Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1949, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1949, Blaðsíða 3
spurnar að þcir lægi þar eflir þeg- ar miklu minna og lakara skip hefði lagt út. Varð skipstjóri þá reiður og skipaði að hefja upp akkeri. Og svo var hann hastur og hámæltur, er hann var að skipa fyrir, að köllin heyrðust í land. Um þetta leyti ljetti og „Juno“ akkerum, en tókst svo slysaslega að það hrakti og var að því komið að reka upp á Örfiriseyargranda. Brá Stilhoff þá við og kom því til hjálpar, en þetta tafði hann um tvær stundir og lagði því ekki á stað fyr en um kl. 8 Hafnsögu- maður fylgdi honum út fyrir Gróttu. Heyrði hann Stilhoff segja að hann æ'tlaði sjer að vera sem næst suðurlandinu, því að úr þeirri átt ætti hann stórviðris von. Sást það til hans, að þegar hann var kominn út á Svið, „tók hann slag“ og sigldi nær Suðurlandinu. ÞAÐ er af „Juno“ að segja, að begar Stilhoff hafði bjargað því frá strandi, kastaði það akkeruin og fór hvergi. Veður var ekki mikið þennan dag í Reykjavík, en dumbungur og úrfelli. Það frjettist seinna, að , Drei Annas“ hefði siglt frarn hjá Garðskaga um hádegi, og „Sölöv- en“ tveimur stundum seinna. Og enn var sagt að „Sölöven‘“ hefði sjest fram undan Hvalsnesi rjett fyrir myrkrið, en dimt mun haia verið orðið kl. 4. Um miðaftan skall á aftakaveð- ur af útsuðri og stærði sjó fljótt og varð brimgangur hjer inni í Sundum óvenjulega ofsafenginn. Og enn herti veðrið og varð ofs- innmestur undir morgun og skuli'u þa hús í Reykjavík eins og strá Maður, seni staddur var hjá myll- unni á ilólavelli þegar bjart var, orðið um morgunínn, sagói svo íra: ,.Þá var sjórinn ógnarlegur, hann v&r ailur hærri en lairdrð, og Ak- urey vai ems og niðri í dalverpi“. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS " 159 Enn helst veðurofsinn fram und ir miðaftan og segja samtíma lieimildir að þetta hafi verið fá- dæma ofveður, svo að vart hafi nokkru hafskipi verið siglandi, heldur hafi þau hlotið að láta reka undan upp á líí og dauða. LEIÐ nú rúmlega hálfur mánuð- ur svo, að ekkert frjettist af skip- unum, nema hvað sú fregn kom úr Grindavík, að þar hefði sjest skip á siglingu djúpt úti fyrir á þriðja degi eftir veðrið og var tatið víst að það mundi hafa verið ann- að hvort þessara skipa. En hinn 15. desember kemur sendimaður frá sýslumanni Borg- firðinga með brjef til bæjarfóget- ans í Reykjavík. Segir sýslumaðnr þar frá því, að síðan með jólaföstu- komu (29. nóv.) hafi rekið á Álfta- nesfjöru á Mýrum allskonar brot úr skipsbyrðingi, reiða og vörur, sem sýnilega sje úr kaupskipi, og á Ásreka í Melasveit hafi rekið fleka af aftari hluta kaupfars, tólg- artunnur o. fl. En á meðal þess, sem rekið hafi á land hjá Álfla- nesi sje nokkuð af farangri skip- verja, skjöl nokkur og dagbók. — Megi ai þessum skjölum ráða, að þarna hafi skipið „Drei Annas“ farist og allir drukknað, sem á því voru. • Fregn þessi kom eins og reiðar- slag, og menn vildu í fyrstu ekki trúa því að það gæti verið satt að Biering og fjölskylda hans hefði farist þarna, þvi að Biering var mjög vinsæll maður og' gátu vinir hans ekkí liugsað sjer að hann, börn hans og kona væri ekki lengur í tölu lifenda. Var, það lengi að menn lieldu í þa fánýtu von, að menn hefði bjargast af skipinu. En þó fór svo að kaldur veruleikinn kvað niður þa von. Þegar menn íóru að reyna að gera sjer grein íyrir því meS hverj um hætti slysið hefðí orðið, töldu þeir víst, að þegar er skipið var komið fyrir Garðskaga muni það haía fengið mótbyr og veltisjó, svo að það hafi orðið að slaga yestur í flóann. En svo þegar ofveðrið rauk á, hafi þeir ekki fengið við neitt ráðið og muni Lund skipstjóri þá hafa hugsað sjer að hleypa til Straumfjarðar og það mundi hon- um hafa tekist í björtu veðri. En nú var komið myrkur, grenjandi sjólöður og stórsjór. Og svo hefur skipið rekist á sker alveg á sömu slóðum og' þar sem franska skipið „Pourqoui pas?“ fórst 79 árum síðar. Skipsskrokk- urinn lanst nokkuð fyrir innan Þor móðssker. Lá hann þar á 11 íaðma dýpi og heldu akkerin honum niðri. Ekkert lík rak á latid og ckkert af fólkinu nema eina tá. UPPBOÐ var haldið á vogreki því, sem borist hafði í land af „Drei Annas“ og fóru nokkrir menn úr Reykjavik þangað. En er þeir komu heim aftur höfðu þeir þær frjettir að færa að annað skip hefði farist í þessu sama veðri milli Lón- dranga og Malarrifs á Snæfellsnesi. Hefði rekið á land hjá Malarrifi reiða, segl, brotin siglutrje, eir- þynnur og þrjá hesta móálótta. — Grunaði menn þegar að póstskipið mundi hai'a farist þarna, þvi að það var eirslegið utan og auk þess var kunnugt að það hefði lialt fjóra hesta móálótta innan borðs. Annars var fregnin um þetta svo lausleg, að varla var að treysta henni, og ekkert haíði heyrst frá sýslumanni vestra. En þeim, seni höfðu átt vandamenn um borð í „Sölöven'1 gerðist ekki rótt, og þar sem Ditlev Thomsen kaupmaður hafði verið einn af farþegum, tók Ágirst Thomsen, sonur hans, það til bragðs að senda mann gagngert. vestur a Snasfellsnes til þess að hafa sannar sogur aí'tesÞ3. ÞETTA var um hávetur, komið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.