Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1949, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1949, Blaðsíða 11
vinnu sinnar. En hann gat ekki á sjer setið að skreppa til Dolly og segja henni frjettirnar. Þegar hún sá hann hrópaði hún: „Hvað er að þjer, Henry? Jeg hef aldrei sjeð þig svona fyr. Stiltu þig, maður, annars missirðu at- vinnuna." „Missi atvinnuna?" endurtók Henry. „Hún er ekki þess virði að minst sje á hana.“ Þegar Henry kom inn í skrif- stofuna, sló dauðaþögn á alla þar inni. En hann gekk rakleitt inn í skrifstofu húsbónda síns. „Jeg er kominn til að segja upp starfi mínu,“ sagði hann. „En jeg tek það fram að jeg hef ekkert út á yður nje fyrirtækið að setja fyrir mitt leyti. En mjer finst alt vera rekið hjer á skökkum grundvelli. Þegar jeg var á leiðfnni hingað í morgun, fann jeg þúsund dollara seðil, og þá datt mjer í hug hvort ekki væri rjettast fyrir mig að breyta um. Jeg þoli ekki þá óvissu, sem hjer er og mig langar til þess að segja yður frá því hvernig jeg og mínir líkar hugsa — ef þjer viljið hlusta á mig?“ „Haldið þjer áfram,“ sagði for- stjórinn. „Mjer þykir gaman að heyra hvað þúsund dollara seðill hefur kent yður.“ „Þarna komust þjer rjett að orði, Mr. French. Ef jeg hefði ekki fund- ið þennan þúsund dollara seðil, þá hefði jeg líklega aldrei sagt yður eins og mjer finst, og eins og öllum finst hjer. Þeir þora aðeins ekki að segja það af ótta við að missa at- vinnuna. Hjer lifa menn í sífeldum ótta og allir eru að hugsa um það hverjum verði nú sagt upp næst. Þetta er öryggisleysi og það skap- ar aftur ótta og úrræðaleysi, sem ekki er holt fyrir neitt fyrirtæki. Hjer eru allir eins og undir fargi, og yður skjöplast stórkostlega ef þjer haldið að viðskiftavinir yðar taki ekki eftir því. Starfsmenn yð- LESBÓK MORGUNBL AÐSINS ar vinna ekki vel nema því aðeins að þeir treysti yður og finni það að atvinna þeirra er jafn örugg og fyrirtækið sjálft. En þjer blásið þeim síður en svo trausti í brjóst, því að þjer eruð altaf að fárast út af ástandinu, dýrtíð og sköttum. Hjer mundi alt ganga betur ef hver maður hræddist ekki skuggann sinn, ef jeg má orða það svo. Og þetta er það, sem jeg ætlaði að segja yður, og jeg bið yður að af- saka að jeg hef talað blátt áfram. Svo þakka jeg yður fyrir alt og vona að þjer berið enga gremju í brjósti til mín. Verið þjer sælir.“ Hann rjetti fram höndina. „Fáið yður sæti,“ sagði French. í sama bili var hringt og síma- þjónninn sagði: „Afsakið, Mr. French, en ritstjóri „Chronicle“ er hjerna í símanum og biður um að fá að tala við Mr. Armstrong.“ French rjetti símann að Henry. „Þetta er ritstjóri „Chronicle“. Mjer líkaði ekki alt, sem þjer sögð uð áðan, en mig langar til að tala við yður aftur. Mig langar til að skrifa ritstjórnargrein um það, sem þjer drápuð á, um þetta að Fair- view sje gamalla manna bær. Getið þjer borðað hádegisverð með mjer?“ „Já, mjer er ekkert að vanbún- aði. Klukkan hálfeitt — jú, það er ágætt. Jeg kem þá í skrifstofuna til yðar.“ Svo sagði Mr. Young eitthvað meira og Henry svaraði: „Jú, öll áhætta innifalin. Jeg skal tala um það við Mr. French. Hon- um mun þykja vænt um að mega endurnýja tilboð sitt. Já, þakka yður fyrir. Jeg kem þá klukkan hálfeitt. Verið þjer sælir á meðan.“ Svo sneri Henry sjer að Mr. French og sagði: „Þetta var Mr. Young, ritstjóri „Chronicle". Jeg fór til blaðsins í morgun og ætlaði að setja smá- auglýsingu í það, og þá talaði jeg IflTFÍTVH 133 nokkur orð við Mr. Young. Og nú langar hann til þess að fá tilboð um fullkomna tryggingu fyrir bíl- ana sína.“ „Væri ekki best að þjer færuð með tilboðið klukkan hálfnitt?** „Jeg er ekki lengur í jijónustu yðar, Mr. Young, en samt skal jeg með ánægju gera þetta fyrir yður.“ Nú hringdi síminn aftur. Það var Dolly Summers og hún vildi fá að tala við Henry. „Halló Henry. Það var gott að jeg náði í þig. Jeg vissi ekki hvað jeg sagði áðan, en nú veit jeg að þú hefur rjett fyrir þjer. Lestu bara yfir Mr. French. Hjer er kom- in stúlka frá „Chronicle“ og hún vill endilega fá að vita hvenær við ætlum að gifta okkur.“ „Segðu henni að við munum setj- ast að þarna í húsinu í Maple Street áður en vikan-sje liðin.“ „Ó, þú ert dásamlegur!" Henry lagði frá sjer símann og þá sagði Mr. French: „Það virðist svo sem þjer sjeuð kominn á skrið. Hvað haldið þjer að þessir þúsund dollarar endist lengi?“ „Mjer er sama þótt þeir endist ekki nema tíu mínútur. Þeir hafa komið mjer á stað.“ „Ætlið þjer að byrja eigin at- vinnurekstur?“ „Jeg veit það ekki. En það er ekki víst að jeg þurfi á þúsund dollara seðlinum að halda. Þjer vit- ið að handbært fje veitir láns- traust.“ „Það er nokkuð til í því. En þjer byrjið varla nú þegar. Má jeg því ekki gera yður tilboð?“ „Jú, sannarlega." „Jæja, Henry, það er þá fyrst að þjer eigið að gæta þess sjálfstrausts sem þjer hafið fengið í morgun. Og svo skal jeg gera þriggja ára samn- ing við yður. Þjer skuluð fá um- boðslaun af öllum þeim trygging- um, sem þjer útvegið. Kaupið hækk

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.