Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1949, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1949, Blaðsíða 10
166 LESBÓK MORG UNBIj A.ÐSINS veiðarfæragerð hjer á landi. Fvrstu árin framleiddi Hampiðjan 120— 150 smálestir á ári af vörpugarni og bindigarni, og tók þá að mestu levti fvrir innflutning á þessum vörum. í strífiinu voru miklir erfiðleik- ar á V'v’ fá hráefni, sierstak- lega eftir að Japanir hertóku Fil- ipsevjar, og ómögulegt revndist pð fá Manila hamp. En þrátt fyrir hráefnisskort, var þó enn þá meiri erfiðleikum bundið að láta vinna úr hampinum, þar sem erlendar verksmiðjur gátu ekki fullnægt hernaðarþörfinni þótt þær væru starfræktar allan sólarhringinn. Er erfitt að segja, hvernig farið hefði, ef Hampiðjan hefði þá ekki haft vjelar til þess að kemba og spinna hampinn. Er vafasamt að nokkurn tíma í atvinnusögu okk- ar íslendinga hafi afkoma jafn margra verið háð starfi jafn fárra, eins og í þessu efni. Er það sjer- staklega eftirtektarvert, að það voru mest unglingar og kvenfólk í Hampiðjunni, sem vann þessi nauðsynjaverk fyrir þjóðfjelagið. En að hjer er um talsverðan iðn að að ræða getur maður sjeð á því, að á árunum 1945—47 kembdi og spann Hampiðjan úr hjerumbil 500 tonnum af hampi á ári, enda var þá oftast unnið í þrem vökt- um. Þegar jeg kom í Hampiðjuna á dögunum, skoðaði jeg fyrst og fremst nýjustu vjelarnar þar, sem eru í viðbótarbyggingunni út að Brautarholti. Vjelar þær eru til þess gerðar að vinna úr ítölskum hampi og öðrum mjúktrefja hampi, aðallega til framleiðslu á fiskilín- um. * Ný grein. Nokkrum árum eftir að Harnp iðjan tók til starfa, voru ráðagerð- ir uppi um það, að kaupa slíkar vjelar, svo hægt væri að fram- l«***-~ leiða garn í fiskilínur. Þetta var árið 1937. Þá komst þetta mál svo langt, að bæði sjávarútvegsnefnd og iðnaðarnefnd Alþingis gáfu skrifleg meðmæli með því, að verksmiðjan fengi gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir slíkum tækium. En ekkert gat orðið úr því þá, sökum gjaldeyrisskorts. Svo kom stríðið og gerði alla hluti erfiðari. En í ársbyrjun 1945 festi verksmiðjan loks kaup á þessari nýju vjelasamstæðu, en leyfi fvrir þessum vjelum fjekk Hampiðjan rjett um leið og Ný- byggingarráð var stofnað. Vjelar þessar eru nú fyrir nokkru komn- ar í notkun. Fiskilínurnar, sem þar eru framleiddar, eru sambærileg- ar við hinar gömlu, góðu fiskilín- ur, sem aðallega voru notaðar hjer fyrir styrjöldina. Það er gaman að horfa á þessar vjelar vinna. Jeg átti þar tal við verkstjórann Björn Magnússon og aðstoðarmann hans Óskar Jónsson. hina traustustu og duglegustu menn. Vjelarnar, sem notaðar eru til þess að greiða úr og kemba hamp- inn, eru stórar, eins og sjest á meðfylgjandi mynd. Þarna eru hampflyksurnar lagðar á breitt færiband, sem flytur hampinn inn í vjelina, en hún skilar tánum lopanum frá sjer í háar lopakönn- ur. Eftir að hampurinn hefur ver- ið grófkembdur, fer hann í gegn- um þrjár fínkembivjelar, en það þyrfti langt mál til þess að útskýra hvernig þessar kembivjelar vinna, og sleppi jeg því. Ennþá skemmti- legra var að horfa á spunavjelina, sem jeg minntist á hjer að ofan. Spinnur hún hampgarnið á 60 snældur í einu. Vjel þessi er svo haganlega útbúin, að þó að slitni á einni snældunni, þá er hægt að tengja endana saman, þótt vjelin haldi áfram að spinna á hinar snældurnar. Frá spunavjelinni fer garnið í gegnum þar til gerðar tvinningarvjelar, sem skila full- unnum fiskilínum. í netjagerðinni. Jeg notaði líka tækifærið til þess að heimsækja netjagerð Hampiðj- unnar, en hún hefir aðsetur á efri hæð verksmiðjuhússins. Hitti þar að máli verkstjórann Jón Sigurðs- son, hressilegan og skemmtilegan mann, og fjekk þar heila kennslu- stund í því hvernig botnvörpur eru gerðar og hvernig reynslan hefir kennt fiskimönnunum, hvaða gerð varpanna er heppilegust. Bak við slíkar niðurstöður liggur mik- il reynsla og eftirtekt fiskimanna. Eftir því sem togararnir verða stærri og öflugri, eftir því þarf þetta mikilvirka og merkilega veiðarfæri að verða stærra og vandaðra að öllu leyti. Nýjustu og fullkomnustu vörpurnar, sem gerð- ar eru, eru um 50 metrar á lengd. Fvrir 10 árum byrjaði Hampiðj- an sjálfstæða starfrækslu með hnýtingu á botnvörpum. Árangur- inn af þeirri nýbreytni varð sá að verð á botnvörpum lækkaði um 10% frá því sem áður var. Þess ber að gæta sjerstaklega að allt sem að þessum iðnaði lýtur, fær enga vernd af tollum. Á árunum 1939—1940 ^ seldi Hampiðjan tilbúnar vörpur bæði til Færeyja og Boston. íslensku skipstjórarnir í Boston vildu mjög gjarnan fá botnvörpur sem unnar væru hjer, vegna þess hvað þeim líkaði þær vel. En vegna stríðsins fjellu þessi viðskipti niður. Með komu nýju togaranna 1947 —1948 jókst þörfin mikið fvrir botnvörpugarn og botnvörpunet og það því fremur sem nýju skipin gátu svo að segja engin veið- arfæri fengið í Bretlandi, þar sem Bretar sjálfir voru þá sem óðast að koma togurum sínum á veiðar að nýju, eftir stríðið. Hefur verk-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.