Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1949, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1949, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 203 AMERÍSKAR Einu sinni var teiknari í New York. Hann þóttist vera mjög leik- inn í list sinni. En þetta er sagan af því hvers vegna hann.hætti aö teikna. Hann var einu sinni á ferðalagi um Spán ásamt amerískum blaða- manni. Þegar þeir komu til Mal- aga fóru þeir inn í veitingahús að fá sjer hressingu. Þeir kunnu ekki orð í spönsku og þjónninn kunni ekki orð í ensku. Samt sem áður tókst þeim að koma honum í skiln- ing um það, að teiknarinn vildi fá kaffi og kökur. En þegar blaða- maðurinn vildi íá mjólk, þá byrj- uðu vandræðin fyrir alvöru. Þeir sögðu báðir mjólk og þeir stöfuðu það báðir, en þjónninn skildi ekk- ert. Þeir endurtóku „mjólk“ hvað eftir annað og hækkuðu altaf róm- inn, eins og mönnum hættir til þeg- ar þeir ætla að berja eitthvað inn í þöngulhöíuð. En alt kom fyrir ekki, þjónninn skildi ekki neitt. Blaðamaðurinn greip þá til þess ráðs að baula ákaflega. Svo ljet hann sem hann væri að mjólka kú, og seinast ljest hann drekka úr glasi. En það var sama, þjónninn hristi aðeins höfuðið. Þá kom teiknaranum þjóðráð 1 hug. „Ljáðu mjer blýant. Jeg skal fljótlega koma þrælnum í skilning um það hvað við viljum“, sagði liann. Og svo teiknaði hann a dúkinn, eftir bestu getu, mynd af kú og stúlku, sem var að mjólka hana. Þegar þjónninn sá þetta, brosti liann út undir eyru og sagði: „Sí, sí, Senor!“ og rauk svo á stað og þvert yfir götuna út i tóbaksbuð. „Þarna &jerðu". sagði teiknannn, „hvað bað kemur sjer vel að kunna að teikna, þegar maður er í fram- KÍMNISÖGUR andi landi Jeg þori að veðja um, að jeg get farið um allan heim og allsstaðar gert mig skiljanleg- an með teikningum mínum“. „Ekki er jeg nú viss um það“. sagði blaðamaðurinn. „Hvers vegna heldurðu að þjónninn hafi farið út í tóbaksbúð. Ekki fær hann mjólk þar“. „Það er sennilega siður hjer að selja mjólk í tóbaksbúðum“, sagði teiknarinn. „Þú sást að hann skildi myndina undir eins. Hann kemur með mjólk, því máttu trúa“. Svo kom þjónninn. En hann kom ekki ineð injólk. Sigri hrósandi á svip afhenti hann þeim tvo að- göngumiða að nautaati. ---o---- Svertingi nokkur, sem hafði lent i járnbrautarslysi og var ör- kumla maður, hafði um nokkur ár verið brautarvörður skamt frá Alabama. Starf hans var að veifa rauðri dulu á daginn, en Ijóskeri á kvöldin. Nú var það eitt dimt kvöld að Svertingi kom akandi og flanaði út á járnbrautarteinana rjett fyrir framan hraðlestina. Hann varð undir lestinni og þurfti auðvitað ekki meira. Ekkja lians heimtaði skaðabætui og fór i mál við járn- brautarfjelagið. Og gamli Gabe, brautarvörðurinn, var auðvitað að- al vitnið. Gabe gamli byrjaði á því að sverja að segja sannleikann, allan sannleikann og ekkert nema sannleikann. Og svo skýrði hann frá því aö hann hefði sjeð til ferða Svertingjans og' veifaö ljóskeri sinu sem óður til að vara harin vr$. ]£it jjrátt fyrír bað hsfði Svér t- meinr. shió út é. iá.mbr2.n.tin3 Hann var spuríux í þaula og hann svaraði hverri spurningu hiklaust og að því er virtist með bestu samvisku. Hann sýndi dóm- aranum hvernig hann hefði haldið á ljóskerinu og hvernig hann hefði veifað því fram og aftur. Þegar yfirheyrslu var lokið þakkaði lögfræðingur járnbrautar- fjelagsins Gabe fyrir frammistöð- una. „Þú stóðst þig ágætlega“, sagði hann. „En leið þjer ekki illa með- an á yfirheyrslunni stóð?“ „Jú, mjei leið illa“, sagði Gabe. „Jeg var altaf á nálum um það að dómarinn mundi spyrja mig um það hvort logað hefði á ljósker- inu“. ----o----- John Alltn frá Mississippi kunni margar sögur um stjórnmálabar- áttuna heima hjá sjer. Ein var þessi: Einu sinni var þar maður, sem langaði mjög til þess að komast í embætti. Eftir hvern kosninga- sigur demokrata sótti hann um eitthvert embætti — en var altaf synjað. Að lokum varð hann þessu svo gramur, að hann sagði sig úr demokrataflokknum. Hann sagði að demokratar hefði ekki vit á því hvað hæfileikar væri, og kynrii ekki að nota hæfileikamenn. Þess- vegna gerðiet hann republikani. Við næstu fylkisstjórakosningar bauð hann sig fram. Og hann hóf snarþa kosningabaráttu. Ef nokk- ur maður hefir nokkurn tíma bar - ist hraustlega fyrir republikana- flokkinn, þá var það hann. Hann ferðaðist um fylkið þvert og end- langt og hann helt þrumandi ræð ur á strætum og gatnamótum og í hverjum einastíf skóla. í kosnihgumun hlaut hann tvö atkvæði. « Og dagmn eftir haiín tek- inh fastur o£ áksréur íyrir að hafa greitt atkvæð: tvisvar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.