Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1949, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1949, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 227 Angantýr Guðj< Angantýr Guðjónsson. villa svo á sjer heimildir, að altof margir meðlimir í verkalýðsfjelög- unum hafa trúað því, að þeir væru lýðræðissinnar. En þeir sýndu ]ýð- ræðisást sína á síðastliðnu hausti í sambandi við Alþýðusambands- þingið, þegar þeir ætluðu að kúga meirihluta fulltrúa þingsins með því að varna þeim þingsetu, því að þeir vissu, að sá meirihluti var kosinn af lýðræðissinnuðum verka mönnum. Og sá meirihluti mundi aldrei þola af kommúnistum, að þeir gerðu alþýðusamtökin að kommúnistaflokksfyrirtæki Svb sýndu þeir aftur, sem oft áð- ur, lýðræðisást sína við síðasta stjórnarkjör í verkamannafjelag- inu Dagsbrún, þegar þeir strikuðu út af kjörskrá 800 lýðræðissinnaða fjelaga. Hafa ofsóknir þeirra verið hvað harðastar gegn sjálfstæðis- verkamönnum, vegna þess að þar er bilið breiðast, og sjálfstæðis- verkamenn hafa ávalt staðið í fvlk- ingarbrjósti gegn yfirgangi og kúg- unarstefnu kommúnista. En kommúnistar mega vita það, að sjálfstæðisverkamenn og aðrir lýðræðissinnar innan verkaiýðsfje- laganna hafa strengt þess heit að gera þá áhrifalausa hjer á landi, sem allstaðar annarsstaðar, þar sem lýðræði ríkir. Já, í dag er 1. maí, dagur verka- lýðsins. Þennan dag hefur íslensk- ur verkalýður haldið hátíðlegan undanfarin 30 ár og hefur hann því miður ekki verið sá dagur sem skyldi, vegna þess að kommúnistum hefur tekist að gera hann að áróð- ursdegi fyrir hið austræna ofbeldi. Hafa þeir altaf þann dag teflt fram bæði í ræðum og ritum þeim mönn- um, sem uppvísir eru að því að hafa lofað og dáð hin kommúnist- isku einræðis- og ofbeldisverk. bæði hjer á landi og annars- staðar. En nú skulum við vona, að ís- lenskur verkalýður beri gæfu til að hrinda hinum kommúnistiska blæ af degi sínum og láta þá skömm ekki lengur viðgangast, að þeirra dagur verði notaður til áróð- urs og framdráttar fyrir hið kommúnistiska einræði. Þá verð- ur sá dagur fyrst dagur verka- lýðsins. Það á hann að vera. en ekki dagur til dýrðar og blessun- ar fyrir hið austræna ofbeldi, eins og kommúnistar hafa svo oft revnt að gera hann, til sárra vonbrigða fyrir alla frelsisunnandi menn. Og þá fær sá dagur þann ljóma, sem honum ber. íW ^ íW Vorhreingerningarnar fara nú að byrja. Þegar verið er að þvo upp um veggi eða loft, er hætt við að vatn renni úr þvottadúknum niður handleggi þess er á heldur og alla leið upp í handarkrika og þaðan niður á síðu. Þetta er óþægi- legt, en það má forðast með því að binda klút um ulfliðinn. ★ Þegar þú ert að mála eitthvað heima hjá þjer, er hætt við að fara vilji utan hjá málningarkrúsinni. Flestir setja því dagblöð eða eitthvað þess háttar undir krúsina. Betra ráð er að líma allstórt pappaspjald við botninn á krúsinni. — Þá geturðu flutt hana með þjer hvert sem þú vilt, og öryggið fylgir henni. \Jetur á Lnut Við gleymum fljótt þínum gneypa róm gamli vetur, þú ritað hefur í rökkurtóm þitt raunaletur. Nú vorið er mætt og munablóm í moldu setur. Hrímrós af glugga. Hlæjandi blár liorfir dagur inn til þín, meðan himininn hár, heiður og fagur fangviður livelfist með brosandi brá. — Nú bætist hagur. Rís þú á fætur og viðr.oðu vel þitt vetrarsinni. Flý út úr kuldans kröppu skel en króa þar inni armæðu, sorgir — auðnunnar hel. — Efldu kynni við leik allra tíða, Ijóð og ást. Lífið er gleði. Stundirnar fvrnast og myndir mást en margt er skeði má vekja að nýju. Sæk þú. Lát sjást — legg sál að veði — að í hönd sje styrkur, æska í önd og óþarfi’ að kvíða því sóandi hendi fer sumar um lönd. Það er synd að bíða með vetur í hjarta og viðjar um hönd og vansæll líða. Þú mannsbarn hafið í niilda sól úr myrkri nóttu. Þú mannsbarn í dauða færð moldar skjól. Moldar njóttu. Þú mannsbarn er gistir nú grátin ból. gleði hljóttu. BJÖRN D A N. jjWi' 'jsWi’ 'jjlfc-' í&þ dCf

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.