Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1949, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1949, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 201 ATOMÖLDIN GETUR ORÐIÐ GLÆSILEG FRIÐARÖLD ÞAÐ HEFIR verið svo mikið rætt um hættuna, sem stafar af kjarn- orkunni, að það ætti að vera mönnum nokkur hugarljettir að lesa þessa grein. Hún er eftir Robert M. Hutchins, rektor við háskólann í Chicago. Hann lýsir því hverja blessun atomöldin getur fært mannkyninu. Sá reginmunur er á kjarnork- unni og þeim aflgjöfum, sem vjer höfum þekt fram að þessu, að kjarnorkuna er hægt að fá úr ör- litlu efni. Jeg get alls ekki gert mjer í hugarlund hve margar milj- ónir smálesta af fallandi vatni, hve margar miljónir smálesta af kol- um og hve margar miljónir smá- lesta af olíu þarf til þess að fram- leiða þá raforku, sem Bandaríkin nota á einum mánuði. En jeg veit að tæplega 7 kg. af „atom-brenni“- — ekki meira en lítið barn getur borið í fanginu — nægir til þess að framleiða þá raforku er full- nægir þörfum Bandaríkjanna í heilt ár — og jafnvel lengur. Það, sem kæmist fyrir í einum járn- brautarvagni, af þessu efni, nægði sem orkugjafi til þess að hita hvert einasta hús, knýa hverja ein- ustu vjel og tendra hvern einasta rafmagnslampa í heiminum í þús- und ár samfleytt. Nú er ráðgert að koma upp tvennskonar kjarnorkustöðvum. — Aðrar framleiða orku, sem dreift verður um stór hjeruð eins og raf- orkunni nú. Hinar verða um borð í hinum stóru úthafsskipum og her- skipum. Skipin verða ákaflega þung vegna þess hve geisimikið þarf í þau af einangrunarefni, svo að skipverjar verði ekki fyrir hættu legum geislunum. Það er ástæðan til þess að kjarnorku verður ekki hægt að nota til þess að knýja bíla og flugvjelar — að minsta kosti ekki fyrst um sinn. En áður en langt um líður munum vjer aka í sporvögnum og járnbrautarlestum, sem knúið er áfram með kjarn- orku. Kjanrorkustöðvarnar verða áreið anlega umfangsminni eftir því sem þekking á orkuframleiðslunni eykst, en henni mun fleygja fram eins og þekkingu á öðrum sviðum. Vjer verðum að verja miljónum dollara til rannsókna til að finna betri aðferðir við beislun og hag- nýtingu orkunnar. Þetta fje verð- ur annað hvort að koma frá rík- inu, og það hafi svo einkaleyfi á kjarnorkunni, eða frá iðnaðinum, sem á að njóta góðs af henni. Hið merkasta við þessar rann- sókn'ir verður auðvitað það, að kjarhorkan verði mörgum sinnum ódýrari en hún er nú. Og í dag er hún þó miklu ódýrari heldur en hún var í fyrra. Áður en langt um líður, verður hún sennilega hinn ódýrasti aflgjafi sem heimur- inn hefir þekt. Kjarnorkan er beisluð. Það er staðreynd. Og með því eru úreltar allar skoðanir vorar um daglegt líf mannkynsins. Með því er rutt úr vegi mörgum hindrunum, er vjer töldum óyfirstíganlegar. Með því eru sköpuð skilyrði til þess að sigrast á öllum sjúkdómum. Og með því skapast mönnum skilyrði til þess að lifa jafn áhyggjulausu lífi og íbúar Suðurhafseyja hafa lifað, þar sem þeir hafa ekki ann- að gera en baða sig í sól og tína fæðu sína af jörðinni. Þegar fram á atomöldina kemur verður það mesta vandamál mannanna hvað þeir eiga að gera við frítíma sinn. Ef oss tekst að vernda friðinn, þá er nokkurn veginn hægt áð gera sjer í hugarlund hvernig úmh'orfs muni verða í borgum á atomöld- inni. En það er þó enn sem komið er aðeins hugmyndasmíð. Borgirn- ar verða bygðar þannig að hvér maður njóti þar hámarks lífsþæg- inda og vellíðunar. Göturnar verða 50—100 metra breiðar. Húsið verða með löngu millibili.Þar verður enginn reykur, nema ef menn gera sjer það til gamans að hafa éíd á arni, en ekki af neinni þörf. Þá verður ekki neinn skortur á hita. Vjer höfum svo öflugan hitagjafa að hann verður notaður til' þess að bræða snjó af götunum og vég- unum. Þá verða þarna fegurri • skrauf- garðar en menn hafa þekt, því að með kjarnorkunni verður hægt að framleiða betri áburðarefni og á- hrifameiri en nú þekkjast. Þá munu verða ræktuð blóm, sem nú eru ekki til, því að kjarnorkan get- ur breytt jarðargróðri aiveg eins og hún getur breytt málmúm. Þar verður mikið af stórum aldingörð- um, leikvöllum og hressingarstöð- um, þar sem almenningur hefst við, því allir hafa þá nógan tíma. Það þarf ekki nema nokkra menn til þess að vinna stund úr degi við kjarnorkustöðvarnar, en þær frám-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.