Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1949, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1949, Blaðsíða 4
250 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS orðinn maður og unglingur. Var stundum gaman að veita því eft- irtekt hvernig hestarnir báru sig til á þeirri löngu göngu, með fyr- irferðamikla heybagga á baki. Sumir þrömmuðu götu sír.a svo hægt sem þeir gátu með stríðan tauminn, en aðrir höfðu slakan tauminn, og gengu fast við hey- bagga þess, er næstur gekk á und- an, og vildi þá stundum til að hann var búinn að eta stóra holu í baggann þegar að var gætt. Þrek- litlum hestum og ungviði var stundum órótt undir böggunum. og voru þeir þá of þungir, en athug- ulir menn gættu þess jafnan að láta slík hross hafa ljetta bagga. Svona heyflutningar gátu auðvit- að ekki farið fram nema að þurt væri veður. Þetta, sem sagt hefir verið um heyflutningana, er enn í meira eða minna gildi, þótt það sje nú sem óðast að detta úr sögunni. En þar er öðru máli að gegna um hey- geymsluna, því þar má seeja að orðið hafi bylting síðan um síð- ustu aldamót, því nú þekkist varla sá kotbær, sem ekki hefur járn- varða heyhlöðu. Heygeymslur. í hinni fornu heygeymS.u var töluverð fjölbreytni, og virðist mjer að þar hafi verið um sex að- ferðir að ræða. Heyin voiu sem sagt geymd í heyum, samfellum, lönum, kumlum, hlöðum og hey- borgum. Skal nú leitast við að lýsa þessum aðferðum svo sem föng eru til. Á hverjum bæ var til heygarð- ur. Á stórbæjum, var þetta stórt svæði, með vel hlöðnum, minnst axlarháum veggjum og þannig um- búið, að einn veggurinn, helst gafl, væri í jörð, svo að taka mætti þar af lestinni, og velta böggunum of- an í heygarðinn, meðan heyin stóðu ekki upp úr garðinum, og var að þessu mikill hægðarauki við upp- hleðslu heyanna. I kotbæjum voru heygarðarnir ekki einungis minni, heldur líka oft grynnri og óhent- ugri. I heygarðinum voru afmörkuð svæði eftir honum endilcngum, sem kölluð voru des. Var breidd þeirra nálægt 4—5 álnir eða um hálfur annar faðmur, en milli desanna voru grafnar grunn- ar geilar, sem ætlast var til að tækju við vatninu af hevunum Á þessum desum var svo heyinu hlað- ið upp, þar til nóg þótti í það komið, en þá var það mænt sem kallað var. Var það verk all vanda- samt, og fór mjög misjafnlega úr hendi. Ef heyið sneri frá austri til vesturs, sem oft var, var byrj- að að mæna á vesturenda Var hlaðin tunnulöguð kúpa á heyið og síðan þakið með heytorfi þannig að grasbrún torfunnar væri í vest- ur, en heyið færi svo smá hækk- andi. Var ætlast til að tvær sex feta torfur næðu yfir um hevið, væru samskeytin á mæni þess. Sjerstaklega þótti áríðandi að hafa vel sljett undir torfunum, því kæmi laut í heyið, varð úr dropi, en svo var það= kallað ef vatn komst í heyið. Þegar komið var svo langt að mæna heyið að eftir vcru svo sem 3—5 torfubreiddir var byrjað á austurenda, og myndaður bratt- ur haus, og mættist þá tyrfingin þar sem hann var hæstur, og voru grastorfurnar (eða grasmerar, sem sumir nefndu) og áður var getið, lagðar á þessi samskeyti. (Hæðin og þessi bratti endi á heyinu var kallaður haus). Vel upphlaðið hey er fagurt á að líta, að minsta kosti í mínum augum, og svo hygg jeg að fleir- um þyki. Má vera að þar valdi nokkru um það öryggi og bjargráð sem maður veit að það geymir undir torffeldi sínum. Furða var það hvað lítil rýrn- un var í þessum heyum, ef vel var frá þeim gengið. Blautt var að vísu við torf og des, og ver það nefnt rekjur, og oftast gefið hross- um, því þeim fellur öðrum skepn- um betur blautt hey. Samfellur og lanir. Þá var næst að geyma heyið í samfellum. Þegar menn höfðu hey- að meira en von var til, heygarð- urinn fullur, og heyin það há að ekki þótti óhætt að hækka þau meira, voru tvö ráð fyrir hendi: að steypa tveimur heyum saman í samfellu, eða að hlaða upp lön. Ef tveimur heyum var steypt sam- an, var geilin milli þeirra fyllt með heyi, og síðan hlaðið upp rúmlega helmingi breiðara hey en vana- lega. Komst í þetta allmikið hey, en aðferðin við upphleðsluna var hin sama, aðeins fjórar torfur yfir um heyið í stað tveggja, en þó að- eins tvær ef torfið hafði tvöfalda lengd. Við upphleðslu samfellanna þurfti enn meir að vanda til verks við að jafna undir torfið, þar sem flöturinn var svo stór og hættan því meiri að vatn kæmist í hevið eða að það dræpi, sem kallað var. I miklum heyskaparárum voru samfellur alltíðar. Lanir var það kallað ef hlaðin voru upp lítil hey utan við hey- garðinn. Var öll hin sama aðferð við þær, en heymagnið í þeim miklu minna en í heyunum. Þeim var oftast eytt framan af vetri og hurfu því fljótt úr sögunni. Við fjárhús fjarri bæum var hey oft geymt í svokölluðum kumlum. Var hlaðin alldjúp tóft, og gjarn- an innangengt í hana úr fjárhús- inu. Var hún fyllt af heyi, sem var vetrarforði þess fjár, sem geyma átti í húsinu. Með veggj- um voru engar geilar og var kuml- ið því fylt út í veggi, og síðan tvrft og umbúið sem hey eða lön væri. En oft voru nokkrir erfiðleikar á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.