Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1949, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1949, Blaðsíða 4
ÍGO LESBÓK MORGUNBLADSINS fram í janúar. Veðrátta var >11. hríðar og umhleypingar og mikil ófærð svo að það tafði ferðir sendi- manns. Kom hann ekki til Reykia- víkur aftur fyr en 19. janúar og hafði þá aðeins farið í Stykkis- hólm á fund sýslumanns, en ekki vestur undir Jökul. Hafði hann þær frjettir að færa, að nú varð það ekki dregið í efa að „Sölöven“ hafði hrakið upp í björgin og brotnað í spón. Er þarna aðdjúpt og himin- gnæfandi hamrar yfir, en brimið verið svo óskaplegt að það hefur molað skipið sem skel við klettana. Undir rökkur hinn 27. nóv. tók bóndinn á Malarrifi eftir því að þar fór að berast í land spýtu- brot, hvít- í sárið, og þar næst fann hann hestana þrjá rekna og var einn þeirra þá volgur enn. Bendir það til þess að skipið hafi ekki farist fyr en komið var fram á dag eða undir hádegi. Töldu menn að sjórokið hefði veri& svo mikið, að skipverjar hefði ekkert sjeð út frá borði, þótt dagur væri á lofti, því að „þegar sjórinn rýkur sem mjöll, þá er það eins og bylu^p^^ekkert sjest.“ Auk rekalds og smábrota úr skip- inu barst á land mikið af ull, um 4 skpd. af tólg og nokkuð af salt- kjöti. Enn fremur höfðu fundist smáböglar, er menn hjer syðra könnuðust við, að sendir höfðu ver- ið með „Sölöven“, tætlur af karl- mannafatnaði, einkum nærfatnaði, með ýmsum fangamörkum (t. d. S. B.), og brot af fjöl með útskorn- um stöfunum SÖLÖ. Ekkert lík rak á land hjer frem- ur en á Mýrunum og af mönnun- um fannst ekkert nema einn fót- leggur með litlu holdi á. MÖNNUM varð að vonum nokk- uð tíðrætt um þessi hörmulegu slys, en ekki er nú kunnugt hve már’gfr ménh hafa farist með báð- um skipunun), því að skipshafnir —;—^------------------------ voru útlendar. En kaupmanna- stjett Reykjavíkur hafði hjer mik- ið afhroð goldið er hún misti þarna fjóra úrvalsmenn úr sínum hópi. Þykir því rjett að geta þessara manna að nokkru. Snæbjörn Snæbjörnsson Bene- dictsen var verslunarstjóri hjá Havsteen. Hann var kvæntur Sig- urveigu dóttur Magnúsar Magnús- sonar í Seli í Reykjavík. Hann hafði bygt sjer hús við Göthúsa- stíg, sem nú heitir Mjóstræti. Það hús er nú horfið fyrir mörgum ár- um, en stóð andspænis Vinaminni. Jón Markússon var stúdent og átti fyrst heima í Þingholti hjá móður sinni, Elínu Jónsdóttur prestsekkju. Árið 1842 fekk hann útmælda lóð fyrir vestan Suncken- bergs húsin, reisti þar hús og rak þar verslun til dauðadags. Seinna eignaðist Hans Robb húsið, versl- aði þar og nefndi verslun sína „Liverpool“. Festist það nafn v>ð húsið, og eftir að það var rifið fylgdi nafnið hinu nýja húsi sem þar var reist. Jón Markússon átti um skeið sæti í bæjarstjórn og sama árið og hann ljest hafði hann verið kosinn endurskoðandi bæj- arreikninganna. Hann hafði og ver- ið einn í þeirri nefnd er gerði út um skiftin milli Reykjavíkur og Seltjarnarness, þegar þau skildu hreppsfjelag. • Ditlev Thomsen var ættaður frá Bau í Sljesvík en hafði dvalist rúm 30 ár á íslandi. Honum er svo lýst, að hann hafi verið vel gáfaður maður, en óþýður í framgöngu, harðvítugur og óprúttinn ef því var að skifta og þrætukær í meira lagi. Átti hann í brösum við ýmsa og málaferlnm og ljet aldrei sinn hlut fyr en í fulla hnefana. Árið 1837 keypti hann vörugeymsluhús Bjarna riddara Sívertsen af Sig- urði syni hans og byrjaði að versla þar. Sjö árum síðar bygði hann sjer íbúðarhús fyrir sunnan búðina. Var það síðar stækkað mikið og hjet þá Thomsens Magasín, en nú að undanförnu hefur það verið kall- að Hekla og þar er nú aðalstöð Strætisvagna Reykjavíkur. Thom- sén var duglegur kaupmaður og varð verslun hans brátt ein af að- alverslunum bæjarins og jókst þó mjög í höndum sonar hans og son- arsonar. — D. Thomsen var kosinn í bæjarstjórn 1852, en neitaði að taka þar sæti, vegna þess að fund- argerðir væri skrifaðar á íslensku, en íslensku kvaðst hann ekki kunna. — Trampe greifi svaraði því, að hann hefði verið hjer í 26 ár og talaði altaf íslensku við við- skiítavini sína og hann yrði að teljast sá af kaupmönnum er tal- aði málið best, auk þess færu um- ræður í bæjarstjórn „venjulega fram á dönsku.“ Stjórnin úrskurð- aði að Thomsen yrði að taka við kosningu. Tveimur árum seinna var hann um hríð sviftur fulltrúa- sæti í bæjarstjórn vegna sakamáls, sem bæjarfógeti hafði höfðað gegn honum. Og sama árið og hann fórst úrskurðaði dómsmálaráðu- neytið hann úr bæjarstjórn fyrir aldurs sakir. Hann var einn af þeim sem barðist kappsamlega á móti því að bærinn keypti Laugar- nes. Moritz W. Biering var af dönsk- um ættum, en fæddur hjer og upp- alinn. Faðir hans, Hans Peter Vil- helm Biering var ættaður frá Ár- ósum. Kona hans var Anna Cat- hrine Hölter og bjuggu þau í Dið- riksbæ (sem kenndur var við Dið- rik Hölter skósmið) en hjet að rjettu lagi Grænibær og stóð þar sem nú er Búnaðarbankinn. Moritz Biering fór 10 ára gamall í fóstur til Th. Thomsen, verslunarstjóra Flensborgarverslunar í Reykjavík og ólst upp hjá honum og mannað- ist. Gerðist hann síðar verslunar- stjóri Flensborgarverslunar og keypti hana árið 1850. Rak hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.