Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1949, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1949, Blaðsíða 14
170 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS *:------n Enii rýkur úr lauginni hver og einn getur um það dæmt af myndinni, er hjer með fylgir. Er hægt að sjá miklar breytingar á hvernum frá lýsingu Árna Helga- sonar fyrir 100 árum? Þá er það og ranghermi, að Seyl- an sje „rú ekki lengur til“. Hún er enn tr og með sömu ummerkj- um og á dögum Skúla fógeta. Enn er þar „sandbotn, sem er þó nokk- uð blandinn skeljum“, þótt vart muni nú vera þar 9 faðma dýpi. Og vafalaust geta enn legið þar 10 skip þeirrar stærðar, sem tíðkuð- ust á dögum Skúla. Sama máli gcgnir um innsiglingu á höfn þessa. Hún er enn „torveld og ná- lega ófær, nema með vel kunnug- um leiðsögumanni". Innsiglingin er um djúpan, en þröngan ál, sem er milli skerjanna í firðinum og Breiðabólsstaðareyri. Stór oliu- flutningaskip sigla nú um álinn inn á höfnina, og er mjer það óskiljanlegt, hver skuli geta hafa fundið upp þá firru, að höfn þessi sje ekki lengur til. Víða gætir nokkurrar óná- kvæmni og jafnvel missagnar um flutning bæja á Nesinu, en eigi þykir ástæða að leiðrjetta það allt. Er jeg á annað borð er farinn að leiðrjetta missagnir, sem færð- ar hafa verið fram því til sönnun- ar, að land væri að síga hjer suð- vestanlands, og þó sjerstaklega Alftanesið, vildi jeg nefna þrjár staðreyndir, er jeg þykist hafa góðar heimildir fyrir, og ættu þær að geta orðið mönnum til nokk- urrar leiðbeiningar, er þeir mynda sjer skoðun um landsig hjer um slóðir. Faðir minn, Erlendur Björnsson, býr enn á Breiðabólsstöðum á Álftanesi, er fæddur þar og hefur dvalist þar allan sinn aldur. Hann er r.ú tæpiega hálfníreður að aldri. Ævilangt hefur hann stundað sjó- mennsku og lönguin bar liann byssu í landlegum, svo að hann er vel kunnugur bæði sjónum um- hverfis og út af Álflanesinu og fjörum þess, þar sem helst var fugls von til veiða. Hann hefur vakið athygli á því, er hjer fer á eftir. Skammt suður af Akrakoti er smátangi, er nefnist Stóragrjót, og má sjá hann á korti því af Álfta- nesi, sem birt var með grein Ólafs Friðrikssonar. Út af þessum tanga eru tveir miklir steinar, er nefn- ast Selasteinar, annar þó miklu meiri, og stendur hann hátt upp úr sjó um fjöru. Milli lands og þess- ara steina er nokkur spölur. Segir faðir minn svo frá, að þegar hann var unglingur, liafi þurft að vaða út í þessa sleina, til að komast þangað, þótt stórstraumsfjara væri. Nú er aftur á móti svo kom- ið, að hægt er að komast næstum því þurrum fótum út í steinana um stórstraumsfjöru, og eru þó klett- ar og grjót enn í botninum eins og fyrr á árum. I vestur frá vörinni á Breiða- bólsstoðum er sljett fluð, er r.efn- ' ist Kolla. Á unglingsárum fóður míns kom það fyrir um mestu í skerinu lijá Hliði. fjörur, að flúð þessi kom upp úr, svo að hægt var að'standa á henni þurrum fótum. Enn kemur Kolla upp úr sjó, þegar mikið fjarar út, svo að hægt er að standa á henni þurrum fótum, og fullyrðir faðir minn, að nú komi meira upp úr af henni en áður, þegar hann var unglingur á Breiðabólsstöðum. Út frá Álftanesi í suðvestur eru margir boðar. Næst því er Kerl- ingarsker, þá Kcppurinn, síðan Jörundur, og enn eru margir boð- ar sunnar og innar. Hæsti klettur- inn á Jörundi er sljettur að ofan og nokkrir faðmar á hvern veg Faðir minn segir, að klettur þessi hafi komið upp úr sjó, þegar mik- ið fjaraði út fyrir sjötíu árum, er hann var farinn að stunda sjóróðra Klettur þessi kemur enn upp úr sjó, þegar stórstraumsfjörur cru miklar, og íullyrðir í'aðir minn. að aldrei hafi komið eins mikið af klettinum upp úr fyrr á árum og nú á sjer stað. Kerlingarsker kemur einnig upp úr um fjöru, sömuleiðir Keppurinn um miklar fjorur. en vont er að atta sig a því á þessum boðum, hvort r.okkru mur.sr frá því, sem áður var. Mjer er það vel Ijóst, að upp-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.