Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1949, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1949, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBL AÐSINS 259 góða fólk, er að sjá til þess að hver fái sitt, er stundir líða — því að þetta er mjer að kenna.“ Einhvern veginn tókst honum að fá lán í höíuðborginni. — Hann keypti vörur og fór með þær til Sao Paulo, sem þá var ekki annað en ómerkileg bygð inni í frum- skógi. Þegar þangað kom sneri hann á aðra kaupsýslumenn með því að fara á fætur á undan þeim, ganga hús úr húsi og bjóða varn- ing sinn. Eí'tir nokkurn tíma hafði hann eignast sölubúð í Sao Paulo. Ölium ágóða af versluninni varði hann til þess að færa út kvíarnar, og byrja á ýmsu. Hann setti upp myllu og seldi hveiti í pokum og tunn- um. Pokana og tunnurnar fram- leiddi hann sjálfur og meðal ann- ars fekk hann sjer ofurlitla prent- vjel, til þess að prenta vörumerki á hveitiumbúðirnar. Nú fór honum að safnast fje, og á hverju ári sendi hann peninga heim til þeirra, er biðið höfðu tjón við skipsbrunann. Ljetti hann ekki fyr en hann hafði greitt hverjum sitt. En hann ljet ekki þar víð sitja. Hann skrifaði þeim og hvatti þá til þess að koma til Sao Paulo og setjast þar að. Menn fóru að ráðleggingum hans. Fyrstir komu bræður hans, 17 að tölu, og seinna komu heilir ætt- bálkar og svo að segja íbúar heilla þorpa. Það er talið að um 100.000 manna hafi flutst frá Ítalíu til Sao Paulo fyrir orð Matarezzo. Um leið og fólki fjölgaði í borg- inni, jukust og margfölduðust við- skifti hans og þeir bræðurnir rjeð- ust í stærri og stærri fyrirtæki. Nú á ættin langsamlega stærstu verslanirnar í ýmsum greinum svo sem hveitiverslanir, fatnaðarversl- anir, byggingarvöruverslanir og leðurverslanir. — Einn af sonum Matarezzo á 91 verksmiðju og hefur 35.000 manna í vinnp. Og þegar einn úr ættinni gifti sig nýlega, var haldin svo stórkostleg veisla, að hún kostaði rúmar 3 milljónir króna. UPPGANGI Sao Paulo er ekki lok- íð. Paulistar gera ráð fyrir að hún vaxi enn með sama hraða og eigi mikla framtíð fyrir höndum. Þess vegna taka þeir opnum örmum við öllu ílóttafólki úr Evrópu, því að hjer vantar vinnukraft og verkefn- in eru óþrotleg. Með uppgangi borgarinnar hafa skapast i'ramfarir í öllu rikinu. Það er byrjað á því að vinna þar málma úr jörð í stórum stíl. Landinu er skift milli frumbýlinga og tveimur milljónum smábænda hefur verið hjálpað til þess að koma undir sig fótunum. — Jarðræktarráðunautar stjórnarinnar kenna þeim hvernig best sje að rækta jörðina og sýna þeim að þeir geti fengið uppskeru oft á ári með því að rækta til skift- is bómull, svkur, hamp og hveiti. Annars er þetta mesta kaffiland í heimi. En stjórnin vill ekki að allir sjeu að rækta kaffi, því að það gæti leitt til svo mikils verðfalls, að bændur færi á höfuðið. BRIDGE SPURNAESAGNIR OG IJPPLÝSINGASAGNIR MARGIR bridgemenn hafa mikið dá- læti á spurnarsögnum. Aðrir fordæma þær og segja að andstæðingar fái þá alt of miklar uppiýsingar, til dæmis um hættulegasta útslátt. — Englendingar halda meira upp á upplýsingasagnir, þ. e. að segja frá ásum, og fyrir það unnu þeir í viðureign við íslendinga á Evrópumeistaramótinu. Sagnhendur voru þessar: Vestur S x H. K x x T. ÁKxx L. Á D G x x Austur S. Dx H. Áx T. D x x x L. K9xxx Sagnir Englendinga voru: 1 L 3 L 3 T 3 H 4 grönd \ G L Á öðru borðinu voru sagnirnar: Vestur Austur 1 grand 7 lauf! En á hinu borðinu voru notaðar spurnarsagnir: V. N. A. s. 1 T 1 H 2 H pass 4 H tvöfaldar 5 L pass 6 L 6 H 6 grönd pass pass pass Hjer hefði A að rjettu lagi átt segja alslemm í laufi, úr því að V bauð hálfslemm, og það er því A að ker.na að ekki náðist hæsta sögn, eins og á hinu borðinu. Það er keppikefli allra góðra spila- manna að missa ekki slemmspil út úr höndunum á sjer. En menn greinir stöðugt á um það hvaða sagnkerfi sje heppilegast til þess að leiða í ljós, að menn sitji með slemmspil. Spurnar- sagnir leiða stundum til þess að menn segi slemm, þótt þá vanti tvo ása. Slík spil geta unnist, en langt um oftar er tap Þá virðast upplý^ingasagnirnar ör- uggari, ef þær eru rjett notaðar. íslendingar komust ekki nema í 5 lauf, og þeir notuðu spurnarsagnir. Sýnishorn af því hvernig ein upp- lýsingasögn gerir spurnarsagnir ó- þarfar, er þetta spil í kepni kvenn- anna. Austur og Vestur voru í hættu. Spi' þeirra voru þessi. Vestur S. D x x H. Á K x T. ÁKDx L. G x x 4ustur S. Á x x H. — T. x x L. Á KD 10 V ^ ^ Skoðun er hugmynd, sem þú hefir tök á; sannfæring er ‘nug- mynd, sem hefir náð tökum á þjer. 4 Hveitibrauðsdögunum er lokið þegar hún hættir að gráta við barm þjer, en hleypur í þess stað upp um hálsinn á þjer . XX XX

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.