Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1949, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1949, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 169 Jón E. Vestdal dr.: RÍS ALFTANES ÚR SJÖ? þau eru þar neðarlega í fjörunni, þó enginn vafi sje á að þau hafi myndast ofarlega í henni. Landið hefur sígið, fjaran flutst til, og er flóðmál nú ofar. / Báscndu-flóö. Flestir hafa heyrt getið um þetta mikla flóð, þegar tók af kaupstaðinn á Básendum, en þessj kaupstaður var á vestanverðum Reykjanosskaga, nokkru sunnar en Sandgerði. Druknaði þá ein kona, en verslunarhúsunum, sem voru þrjú, sópaði burt, og var ekki bygt þarna aftur. Þarna sjást þó enn nokkur verks ummerki, en landið er sígið svo mikið, að klapp- irnar eru þaragrónar að nokkru leyti þar sem húsin stóðu. (Flóðið var aðfaranótt 9. jan. 1799). Fornminjar í Tjarnargötu. Seint í apríl 1944 var Guðfnund- ur Kjartansson jarðfræðingur, sem á heima í Hafnarfirði, á gangi í Reykjavík. Sá hann þá í grunni, sem var verið að grafa þar sem nú er Steindórsprent" (í Tjamar- götu), að þar kom fram mikið ,af beinum, og sá hann þegar við laus- lega athugun, að þarna voru bæði dýra- og fuglabein. Fann hann þarna neðra skolt úr svíni, með vígtönnum (og reyndist þarna síð- ar mikið af svínabeinum). Einnig fann hann neðri hluta af geirfugls- nefi. Ýmis mannaverk voru þarna: garður eða veggur illa hlaðinn, hellulögð braut og hlóðir. Æfður mælingamaður, Árni Árnason lóða skráritari, mældi þarna nokkrar hæðir miðað við sjó, og voru þær sem hjer segir: Neðra borð öskulags 232 cm. Botn í hlóðum 165 em., (miðað við meðalhæð sjávar). Neðra borð öskulagsins er því tæpan Vz metra, og hlóðirnar rösk- an meter undir núverandi stærstu flóðum. Varla er hægt að gera ráð UNDANFARIÐ hefur allmikið verið um það rætt og ritað, hvort land væri að síga hjer suðvestan- lands eða ekki. Telja sumir, að svo muni vera, en aðrir ekki. Á síðari árum hafa einkum þeir próf. Trausti Einarsson og Ólafur Frið- riksson ritað um þetta mál og síð- ast í Lesbók Morgunblaðsins fyrir fáum vikum. Hafa þeir báðir dreg- ið margt athyglisvert í dagsins ljós og sýnt þessu máli mikinn á- huga, en eigi hafa þeir verið sam- mála. Ólafur er þeirri skoðun fylgj andi, að land sje að síga, en Trausti er henni andvígur. Eigi mun jeg blanda mjer í þessar deilur, enda ekki maður til þess. En tilefni þess, að jeg rita þessar línur, er grein sú, er Ólafur Friðriksson birti í Lesbók Morgunblaðsins 6. feþr. ?. 1. og nefpdist: S.ígur Álfta- ,nes? Á, Álftanesi er jeg staðhátt- um nokkuð kunnugur, og finnst mjer ýmislegt í greininni svo mis- sagt, að jeg get vart orða bundist. Auk þess hafa vinir mínir á Álfta- nesi eggjað mig mjög að leið- rjetta þau atriði, sem farið er rangt fyrir, að hlóðirnar, þegar þær voru reistar, hafi verið minna en 1 til 2 metra yfir þáverandi flóðmál. Hefur sjávarborð þá eftir þessu hækkað minst um 2 til 3 metra frá því, sem var, þegar hlóðirnar voru gerðar. En hvenær var það? Um það er ekki hægt að segja neitt með vissu, en svínabeinin og geir- fuglsbeinin, benda á að það hafi verið nokkuð snemma. Ber því alt hjer að sama brunni, og lýkur hjer þessari grein. með. Eru þetta afsakanir mínar fyrir því, að jeg skuli ekki láta þetta með öllu afskiptalaust. ----o----- Fyrst neínir Ólafur Friðriksson varnargarð, sem hlaðinn var á Suður-Nesinu nú í haust. Eigi er sanngjarnt að nefna hann sem dæmi því til sönnunar, að Álfta- nes sje að síga. Annað atriði get- ur þar einnig komið til greina, og má gera ráð fyrir, að það sje eigi síður orsök landbrotsins, sem þar hefur átt sjer stað: Geysimikið magn af sandi hefur verið flutt burt af þessum slóðum, aðallega til húsbygginga í Reykjavík. Þegar svo er farið að, er ekki að undra, þótt sjórinn fylgi hart á eftir. Á einum stað segir svo í grein Ólafs Friðrikssonar: „Laug var í fjörunni austur af Hliði, og lýsir Árni Helgason henni þannig, fyrir 100 árum, að hún sje í skeri, er verði þurrt um stórstraumsfjöru og sjáist þá reyk- urinn úr henni. Kunnugir menn á Álftanesi segja, að ekki hafi fjar- að svo langt út í 30—40 ár, því ekki hafi reykur sjest úr lauginni í meira en mannsaldur, og muni hún komin undir sjó fyrir fullt og allt“. Erfitt á jeg með að telja þá menn kunnuga á Álftanesi, sem hafa ekki sjeð reyk úr lauginni norður af Hliði. Ekki er liðinn mannsald- ur síðan jeg gekk í barnaskóla á Bjarnastöðum, og sá jeg þaðan oft reykinn, sem lagði upp af hvern- um um fjöru. Og nú vill svo til, að jeg tók mynd af hver þessum fyrir nokkrum árum, og sýndist mjer hann þá ekki horfinn. En

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.