Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1949, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1949, Blaðsíða 2
142 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um, en Jörundur hundadagakon- ungur leyfði þeim Margrjetu og Knudsen að giftast 1809 og er margt nafnkunnra manna í Reykja vík frá þeim komið. Knudsen ljest 1828 og eftir lát hans bjó ekkjan í Landakoti og þótti jafnan merk- iskona. ÞEGAR Gunnlaugur Oddsson dómkirkjuprestur andaðist (1835) fekk sjera Helgi Thordarsen í Odda embættið og fluttist til Reykjavíkur. Hann keypti þá Landakot og settist þar að, og síð- an má kalla að Landakot hafi ver- ið prestsetur. Þegar sjera Helgi keypti það mun það hafa verið talið innan kaupstaðarlóðarinnar. Helgi Thordersen varð biskup 1846 og fluttist þá að Laugarnesi En eftirmaður hans, sjera Ásmund ur Jónsson keypti af honum Landakot og bjó þar meðan hann var dómkirkjuprestur. Þegar hann fluttist heðan aftur austur að Odda, vildi hinn nýi dómkirkju- prestur ,sjera Ólafur Pálsson, ekki kaupa Landakot, og enginn annar. Árið 1857 seldi sjera Ásmundur Litla Landakot undan eigninni, en Götuhús fylgdu henni enn þegar franska stjórnin kevpti hana Varð nokkur kurr í bænum út af þeim kaupum, og þótti mönn- um ilt að bærinn skyldi hafa látið þessa ágætu eign sjer úr grcipum ganga — til útlendinga. Geir Zoege kaupmaður átti Litla Landakot. Árið 1862 hafði hann makaskifti á þvi og Götu- húsum við kaþólska trúboðið. Iteif hann þá Götuhús, en túnið var upp frá því nefnt Geirstún og muna margir rosknir Reykvíking- ar eftir þeim fallega bletti, þótt nú sje hann horfinn og þar komn- ar götur og húsaraðir. KAÞÓLSKU cregtarnir, Eern- 'ard og Baudoin fluttust lnngaó til Reykjavíkur árið 1860 og settust að í Landakoti. Þeir höfðu ekki trúboðserindi með höndum, held- ur voru þeir sendir af frönsku stjórninni til þess að halda uppi kristilegri starfsemi meðal franskra sjómanna hjer við land. Meðal húsanna í Landakoti var útihús eitt lítið eða skemma, rjett vestan við íbúðarhúsið. Prestarnir byrjuðu á því að stækka þetta hús og breyta því í kapellu eða kirkju. Fekk það fljótt nafnið ,.kaþólska kirkjan“ í munni bæj- armanna, vegna þess að í því var altari, prjedikunarstóll og sæti fyr ir áheyrendur. Að vísu var enginn turn á því, og engar kirkjuklukk- ur en upp á framstafn var sett krossmark og það benti ótvírætt til þess að hjer væri guðshús. Að innan var þessi kirkja mjög snot- ur og fagurlega skreytt. En prestunum varð það á að gleyma, eða vanrækja að fá leyfi byggingarnefndar fyrir þessari breytingu á skemmunni. Og þess vegna kærði hið opinbera sjera Bernard og kom málið fyrir lög- reglurjett. Þar var kveðinn upp dómur í því 18. ág. 1860. Var Bernard dæmdur í 5 rdl. sekt og honum bannað að byggja hjer kaþólska kirkju eða kapellu. Báðir málsaðiljar áfrýjuðu þess- um dómi til landsyfirrjettar. En nú brá svo einkennilcga við að vf- irrjetturiiin sýknaði Bernard og ljct sektina niður falla. Ekkert ákveðið dómsorð var á það lagt livort leylilegt væri að reisa hjer kaþólska kirkju og virlist þvi sum- um sem sjera Bernard hefði geng- ið með fullan sigur af hólmi. SKÖMMU .síðar fluttist sjera Bernard alfarinn heðan og varð seinna postullegur præfeet í Nor- tgí. En Baudoin var hjer i 16 ar cg hafði, er hjer var komið, lært íálfcusku -svo vfcl aö hauu talaði hana reiprennandi. Eftir að Bern- ard fór kom í Landakot annar franskur prestur, Convers að nafni. Leið nú og beið og urðu ekki fleiri árekstrar. Þó gætti talsverðr- ar úlfúðar í garð prestanna og var það helst út af því, að þegar frönsk skip komu hingað með látna menn, voru þeir jarðsungnir með kaþólskri viðhöfn og kaþólsk- um siðum. Var gengið í skrúðfylk- mgu neðan úr fjöru eftir götum bæarins og alla leið suður í kirkju garðinn á Melunum. Fóru prest- arnir á undan í fullum skrúða og í fylkingunni voru bornar „kross- ar og kerti“. Suður í kirkjugarði fór svo greftrun fram að kaþólsk- um sið. Segir Helgi Thordarsen biskup í brjefi að þessi „leikara- skapur hafi vakið mikið umtal í söfnuðinum, hafi sært hina betri borgara, margir hafi hent gaman að þessu cn öðrum finnist mik- ið til um“. Ljet hann þetta þó óátalið, lík- lega vegna þess, að greitt var leg- kaup og dómkirkjupresti sitt, eins og hann hefði jarðsett. Var þetta þó dálítið einkennilegt, því að þeg ar árið 1858 hafði stiftamtmaður skrifað próföstum eystra og amt- manni vestra um jarðarfarir út- lendinga. Segir þar m. a. svo: „Vjer getum eigi litið svo á, að það sje í samræmi við kristilega mannúð, að neita útlendingum um kirkjuleg, hverrar þjóðai-, sem þeir kunna að vera. En fari jarðarför- in fram með helgisiðum, þá má ekki nota neina aðra en þá, sem viðurkendir eru í hinni evangel- isk-lútersku kirkju, og auk þess verður að borga presti og borga legkaup“. Sennilega hefir biskup ekki treyst sjer til að skerast í leikinn og má ráða það af öðru. Sjera Hakon Espölin a Kolfreyju stað skrifaði biskupi að Frakkar vilji ekk. graía lik i kirkjugaró-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.