Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1949, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1949, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBL A.ÐSINS 153 og hinna lifandi. Þess vegna verða þeir, sera lifa að hjálpa þeim og láta þá fá alla þá gripi, sem þeir kunna að þurfa að nota þegar þeir vakna. Þar kemur þegar fram ósk manns- ins um að lifa áfram. Þarna er upp- hafið að þeim greftrunarsiðum er fyrst bygðust á hjátrú, en síðar á trúarbrögðum. Töframaðurinn hjá Cro-Magnon mönnum var einnig lcE'knit. Hans var vitjað í hvert skifti sem ein- hver veiktist eða var að dauða kominn. Það var þýðingarmikil staða, og hann naut mikils álits. Hugmyndin um ódauðleika, um hin góðu veiðilönd annars heims — sem enn er uppi á vorum dög- um — hefir sennilega komið upp hjá Neanderthals manninum. Þessi hugmynd, sem er svo þýðingarmik- il vegna þess að henni skýtur upp alls staðar í heiminum, hefir náð framþróun. Hjá sumum helst hún enn svo að segja óbreytt, en aðrir hafa umskapað hana og breytt henni, svo að úr henni hafa skap- ast kennisetningar og heimspeki- legar hugmyndir. Nú var hlutverk einstaklingsins komið á nýtt stig. Töframaðurinn, listamaðurinn, málarinn og mynd- höggvarinn, voru gæddir æðri gáf- um en fjöldinn. Þeir juku hæfileika sína og miðluðu öðrum af þeim. Þeir völdu sjer lærisvei'na meðal hinna best gefnu, og lögðu þann- ig grundvöllinn að menningunni, án þess að vita það. Þessir menn voru frumherjar menningarinnar, en fjöldinn hugsaði um það að veiða, skemta sjer, berjast og auka kyn sitt. En fyrir það fengu and- ans mennirnir nýa lærisveina er báru framþróunina lengra. Þetta sýnir oss að öll framþróun mann- kynsins er að þakka andlegu at- gjörvd einstaklinga. Þetta er svo enn í dag, eða ætti að vera. II. Siðgæðishugsjónir manna eru mjög gamlar, en þær hafa senni- lega ekki yerið víðfeðma í byrjun, og fjelagslegar reglur hafa engar verið meðan ekkert þjóðskipulag var til. Sennilegt er að fyrstu lög mannsins hafi veríð þau að banna að deyða mann og banna að stela. En þegar ættbálkurinn kom í stað fjölskyldunnar, þegar „blóðhefnd- inni“ var breytt í *refsingu“. með öðrUm örðum, þegar fast þjóð- skipulag var myndað og lög sett, virðast siðgæðishugsjónirnar hafa tekið miklum framförum. Fyrir sex þúsundum ára voru þær komn- ar á svo hátt stig, að þær hafa varla breyst til batnaðar síðan. Að vísu höfum vjer aðeins eitt dæmi þessu til sörmunar, en það er frá Egypta- landi. Má vera að það eigi einnig við um Kína. En eina handbæra sönnunin, sem vjer höfum, er önn- ur elsta bók heimsins, leiðbeining- ar Ptah-Hotep, ritaðar handa eg- ypskum prinsum fyrir 5300 árum. Vjer skulum hjer aðeins drepa á tvö atriði í þeirri bók, er sýna visku höfundar. Annað þeirra er ávarp til húsbóndans, höfuðs heim- ilisins: , „Ef þú ert hygginn, þá muntu sjá vel um heimili þitt. Þú munt gera alt konu þinni til geðs, þú munt fæða hana og klæða, og þú munt hjúkra henni, ef hún veik- ist. Fyltu hjarta hennar gleði alla ævi og vertu aldrei strangur .... Vertu góður við hjú þín eftir því sem í þínu valdi stendur. Friður og gleði er ekki á því heimili, þar sem hjúin eru óánægð ....“ Á hinum staðnum ávarpar hann konungsson: „Ef þú girnist völd, þá reyndu að vera fullkominn mað- ur. Er þú situr á ráðstefnu þá minstu þess að þögn er betri en óþarfa skraf ....“ Nú eru rúmlega fimm þúsundir ára síðan hinn vitri maður gaf þess ar ráðleggingar. En hvað verður langt þangað til að menn fara.eft- ir þeim? Þessi tvö dæmi sýna það ljóst, að oss hefir ekki íarið mikið fram, en þau birta líka siðgæðiskenning- ar, sem svipar til slíkra kenninga nú á tímum. Vjer verðum því að telja að fyrstu siðgæðishugmynd- irnar hafi komið upp löngu áður en þetta var skráð. Þær höfðu gengið T arf. Aldrei hefir komið fram fullkom in skilgreining á hinu góða og hinu illa, þótt menn hafi gert greinar- mun á þessu tvennu frá upphafi vega. Og þetta hefir komið upp þegar frjáls hugsun skapaðist. Trú- arbrögðin hafa táknað hið góða með einum eða fleiri guðum, og hið illa með einum eða fleiri djöfl- um. Hið góða var umbun, gleðilegt framhaldslíf. Hið illa hefði sinn dóm með sjer. Þessi skilgreining með umbun og refsing, nægði fjöldanum. Heimspekingar hafa rifið niður þessa skilgreiningu og „sannað“ sjer til ánægju að hún fengi ekki staðist. Það sem er kallað gott í einu landi, er kallað ilt í öðru landi, sögðu þeir. Fullkomlega gott væri ekki til. Þeir hafa fæstir gætt þess, að þessi skilgreining ér sprott in upp hjá frumstæðum möhnum og þess vegna hefir hún alveg sjer- stakt gildi. En það er hættulegt að rugla hugmyndir fjöldans um gott og ilt, og þess vegna er það rauna- legt að eingöngu trúarbragðafröm- uðir og heimspekingar skuli hafa skýrt þetta frá sínu sjónarmiði. Þá skorti því miður vísindaleg rök. sem nauðsynleg eru til þess að sannfæra hina vantrúuðu. Hjer er hætta á ferðum. Fjöldi manna, og þar á meðal margir gáfumenn, fylgja siðalögmálinu í breytni sinni, vegna þess að þeir telja það nauðsynlegt meðan þeir eru borgarar þjóðfjelags, eða þá vegna þess að þeir hafa verið ald-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.