Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1949, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1949, Blaðsíða 1
mec í átjett Hjer birtast greinar eftir ýmsa formenn í fjelagsskap hinna vinnandi stjetta, í tilefni dagsins, þar sem þeir gera grein fyrir afstöðu sinni til 1. maí hátíðarinnar, til einingarinnar þennan dag og til verkalýðs- málanna yfirleitt. HÁTÍSISDAGU8 VEKKALTDSINS 1. MAÍ SIGURJÓN JÓNSSON form. Fjelags járniðnaðarmanna: Eininff, en ekki logstreita 1. MAÍ er haldinn hátíðlegur af hinum vinnandi stjettum hvers þjóðfjelags um heim allan. Þess- vegna er dagurinn talinn hinn al- þjóðlegi hátíðisdagur verkalýðs- ins. Þennan dag á hið vinnandi fólk að koma saman til þess að minnast unninna sigra og til þess * Sigurjón Jónsson. að tengjast enn sterkari böndum festu, vilja og vináttu, svo að stefna þess í hagsmunamálum sín- um megi ávalt bæði vera örugg og markviss. Þennan dag er nauðsynlegt, að innbyrðisdeilumál sjeu lögð til hliðar, svo að fólk með skiptar skoðanir á hinum pólitísku flokk- um og stefnum ýmissa landa eða heimsálfa geti skipað sjer í eina órjúfandi heild og sýnt á þann hátt styrk sinn og einingu. Þetta á að vera dagur alþýðunn- ar, en ekki hinna pólitísku flokka. 1. maí komum við einnig saman til þess að sýna, að hver sá, sem vinnur gegn okkar hagsmunamál- um, hefur okkur á móti sjer. Dag- urinn á að vera dagur einingar, en ekki togstreitu. Kjörorð dagsins á að vera stjett með stjett, því að sameinaðir stöndum vjer, en sundr aðir föllum vjer. Með stjettarkveðju. INGIMUNDUR GESTSSON form. bifreiðastjórafjelagsins Hreyfill: Lifi frjáls hugsun, í frjálsu þjóðfjelagi 1. MAÍ er hátíðisdagur laun- þega og verkalýðssamtaka um heim allan. Þann dag sýna sam- tökin mátt sinn og kraft, sem sam- tökin ein geta sýnt. Þennan dag bera þau fram kröfur sínar um Inginumdur Gestsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.