Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1949, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1949, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 163 kunna venjulega góð skil á öllu, í og við fjöruna, þar á meðal sjáv- arföllum. Þetta er því ekki eins erfitt við- fangs, eins og þeim kann að virð- ast, sem ekki eru kunnugir sjávar- ströndinni. Og fráleitt er það hjá dr. Trausta, að nauðsynlegt sje að vita meðalhæð sjávar á staðnum, til þess að geta sjeð hvort sjór hafi hækkað eða lækkað við ströndina. Um meðalhæð sjávar þurfa menn ekki frekar að vita, til þess að sjá breytingu á hæð hans, en menn þurfa að vita meðalhæð íslendinga. til þess að sjá að þjóðin okkar er hávaxnari nú en fyrir þrjátíu ár- um. En allir vita að þjóðin hefur stækkað, þar á meðal dr. Trausti. en hvorki hann, nje aðrir, vita með neinni vissu um meðalhæð íslend- inga, hvorki fyrir 30 árum, nje nú En menn sjá að synir eru alment stærri en feður, dætur hærri í lofti en mæður, ungt fólk yfirleitt stærra en eldri kynslóðin, og það er nóg. Og hjer á Suðurlandi sjá menn, (ýmsir), að sjór er hærri en fyrir þrjátíu árum. Þeir sjá hvernig flæðir upp á klappir, eða yfir björg í fjörunni, sem ekki flæddi áður upp á, eða yfir; og þeir sjá flúðir og sker, sem aldrei fóru í kaf á flóði, nú fara í kaf í stór- streymi, einn eða fleiri daga. Þeir sjá að það flæðir lengra upp eftir lækjum og ám en áður, og hvern- ig sjórinn eyðir grassverðinum við alveg lygna og lokaða voga, þar sem aldrei kemst að nein úthafs- alda. En þeir sjá oft líka, að það er hætt að fjara út fyrir stóra steina, eða önnur kennimerki í fjörunni, sem áður mátti ganga kringum á stórstraumsfjöru, og að flúðir eða sker, sem altaf komu upp þá, eru hætt að sjást. En þetta var nú sunnanlands. En vestan- norðan- og austanlands munu menn óvíða taka eftir þessu (er nú var lýst). Þar hefur hins- vegar verið tekið eftir þvi, að flóð ganga ekki eins hátt upp og áður. en að það fjaraði lengra út en fyr. Og af öllum þessum fyrirbær- um hefur verið ályktað, að hier fyr ir sunnan sje landið að síga, en á hinum stöðunum að rísa. Auðunna ströndin. Dr. Trausti segir að landbrot fari „mest fram á hinni lágu auðunnu strönd Suðvesturlands“. En þetta er að tvennu leyti skakt, því sjór- inn ber upp að lágri strönd. ef hún er ekki að síga, en eyðir henni ekki; og hann er að eyða kletta- ströndinni hjer sunnanlands og það mjög hratt. T. d. hefur klettana við strendur Örfiriseyar brotið geysi- hratt á síðustu þrjátíu árum. Framburður skriðjökla, jökul- hlaupa og jökulvatna er geisimik- ill við suðurströnd landsins. enda er ströndin víða að færast út. En það er langt frá því alstaðar Fram burður Ölvesár og (þó einkum) Þjórsár, er mjög mikill, en þó hop- ar ströndin milli þessava fljóta. Stjörnusteinar, sem bær Hallsteins Atlasonar jarls hjet eftir, eru nú 6 til 7 hundruð metra undan landi. Stálið, sem Stálfjara á Stokksevri hjet eftir, (þar sem setstokkana rak), er nú æði spöl frá landi og Stokkseyrin er nú þorp á sjávar- bakka ,en eyrin sjálf fyrir löngu horfin í sæ. Ýmsir bæir á þessari strönd hafa verið fluttir undan sjó, lengra upp, og sumir oft. Sand byngirnir við sjóinn færast upp. svo flytja verður bæina, og það flæðir svo langt upp eftir Ölvesá og Þjórsá að straumlaust verður í ósunum, er fyllast því sandi. Hafa af þessum ástæðum lagst niður sjóróðrar úr Þjórsárósi, er áður voru mikið stundaðir, en þetta hærra vatnsborð neðst í þessum fljótum, hefur haft þau áhrif, að land hefur brotið þar til beggja handa, og eyðst mikið. En athugum nú, hvernig stend- ur á því, að strendur á Norður- landi, er líkt stendur á um, og landið milli Ölvesár og Þjórsár, brýtur ekki, heldur þvert á móti færast fram. Hversvegna færist Þingeyrasandur við Húnaflóa fram, hversvegna sandarnir fyrir botni Skagafjarðar, Skjálfandaflóa og Axarfjarðar? Framburður á öll- um þessum stöðum (nema ef til vill við Axarfjörð) er þó mikið minni, en milli Ölvesár og Þjórs- ár. Skýringin á þessu er sú að landið sígur að sunnan, en er að rísa að norðan. Reykjavíkur-mölin. Einhverntíma í fyrndinni, fyrir landnámstíð, en löngu eftir ísöld, var löng og mjó sjávarvík. þar sem nú er Tjörnin í Reykjavík. Sjór stóð þá líklegast 8 til 10 metr- um lægra en nú, því á botni Tjarn- arinnar, eða rjettara sagt, undir 3 til 5 metra djúpu leðjulagi þar, er sjávarmöl. Hefur möl þessa bor- ið með landi fram, og líklegast mest að vestan, og staðnæmst í afdrepinu í víkinni, og myndað þar malareyrar, hverja af annari, með mismunandi hæð sjávar, og langtum innar og neðar en núver- andi Miðbær. Hvort nokkrar uppi- stöður mynduðust bak við þessar eyrar er ekki gott að vita, en ekki er það ótrúlegt. Löngu síðar, er sjór stóð nálega þrem metrum lægra en nú, fór að myndast það, er við skulum nefna Reykjavíkur-möl, það er flata landið milli Tjarnar og sjáv- ar. En er eyrin náði þvert yfir víkina, varð uppistaða fyrir innan — Tjörnin myndaðist. Um langan tíma stóð sjór altaf í líkri hæð, og altaf bar meira að, af möl og altaf breikkaði eyrin (eða aldan). Frh. á bls. 167. I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.