Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1949, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1949, Blaðsíða 10
230 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS börnin sýki, svo að þau deyja í hrönnum. Hún læðist að fullorðnu fólki á kvöldin í höggormsgervi, og hremmir það o. s. frv. Gegn þess- um ógnum eru gerðar bænir og færðar fórnir til guðanna, því eru bænahúsin og ölturu á víð og dreif alls stáðar, meðfram vegunum og uppi í fjöllum, dölum og hásljett- um. Fólkið nálgast þessa helgi- staði sífelt á göngum sínum, fell- ur á knje og biður með lotningu á sína vísu. í hverju þorpi er sjerstakur lista- maður, sem leggur stund á útskurð, hann byggir ölturun og skreytir myndum, letrum og flúri, sem mátt ugt er til varnar illum öflum. Hann býr sjálfur í „skrautlega" útskornu húsi, sem þorpsbúar reisa honum á fögrum vígðum stað í miðju þorp- inu, góðar vættir verja það. svo hann megi öruggur vinna hið þjóð- holla starf sitt í góðu næði og full- um friði. Lífið heima fyrir. Nú er jeg stödd í litlu þorpi. Lækur rennur um það, og í miðj- um læknum stendur nakinn dreng- hnokki, og er að þvo og bursta „sappi“ sinn. Kýrin er spengileg, „eins og alt á Balie“, fjörleg og ljett í hreyfingum eins og hjört- ur væri, hún lætur vel að drengn- um eins og hún ætti hann sjálf, og snáðinn vinnur verk sitt með fyrirmyndar alúð og ánægju. Litlu ofar í læknum er 10—11 ára telpa að baða sig. Bakkar lækj- arins þar eru allháir, og vaxnir risavöxnu grasi, furu og pálmum, svo að vel má fela sig þar, en hun er ekki að hugsa um neitt annað en njóta baðsins sem best má verða, hver sem kynni að ganga um veg- inn. Hver mundi líka koma inn í þorpið þeirra, nema þeirra eigin systur og bræður, eigið heimafólk? Það er svo óvanalegt að slíkt kem- ur henni ekki í hug, hún lítur því ekki einu sinni upp. Undir bambusþaki sitja tveir rosknir menn og gæla við hvítan hana, þeir strjúka hann, þula eitt- hvað yfir honum á meðan þeir setja á hann einskonar spora, því það á að etja honum gegn öðrum stórum og föngulegum hana á næsta tylli- degi þorpsins. Hanaat er gömul þjóðarskemtun á þessum slóðum og veðjað er um vaskleika þeirra, og allir hlakka til að sjá hverjir vinna. Þarna eru nokkur smábörn með dökk, dreymandi augu og brúnt hörund, þau eru hvorki frá nje fasmikil, halda sig á sama blett- inum og dútla við dótið sitt. Eldri drengur, sem líklega á að gæta þeirra, situr þar skamt frá og tálgar sjer lítinn trjeguð. Hann er djúpt sokkinn niður í verk sitt, og lítur ekki upp. Sennilega dreymir hann um þann mikla frama, að verða valinn listamaður þorpsins ein- hverntima og fá að. búa í friðhelga húsinu, þegar hann er orðinn full- orðinn. Nú kemur ung stúlka, inn um mjög snildarlega útskorið og málað hlið. Hún er fínleg og grannvaxin og smekklega sveipuð ljós-blárós- óttu „sarong“, á höfðinu ber hún margar körfur, sem falla hver nið- ur í aðra og eru sýnilega fyltar ýmsu, sem hún hefur verið að sækja til matar; með annari hendi heldur hún neðstu körfunni stöð- ugri og með hinni styður hún ljettilega tveim fingrum á mjöðm- ina, hún gengur einkennilega lip- urlega og ljett, þrátt fyrir byrðina; ekki má neitt hreyfast í körfunum, það er líkast því sem hún svífi eða sigli áfram. Þannig lærði hún að ganga þegar hún var 5 ára, svo að það brothætta í körfunum væri ör- ugt, hvort sem það eru egg og ávextir eða gler og parreklin. Nú tekur hún niður körfurnar og rað- ar þeim á bambusbekk, sem er not- aður til alls: liggja á, sitja og leggja á ýmislegt. Körfurnar eru 5. Og svo gengur hún upp í húsið án þess að hafa hugmynd um, að hún er eitt af furðuverkum vorrar fögru til- veru. Þarna berast ómar að eyra, fyrst úr fjarlægð, veikir, en styrkjast og skírast smátt og smátt. Það er ver- ið að æfa „Gamalan" (þjóðartón- leik), því í kvöld á að vera mikil veisla. Jeg geng í áttina til húsanna, sem tónbylgjurnar virðast koma frá, og sje nú á leið minni lengra inn í þorpið, á einskonar palli eða breiðri hillu við húsið og yfir henni standa og hanga ýmsa búninga og áhöld, könnur og körfur og verk- færi, alt sem lýtur að daglegu verki og afnotum. Hver sem á þarf að halda, hann notar að sjálfsögðu þessa sameiginlegu eign, og ber svo aftur á þennan samastað að loknu verki. Það er eitt af aldagömlum venjum ,.adat“, sem enginn vill nje þyrði að rjúfa. Jeg dáist að þessu listræna fólki, og spyr sjálfan mig, hvort Balie sje þá bygð eintómum snillingum og listamönnum. En það væri ef til vill of gott til að geta verið satt. ÖNNUR HLIÐ Útför á Balie A F I gamli er dáinn. í dag á að jarða hann. Okkur er boðið til veislunnar. Hvílík útför! Annað eins hef jeg aldrei heyrt nje sjeð. Á Balie eru líkin brend, eins og flestir munu vita, sem annars vita nokkuð um lífið á Indlandsevjum (eða Austur-Indíum). Að vísu dó afi fyrir einu ári. Þá var lík hans lagt í þrefalda kistu: inst hvíta ómálaða trjekistu, þá tinkistu, stóra, þykka og sterka og þar utan yfir mjög fagurlega og listarlega útskorna trjekistu og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.