Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1949, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1949, Blaðsíða 6
146 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS RÁKE Hægt að fljúga ntan við gufu- hvolf jarðar. RÁKETTAN er svo sem ekki nýtt fyrirbrigði. Kínverjar fundu hana upp á 13 öld og notuðu í hernaði. Var hún þá kölluð „eld- peita“ og notuð til íkveikju. Á sömu öld varð hún kunn í Arabíu og litlu seinna í Evrópu. Þar var hún lengi notuð í hernaði, en litið þótti til hennar koma. Það var ekki fyr en í lok 18. aldar að rákettan komst aftur til vegs og virðingar. Þá háðu Eng- lendingar orustu við Tippoe Sahib í sunnanverðu Indlandi og fengu hræðilega útreið af rákettuliði hans. Þetta hafði svo mikil áhrif á enska hershöfðigjann í Indlandi, Sir William Congreve, að hann fekk ensku herstjórnina til þess að taka rákettuna aftur upp sem vopn. Næst fara svo sögur af notk un hennar 1807, þegar Englend- ingar rjeðúst á Kapmannahöfn. Þá kveiktu þeir í borginni með rák- ettuskotum — skutu á hana nær 20.000 ráketta. Upp frá þessu tóku flestar þjóð- ir í Evrópu upp á því að nota rákettu sem vopn, aðallega Aust- urríkismenn, Prússar og Frakkar. En brátt varð hún þó aftur úr að nýu, þegar endurbætur voru gerð- ar á skötvopnum og 1870 var al- veg hætt að nota hana í hernaði. Og þar með heldu menn að sögu hennar væri lokið, nema hvað hún var nú notuð til flugelda og til að gefa ljósmerki. Seinna var farið að nota hana sem birtugjafa þar sem Ijósmyndir voru teknar. Stund um var hún notuð til þess að dreifa haglskýum, en aðallega þó til þess að gefa neyðarmerki, þeg- ar skip voru í háska stödd og til TTUR að skjóta línu yfir í strönduð skip. En á seinustu árum hefir orðið stórkostleg breyting á rákettunni, eða eftir að fyrri heimsstyrjöldinni lauk. Þá mintust menn þess, sem hinn frægi breski vísindamaður, Isaac Newton hafði sagt 1687, að hægt mundi að fljúga í hinum loftlausa geimi utan við jörðina, ef farartækið væri knúið áfram á líkan hátt og ráketta. En þá ráku menn sig á það. að stærð- fræðin sagði að ef eitthvert farar- tæki ætti að komast út fyrir að- dráttarafl jarðarinnar, yrði það að fara með 11,2 kílómetra hraða á sekúndu frá jörðinni. En það var svo gífurlegur hraði að engum kom til hugar að hægt væri að ná hon- um. Um 1920 komu fyrstu rákettu- meistararnir fram á sjónarsviðið, og ber þar fyrst að nefna Banda- ríkjamanninn Robert H. Goddard prófessor og Þjóðverjann Her- mann Oberth prófessor. Þeir sýndu fram á, að það væri vel hugsanlegt að skjóta rákettum alla leið til tunglsins og jarðstjarn- anna. Alt sje undir því komið að finna hinn rjetta aflgjafa. Tund- ur það, sem þá þektist var alt of aflvana Betri voru fljótandi efni. Fyrsta rákettan sem notaði fljót- andi efni (bensín og fljótandi súr- efni) sem aflgjafa, var reynd í Ameríku 1926 og hafði Goddard prófessor fundið hana upp. Við fyrstu tilraun flaug hún aðeins 60 metra. Þýska fjelagið „Verein fúr Raumschiffbau“ gerði margar til- raunir árin 1930—34 með sh'kar rákettur og komust þær alt upp í 4 kílómetra hæð. En það var lítið af þeirri leið, sem er til næsta ná- granna vors, tunglsins, því að þangað eru 384.000 km. Mönnum var nú Ijóst orðið, að ekki þýddi að fást við þetta nema því aðeins að ótakmarkað fje væri lagt fram og fjöldi sjerfræðinga, en þá þyrfti hið opinbera að koma til skjalanna. Og skömmu fyrir seinni heimsstyrjöldina stofnuðu Þjóðverjar svo rákettu-tilrauna- stöðina í Peenemúnde undir stjórn dr. Werner von Braun. í kyrþey var þar svo smíðuð fyrsta stóra rákettan, sem nefndist „A. 4“ og var talin furðuverk mann- legrar snilli. Seinna, þegar farið var að nota þessa rákettu í hern- aði, fekk hún nafnið „V2“. Hún var 14 metrar á lengd og 1.75 metr ar í þvermál og vóg fullhlaðin 12 lestir. Þar af var aðeins ein lest sprengiefni (85% alkohol) og 6 lestir fljótandi súrefni. Þegar „A 4“ var reynd 2. októ- ber 1942 náði hún mörgum sinn- um meiri hraða en þekst hafði áð- ur. Hún fór með 1500 metra hraða á sekúndu, eða rúmlega fjórum sinnum hraðara en hljóðið. Hún komst 80—120 km. í loft upp eða út fyrir gufuhvolfið og var því fyrsta skeytið, sem komst út í „endalausan geiminn“. Eftir stríðið hafa Bandaríkja- menn kepst við að endurbæta rák- ettuna. Þeir rjeðu dr. Braun og samstarfsmenn hans til sín og vörðu óhemju fje til endurbót- anna. Þeim hefir tekist að skjóta rákettu 180 km. í loft upp, eða upp í Jonossviðið eða hið svokall- aða efsta loftlag. í rákettunni voru alls konar sjálfvirk vísindatæki, sem sýndu alls konar mælingar í þeirri hæð. Árið 1947 var svo rák- ettu með farþegum skotið upp í Jonossviðið. Að vísu voru farþegarnir aðeins skordýr og gátu ekkert sagt frá revnslu sinni, en þau komu lifandi aftur og vel hress. Hvorki hafði hinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.