Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1949, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1949, Blaðsíða 16
172 LESBÓK MORGUNBLADSINS Jón Austi er maður nefndur, ættaður úr Siglu- firði. Fekk hann Austa nafnið af því að hann fór austur í Múlaþing nokkra vetur að afla þar hákarl. Seinna reri hann marga vetur á Álftanesi. En er hann ljetti suðurferðum reri hann oft í Fljótum, er hann hugði að betur mundi aflast þar en í Siglufirði. Kapp- kostaði^iann alla ævi að gi-æða pen- inga og var nirfill kallaður. Átti hann og ærna peninga er hann eltist, en sagt er að hann hafi grafið þá í jörð. Þegar Jón var hniginn mjög að aldri, reri hann eitt sinn úr Siglufirði með bróðursyni sínum, sem líka hjet Jón. Kom sá bátur ekki að landi aftur. En seinna var það sagt, og haft eftir fiski- skútumönnum, að báturinn hefði fund- ist í Grænlandi og lík þeirra frænda í honum. Einstakt flóð. Þegar Sigurður „skuggi“ sýslumað- ur ætlaði að flytjast frá Mosvöllum í Önundarfirði 1769 til Vestmannaeya, var farið með búslóð hans niður í svo- kallað Arnarbæli, er það tangi nokk- ur, sem ger.gur fram í „Vöðin“, inn- arlega við Önundarfjörð. Þegar nú bú- slóð sýslumanns var komin út á Arn- arbælistanga, gerði flóð óheyrilega mikið og gekk sjór yfir tangann svo alt flæddi burt, sem þar var. Varð Skuggi fyrir hinum mesta skaða, og hvarf að heita mátti slyppur og snauð- ur frá Mosvöllum. Hefir aldrei flætt yfir Arnarbælistanga, hvorki fyr nje síðar. • Veðurspár. Vestmannaeyingar höfðu marga for- boða um veðurfar og var einkum mið- að við framferði fugla og fiska. Það þótti vita á ofsaveður ef grásleppa sást vaða í vatnsborðinu, eða hnýsa stökkva upp úr sjó eins og ljettir. Það var og talið vita á veðrabrigði ef fýllinn hjó mikið í sjóinn, er hann sat á honum, eða ef fýllinn og mávurinn flugu lágt. Þá þótti það vita á vætutíð, ef lund- inn söng mikið er hann sat á kletta- nefjum á kvöldin. Baggalútar eru einkennilegir steinar og finnast HJÁ SKÍÐASKÁLANUM í HVERADÖLUM. — 1 vetur var byrjað á því að spara fólki það erfiði að ganga upp skíðabrekkuna. Var það gert á þann hátt, að setja tvöfaldan streng ofan af brekkunni og niður á jafnsljettu, en þar er bíll, sem dregur strenginn, en fólkið raðast á hann og heldur sjer í liann og fer þannig beint og erfiðislítið beint upp brekkuna. Hjer sjást nokkrir menn á leið upp og hafa raðað sjer á strenginn með nokkru millibili, en fyrir neð- an bíður fjöldi manna þess að komast að. Nógur er snjórinn eins og sjá má á því, að bíllinn er kominn í kaf — aðeins húsið upp úr fönninni. (Ó. K. M.) aðallega í Álftavík eystra. Eru sumir hnöttóttir og á stærð við vínber, en flestir eru svo gerðir að þar sýnast margar kúlur vaxnar saman, eða smá- kúlur út úr einni stórri. Flestar eru kúlurnar úr kvarsi, er skiftist svo að steinþræðir ganga eins og geislar út frá miðju. Að utan eru kúlurnar sum- ar rauðar, sumar grænar, en liturinn er aðeins yst, steinarnir eru hvítir að innan. í Álftavík er liparít hið neðra í fjöllunum, en blýgrýti ofan á og milli þessara berglaga er þykkt lag af þessum baggalútum. Baggalútur var einu sinni gælunafn, eins og sjest á þessum húsgangi: Hvað kantu að vinna baggalútur minn?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.