Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1949, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1949, Blaðsíða 1
18. tðlublað. Sunnudigur 15. maí 1949. b®k XXIV. árgangur. Bergsteinn Kristjánsson: TORFSKURDUR OG HEYGEYMSLA SVO ÖRAR gerast nú breytingar á lifnaðarháttum íslendinga, að ýmis vinnubrögð, sem voru al- geng frá ómunatíð fram á þessa öld, eru nú að falla í ííleyms ku. Er því nauðsynlegt að halda til haga lýsingurh á þeim. Hjer er lýst heyskap og störfum í sam bandi við hann, eins og þau gerðust á Suðurlandi til skamms tíma. HEYFLUTNINGUR af engjum og túnum og heygeymsla í tóftum og heygörðum, hefur sennilega alt frá landnámsöld verið með svipuðum hætti. Þó mun það fullvíst, að á söguöld fluttu menn hey á sleðum eða stórum ækjum og beittu fyrir uxum eða hestum. En eftir því sem meira er aflað af heyum á rækt- uðu landi, og menn gera meiri kröfur til afkasta í vinnubrögðum, og minni rýrnunar í geymslu, breyt ist bæði flutningur og geymsla heyanna. Og þótt enn megi finna dæmi þess, að hey sje reitt á klökkum og geymt í hevgörðum, er ekki að efa að þeir tímar eru ekki langt undan, að slík vinnu- brögð verða talin með þeim þióð- háttum, sem hafa vikið fyrir öðr- um öruggari og fljótvirkari aðferð- um. Það er því ekki með öllu óþarft að lýsa þessum gilda þætti í at- hafnalífi íslenskra bænda með fá- um orðum. En áður en komist er að aðal- efninu, þarf að segja frá vorverki ^^3>Hiláii Heyband. einu, sem var nauðsynlegur und- irbúningur að hinum mikla hey- flutningi og upphleðslu heyanna, en það er torf- og reið'ngsskurð- ur. Torfrisra. Þegar skera skyldi torf eða reið- ing, þurfti að velja til þess hlýan þurveðursdag. Þetta verk var vanalega unnið um eða fyrir miðj- an júní, þó stundum væri það nokkru seinna, en þessi tími var valinn með tilliti til þess, að bú- ið væri að þurka torfið sæmi- lega áður en það væri notað. Þó var stundum frá þessu brugðið og heytorfið notað blautt úr pælunni, en það var erfitt og óhreinlegt við að eiga, og var því sjaldan gert nema ef torfbirgðirnar þraut Það voru nokkur vandkvæði á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.