Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1949, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1949, Blaðsíða 3
LESJBÓK MORGUNBLAÐSiNS 223 Axcl Guðmundsson. heíði verið, og vonir og þrár fólks- ins stóðu til. Hafa verkalýðsleið- togarnir kappkostað að gera þenn- an dag að baráttudegi fólksins fyr- ir bættum kjörum þess, bæði verk- lega og menningarlega? — Hafa þeir reynt að beina áhrifum hans inn á þær brautir, að hann mætti verða til þess að efla samhug og bræðralag meðal þjóðarinnar? Því miður verður íslenskur verkalýð- ur að viðurkenna þá sorglegu stað- reynd, að þeir menn, sem nú um nokkurt árabil hafa farið með stjórn verkalýðsfjelaganna, og bar af leiðandi sjeð um og stjórnað dagskrá og hátíðah. dagsins, hafa ekki reynt að ná þessum tilgangi. Heldur þvert á móti hafa þeir snið- ið 1. maí hátíðahöldunum þröng- an kommúnistiskan stakk, sem hann svo hefur orðið að bera, í fullkominni óþökk mikils þorra verkalýðsins. Slaðreyndin er því sú, að koimn únistar, sem hafa farið með stjórn alþýðusamtakanna nú undanfarin ár, hafa setið þar að völdum í fullri óþökk og einungis vegna afskipta- leysis meirihluta verkalýðsins í landinu, eins og best kom í Ijós við kosningar til Alþýðusambands- þingsins á s. 1. hausti. Sem og einn- ig glögglega hefur sýnt sig í stjórn- ar- og trúnaðarmannakjöri í hin- um ýmsu verkalýðsfjelöguin, sem fram hafa farið á vetrinum, sem nú er nýliðinn, þar sem þeir hafa mist stjórn Alþýðusambands ís- lands, sem og meirihlutaaðstöðu í fjölmörgum fjelögum sem þeir áð- ur höfðu í sínum höndum. Kommúnistar hafa undanfarin ár þvingað meginhluta íslenskra verkamanna til að horfa upp á þann ósóma, að 1. maí, frídagur verkamanna, væri gerður að hin- um ógeðslegasta áróðursdegi í þágu erlends stórveldis, og í fyllsta máta þannig úr garði gerðan, að hann hefur meira verið skipulagð- ur sem hálíðis- og hersýningardag- ur íslenska kommúnistaflokksins, í líkingu við afmælisdag Rauða hersins rússneska, heldur en l'rídag ur íslensks verkalýðs. Svo langt hefur verið gengið af kommúnist- um í hinum pólitíska áróðri þenn- an dag í ísjenska ríkisútvarpinu, að þar hafa verið þverbrotin öll lög og reglur, svo að útvarpsráð sá sjer ekki lengur fært, sóma síns og þjóðarinnar vegna,- að láta ó- virða þannig íslensku verkalýðs- stjettina og þjóðina í heild, með því að leyfa þeim að láta öldur ljósvakans opinbera öllum heim- inum þá ómenningu, að slíkir menn, sem þessir væru verkalýðs- leiðtogar á íslandi. Lengra varð ekki komist í niðurlægingu verka- lýðsstjettarinnar, undir íorystu þessara dánumanna. Veikamenn úr öllum lýðræðis- ílokkum landsins geta að miklu leyti kennt sjer um þau leiðú rnis- tök, sem orðið hafa á þessu sviði. — að kommúnistar skyldu verða svo gott sem allsráðandi í verka- lýðssamtökunum undanfarin ár. En ekki þýðir að grala tíjörn bór.da, heídur hefna hans. £>vo er einnig um þetta. Allir lýðræðisunnandi verka- menn og konur a ísland: verða að sameinast af drengskap og festu í baráttu fyrir því, að hreinsa ís- lenskt þjóðlíf af þeirri ánauð að hafa slíkan lýð, seir ekki hikar við að nota verkalýðssamtökin til þess að ráðast með ofbeldi og skríls látum að helgasta vjei þjóðarinn- ar, sjálfu Alþingi, og reyna þar, með grjótkasti og meiðingum, að hindra Alþingismenn í því að vinna þau störf, sem þjóðin hef- ur með kjöri sínu á þeim falið þeim að inna af hendi. Við íslendingar skulum láta þennan 1. maí dag verða .merkis- dag í sögu okkar lands, með því að stíga á stokk og strengja þesS heit að hreinsa öll kommúnistisk áhrif og sundrungaröfl burt úr ís- lensku þjóðlífi. SIGUIIÐUK G. SIGURÐSSON form. Múraraíjelagsins: Verkalýðurinn krcfst ávaxta iðju sinnar VERKALÝÐUR Reykjavíkur hef ur í aldarfjórðung farið sínar ár- legu kröfugöngur um götur borg- arinnar. Oft hafa það verið fjöl- mennar hópgöngur, með fánum og kröfuspjöldum, og kröfurnar verið % -* __ '■4 Sig. G Signrðsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.