Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1949, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1949, Blaðsíða 1
12. tölublað. ofggmiMiitoiti! Sunnudaginn 27. mars 1949 XXIV. árgangur. Arni Ola: FJÖRIR KAUPMEN , FYRIR hundrað árum voru íbú- ar Reykjavíkur ekki nema rúm 1100. Fram að þeim tíma höfðu erlendir kaupmenn ráðið hjer lög- um og lofum og verið mestir virð- ingamenn. En nú tók þetta að breyt ast. Þegar latínuskólinn var kom- inn og helstu embættismenn voru sestir að í Reykjavík, fór mesti ljóminn að kaupmönnum. Nú varð embættismannastjettin fremst um allar virðingar. Sú varð og önnur breyting á, að íslenskum kaupmönnum fjölg- aði smám saman, og þótt þeir drægi ekki burst úr nefi hinna rótgrónu selstöðukaupmanna, þá sá almenningur, að kaupsýsla var engin yfirburða gáfa, sem aðeins var ljeð útlendingum. En þrátt fyrir þetta höfðu kaup- menn enn mikil völd og álit, eins og fram kom í því, að þeir voru öðrum fremur valdir til trúnaðar- starfa, ýmsir þeirra sátu jafnan í bæarstjórn og rjeðu þeir mestu um stjórn kaupstaðarins. Þegar hjer er komið sögu voru þessir helstu útlendir kaupmenn í Reykjavík: Carl Franz Siemsen, Ditlev Thomsen, Moritz Biering, P. C. Knudtzon, Carl O. Robb, N. Þannig var umhorfs í krambúðunum í Reykavík. Chr. Havsteen, M. Smith, R. P. Tærgesen og W. Fischer. En af íslenskum kaupmönnum má helst nefna Þorstein Jónsson, Jón Markússon, Sveinbjörn Jakobsson og Hannes St. Johnsen. Margir hinna erlendu kaup- manna áttu sjálfir skip, sem þeir höfðu í förum landa á milli, og voru því ekki upp á aðra komnir með flutning og farmgjöld. Ann- ars var lítið um siglingar til lands- ins, nema hvað póstskipið helt uppi nokkurn veginn reglubundn- um ferðum. Póstskipið hjet „Sölöv- en" og hafði verið mörg ár í sigl- ingum hingað. Það var seglskip. Skipstjóri þess hjet Stilhoff. Hann varð fyrstur manna til þess að benda á þá nauðsyn að koma hjer upp siglingamerkjum. Árið 1854 stakk hann upp á því, að dufl eða tunna yrði sett á Akureyar- rif og viti reistur á Garðskaga. Bæarstjórn tók það mál til at- hugunar. Taldi hún sjer ekki skvlt að sjá um vitabygginguna, en mælti með þeirri hugmynd við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.