Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1949, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1949, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 179 vegna þess hvað sláttujörð var ó- greiðfær. Hjer í Reykjavík er kona, sem Þorbjörg Steinsdóttir heitir. Hún er nú á níræðisaldri. Hún segir að faðir sinn hafi sjeð sláttu- vjel Benónýs og þótt hún merkis- gripur og hugvitsamlega smíðuð. Rösklcika gamalmenni. Á Glettingsnesi bjó Benóný þang að til börn hans voru upp komin og Magnús eldri sonur 'hans gift- ist og tók við búinu. Kona Magn- úsar hjet Kristborg og áttu þau mörg börn. Um þær mundir misti Benóný konu sína Ólöfu og flutt- ist þá frá Glettingsnesi. Hann mun þá hafa verið rúmlega sjötug- ur að aldri. Fluttist hann nú í Borgarfjörð og bygði sjer kofa á svokölluðu Karlsbarði utan við túnið á Desjamýri. Fekk hann þá til sín unga stúlku sunnan úr Öræf- um. Hjet hún Guðrún og var Sig- urðardóttir, en móðir hennar hjet Ingibjörg og var dóttir Þorsteins tóls, sem var orðlagður smiður og hagyrðingur. Þarna eignaðist Guð- rún dreng með Benóný og hjet hann Sigurlaugur. Fór hún frá Benóný og mun drengurinn hafa lent á sveit hennar. En er hann komst upp fluttist hann suður á Hvalsnes á Miðnesi. Benóný hröklaðist nú burt frá Karlsbarði, þegar Guðrún var far- in frá honum. En enn einu sinni bygði hann sjer kofa og að þessu sinni á Hvoli í Borgarfirði og sett- ist þar að. Þá kom Guðrún til hans aftur og eftir árið eignuðust þau annan dreng. Þá var Benóný um áttrætt. Lenti hann nú á sveit, en Guðrún var flutt hreppaflutningi suður í Öræfi með drenginn á fyrsta ári. Hann hjet Jóhann. Lenti hann í Skaftafelli hjá góðu fólki og ólst þar upp. Hann er enn á lífi, 82 ára gamall, ern og hraust- ur, og á heima í Reykjavík. Benóný dó á Hvoli rúmlega átt- ræður að aldri. Hann hafði venð fátækur alla ævi, en þó hafði hann brotist í því að nema land á tveim- ur stöðum, og fjórum sinnum bygði hann yfir sig, sitt á hverjum stað. Hann var óvenjulegum gáf- um gæddur, en þær urðu hvorki honum nje öðrum að gagni, vegna sífelds brauðstrits með tvær hend- ur tómar. Ef hann hefði notið sín má vera að hann hefði orðið fræg- ur hugvitsmaður. Erfið ár. Nú er að segja frá Magnúsi eldra, syni Benónýs. Hann bjó á Glettingsnesi fram til ársins 1898 Höfðu þeir feðgar þá búið þar og í Hvalvík um 70—80 ára skeið, ef miðað er við aldur Brandþrúðar, sem fæddist í Hvalvík meðan ver- ið var að byggja þar, en andað- ist laust eftir aldamótin, þá á ní- ræðisaldri. Magnús var góður smiður og lagði gjörva hönd á margt. Hann smíðaði meðal annars marga róðr- arbáta þegar hann var á Glettings- nesi, en lítt mun hann hafa auðg- ast á því, vegna meinleysis síns og undansláttarsemi. Var sagt. að margir hefði fært sjer það í nyt. Efnið í bátana fekk Magnús úr rekaviði, því að þá var mikill trjá- reki á Glettingsnesi. En það var erfitt verk og seinlegt að saga reka- viðinn í borðvið og telgja og hefla byrðingsvið með Ijelegum verk- færum. Er hætt víð að nú á dög- um mundi það talin frágangssök. Oft var þröngt í búi á Glettings- nesi, því að ómegð var mikil, en búskapur lítill, ein kýr og fáein- ar kindur. Einkum svarf skortur að þegar hafís lá við land, eins og á árunum 1880—85, því að á þeim árum kom ísinn á Þorra eða Góu og lá við land langt fram á sumar. Þá gengu og frosthörkur miklar og enga björg að fá úr sjó. Á Borgarfirði var þá engin verslun. Alt varð að sækja til Seyðisfjarðar. En þar var oft lítið um vörur þegar fram á leið, og ekki hlaupið að því að komast þang- að í stórviðrum, hríðum og fann- fergi, því að yfir tvo vonda fjall- garða er að fara. Enda fór svo að seinni hluta vetrar og á vorin var stundum engin björg í búi. Er sagt að börnin hafi þá farið niður í fjöru og lagt sjer til munns þöngla og sölvablöð, en þó hafði Brand- þrúður þannað þeim að eta annað af þönglunum en „hnakkaspikið“, sem hún kallaði svo. Það voru þöngulhöfuðin, og sagði hún að þau væri best til manneldis. Mun hún sennilega hafa vitað það frá uppvaxtarárum sínum, því að þá var líka oft þröngt í búi, og senni- legt að hún hafi leitað matfanga í fjörunni. Þessi mikli skortur dró mjög úr líkamsþroska barnanna fram eftir öllum aldri. Sum veikt- ust, en á önnur beit hvorki hung- ur nje farsóttir. Fugla má ekki drepa. Þegar slík harðindi gengu var oft mikið af rjúpu á Glettingsnesi. Var rjúpan svo spök þar að nærri lá að taka mætti hana með hönd- unum. En heldur hefði börnin mátt deya úr sulti, en Magnús veiddi rjúpur til matar. Hann sagði að „fár yrði feitur af fugladrápi“, og að það væri himinhrópandi synd að drepa fugla. Einu sinni lagðist mávur á fisk, sem Magnús átti í hjalli niður við sjó. Hafði mávurinn komist milli rimlanna inn í hjallinn. Ekki var Magnúsi vel við þetta og þótti hann sýna sjer óverðskuldaðan yf- irgang. En márinn var þrár og skeytti því ekki þótt hann væri rekinn burt, heldur kom dag eftir dag. Seinast fauk svo í Magnús að hann tók mávinn og sjóvetlinga sem hann átti í hjallinum. Gelck Frmh. á bls. 183.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.