Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1949, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1949, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBL AÐSINS 149 TVENNIR TlMAR ( OXFORDHÁSKÓLA HÖFUNDAR þessarar greinar dvöldust hjer á landi s. 1. sumar og voru um tíma starfsmenn hjá klæðaverksmiðjunni Alaiossi. RUSSEL ENOCH er fæddur í Sunderland 1924. Stundaði nám i Oxford Var í heimavarnar flugliðinu. Kvæði og greinar eftir hann hafa birst í enskum blöðum og tímaritum. Ilann kom til íslands snögga ferð, en kunni svo vcl við sig að hann seítist hjer að. Þegar heim kernur aftur hefir hann í hyggju að gcfa út „Icelandic Journai" í fjclagi við Michael Croft. MICHAEL CROFT er fæddur í Vales 1922. Slundaði nám í Oxford. Var flugmaður í stríðinu, og seinna í sjóliðinu. Síundar nu ritstörf og skrifar smásögur og ferðasögur í cnsk timarit. Ilann stofnaði ásamt R. Enoch tímaritið „Oxford Vicwpoiní" er lysir ástandinu í Oxford eftir stríðið. Á IIINUM friðsömu ríkisstjórn- arárum Viktoríu drotningar, bar mest á ríkri og alvörugefinni milii- stjett í Englandi. Þetta fólk var svo vel efnum búið að það gat látið syni sína stunda hið dýra nám við Oxford háskólann. Og margir ágætir menn komu þaðan, eins og t. d. Gladstone, Birkenhead lávarð- ur, Henry Newmal, John Ruskin og Oscar Wildc. Þetta eru aðcins i'á af þeim nöfnum, sem vörpuðu ljóma á Ox- ford á tímum Viktoríu. En það fór eins og Matthev/ Arnold spáði, að þetta var loka tímabil. Þeir sem l'æddust á hans dögum voru Born between two worlds One dead, the other powerless to be born. (Þ. e. fæddir milli tveggja heima, þar scm annar var dauður, en hinn hafði ekki orku í sjer til að fæð- ast). Efnisliyggjan vann stnám saman bug á hinni andlegu menn- ingu, sem átti upptök sín í Oxford. Velmegunin á dögum Viktoríu liafði gert menn værukæra og þunglamalega. Velmegunin helst fram á 20. öld, en fáa grunaði þá hvaða byltingaöfl leyndust undir yfirborði þjóðlífsins. Skuldadagarn ir komu með fyrri heimsstyrjölch inni. Keimingar og verðmæti, sem tnenn höfðu haldið sígilt, urðu eiriskisvirði í beim hildarleik. Ungir menn, sem langaði til að komast í stríðið, töldu Oxford besta og skemtilegasta staðinn þar sem þeir gætu eytt seinustu mán- uðunum áður en kallið kæmi. En þegar blómi enskra æskumanna haíði fallið á vígvöllunum, þá fanst þeim, sem af komust og leituðu ao nýu til Oxford, að þeir væri skop legar hetjur dauðadæmdrar kyn- slóðar. Þeii' voru þreyttir á lífinu. vonsviknir og bitrir í skapi. Sum- ir fóru þangað aðeins til að leita sjer hvíldar eftir strxðið. Sumir höfðu þá fánýtu von, að þeir gæti horfið aftur til hins sama lífs og var fyrir stríð. Flestir, sem komu úr þrengingum og hörmungum stríðsins, heldu að Oxford gæti veitt sjer alla þá ánægju, sem þeir höfðu farið á mis við. Þeir vildu ekki viðurkenna að þeir höfðu kvatt æskulífið um leið og þeir fóru í hermannabúningana. Þetta var utanveltu og hávaðasam- ur lýður, leyfar þeirrar kynslóðar, sem liðið hafði skipbrot. Þeir drukku sleitulaust og dönsuðu sem æðisgengnir eftir nýjustu „jazz“- tónunum. Þeir þeyttust í nýjum bílum eftir friðsælum þjóðvegum, svo að lögreglunni stóð stuggur af, en borgurunum stór hætta. Þeir efndu til hóflausra skemtana og köstuðu velsæmi fyrir borð í sí- feldri leit að gleði. Þeir voru nefndir „The Bright Young Things“ og hinir, sem næst- ir komu, öpuðu eftir þeim. Það eru þessir menn, sem Evelyn Waugli og Aldous HuxJe.y lýsa í hinum háðbitru sögum sínum og Noel Coward í skopleikum sín- um. Eítirköst stríðsins. Um 1930 settu þeir ekki lengur Ccdcrd,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.