Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1949, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1949, Page 1
11. tölublað. XXIV. árgangur. Frönsk kynni á fyrri öld V: FRAKKAR KADPA LAIMDAKOT NÚ GERÐIST sá atburður árið 1859, að franska stjórnin keypti Landakotseignina í Reykjavík. Milligöngumaður var hinn franski konsúll, Randrup lyfsali, og kaup- orðið var 4500 rdl. Það fara ekki miklar sögur af Landakoti fram, að þeim tíma. Lýs ing á jörðinni er í Jarðabók Árna og Páls, og var hún þá hjáleiga frá Vík. „Landskuld er 90 álnir. en mun hafa verið 70 eða 80 alnir fyrir 50—60 árum. Greiðist með 4 vættum og 4 fjórðungum fiska í kaupstað. Leigukúgildi hafa ver- ið 2 til forna, en nú eitt fyrir ósk ábúanda, en fyrir það orðlof gef- ur hann árlega kúgildisleigu, 2 fjórðunga smjörs. Leigur betalast í smjöri heim til bóndans (í Vík). Kvaðir: Mannslán um vertíð; dag- sláttur einn; að styrkja til falka- burðar, þá hann er af bóndanum heimtur; að styrkja til flutninga þá Bessastaðamenn kalla. — Kvik fjenaður er 4 kýr (fóðrast kunna 3), ein ær með lambi og 2 hestar. Skipaútgerð má ábúandi hafa svo mikla, sem hann megnar, frí af bóndanum í Vík. Eldiviðartak nægilegt ásamt heimabónda. Vatns ból er næsta ekkert, nema í Vík- Sjera Bernard. urbrunni eða Hlíðarhúsa-------“ Þegar Reykjavík fekk kaupstað- arrjettindi var Landakot ekki lagt undir kaupstaðinn og ekki heldur Grjóti nje Götuhús. Við útmæl- ingu kaupstaðarlóðarinnar var ekkert ákveðið um það hvað um Landakot skyldi verða, eftir að það var tekið undan Vík, en einu kúgildi var þó bætt þar á. Grjóta- hverfið var lagt til kaupstaðarlóð- arinnar með útmælingu 1792, en ekki fylgdi Landakot þá með, en mun hafa verið „innlimað“ við næstu útmælingu. Þegar Landakot var tckið undan Vík, bjó þar Jón Markússon hafn- sögumaður, kallaður „skjallari". Átti hann son sem Jón hjet og var talinn óknyttastrákur. Jón yngri varð nafnkunnur fyrir það að eitt kvöld 1796 afhýddu skólapiltar hann á tjörninni með bleyttri skjóðu, fyrir það að hafa borið sög- ur um sig í þáverandi rektor. Petersen kaupmaður eignaðist Landakot nokkru síðar, en 1814 keypti L. M. Knudsen verslunar- stjóri hans verslunina og eignir hennar, og þær voru taldar: Bisk- upsstofan (nú Aðalstræti 10), Vefn aðarhús og Spunahús innrjetting- anna, Suðurbær, Bergmannskram- búð, Landakot, Götuhús og V> Hóla völlur. Knudsen átti Margrjetu Andreu Hölter. Hún hafði áður verið gift Claus Mohr verslunarstjóra og var aldursmunur þeirra mikill. Er mælt að hennl hafi verið þröngv- að í það hjónaband. Endaði það og með ósköpum, eftir því sem þá var talið, því að hún stökk frá Mohr þegar á fyrsta hjúskaparári. Vakti þetta mikið hneyksli í bæn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.