Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1949, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1949, Síða 1
% Sunnudaginn 10. apríl 1949. 14. tölublað XXIV. árgangur. REYKJAVÍK OG SUÐURLAND FYRIR 65 ÁRUM SUMARIÐ 1883 voru sendir hingað tveir kaþólskir prestar, barón von Geyr og Alexander Baumgartner til þess að hressa við kaþólska trúboð- iS, sem hafði verið forystulaust síðan Baudoin pi’estur fell frá 1876. í Kaupmannahöfn slóst í fylgd með þeim ungur maður, Wolfegg greifi, sem þar hafði verið við nám. Þeir ferðuðust hjer víða um land og skrif- aði Baumgartner síðan ferðasögu, sem heitir „Island und die Faröer". Sagði Willard Fiske svo um bókina: „Mjer hefir bœst bók yðar í safn mitt og jeg hefi lesið hana tvisvar. Að mínu áliti er það besta og skemti- legasta ferðabókin frá fslandi, síðan Henderson skrifaði sína ferðasögu“. Og í blaðinu „Lýð“ á Akureyri segir í ritfregn um bókina: „Jeg hika ekki við að segja, að bók þessi er langbest allra þeirra bóka, sem enn hafa verið ritaðar um ísiand í þessa stefnu. Hún er í einu lœrð og al- þýðleg, víðförul og áreiðanleg'1. — Hjer birtist stuttur útdráttur úr bók- inni, þar sem því er lýst hvernig hjer var umhorfs fyrir rúmum 65 árum. HÖFUÐBORG íslands stendur utarlega á litlu nesi, sem skag- ar norðvestur í flóann. Á und- an okkur sigldi inn á höfnina franska herskipið „Allier“, en þar lá fyrir annað stærra franskt her- skip, sem „Dupleix“ hjet, og lítið danskt herskip, sem „Diana“ hjet. Lágu þau fyrir festum slcamt frá siglulausum skipsskrokk, sem þarna var kolaforðabúr. Þar um- hverfis voru nokkur dönsk kaup- för og fiskiskútur, og fjöldi báta var á ferðinni fram og aftur milli skipanna. Öll höfðu skipin fána uppi og í landi sáust blakta dansk- ir, enskir, sænsk-norskir, franskir og íslenskir fánar, svo að þetta setti líflegan svip á staðinn. Eftir langa sjóferð vorum við aftur með- al manna af ýmsum þjóðum. Fram undan var höfn og eitthvað sem líktist borg. En frá höfninni að sjá hefir Reykjavík síður en svo á sjer evrópeiskan borgarsvip. Henni svipar mest til venjulegs fiski- þorps. Enginn hafnarbakki, enginn viti, engin vígi og tæplega nokk- urt stórhýsi. Þar eru aðeins nokkr- ar litlar bátabryggjur, út frá klöppum eða berum fjörusandin- um. Sumar þeirra ná upp í versl- anir eða fátæklegar vöruskemmur. Milli þeirra standa hús og búðir. Flest eru húsin einlyft, en á ein- staka stað sjest tvílyft hús. Við sigldum inn í höfnina frá norðvestri og höfðum því Austur- bæinn á vinstri hönd en Vestur- bæinn á hægri hönd. Stærstu verslunina frá vinstri á býskur kaupmaður frá Hamborg; þá kem- ur Hótel Alexandra og það á dansk ur maður; þá kemur franska „kon- súlatið“. sænska „konsúlatið", nokkur íbúðarhús og svo verslun- arhús Fischers, hins danska stór- kaupmanns, sem var með okkur á skipinu; síðan kemur enska „kon- súlatið“ og þaðan eru fiskimanna- kofar á grýttri ströndinni vestur úr. Þetta eru húsin næst höfninni. Af hinum, þar að baki, sáust aðeins þökin. * Til vinstri blasti þó við nsulegt, langt hvítt hús með fánastöng fvr- ir framan. Það er bústaður lands- höfðingja. í hinum enda bæarins rís stórt verslunarhús, sem Glas- gow heitir. Á milli þeirra sjest Latínu-skólinn. Hann stendur nokkru hærra og er án efa vegleg- asta byggingin. Yfir þök húsanna í • Miðbænum sást hinn litli turn dómkirkjunnar og rjett þar hjá sá á þakið á Alþingishúsinu. Lengst til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.