjórnar eins og hún liggur nú fyrir. 4. Að þingið biðji konung að hafa nákvæmt eftirlit með því eftirleið- is, að fiskimenn erlendra þjóða ekki fiski hjer nær landi en lög og samningar leyfa. ÁLITSSKJALIÐ sem þingið sam þykti svo að senda konungi ásamt þessari ályktun, var á þessa leið: Það er eindregið álit þingsins að með tilliti til landsins núverandi ásigkomulags, sje ekki nein ástæða til að breyta þeirri grundvallar- reglu sem löggjafinn hefir fylgt eða nema það bann úr lögum, sem þannig liggur á útlendum þjóðum í tilliti til fiskveiða og fískverkun- ar, heldur hlyti það að verða land- inu til hins mesta tjóns og óhagn- aðar, ef það væri gert takmarka' og skilyrðislaust. Fiskveiðarnar eru sem sje næst kvikfjárræktinni helsti atvinnuveg ur landsins, en væri hið áminnsta bann numið úr lögum, þá eru öll

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.